Bændablaðið - 06.10.2022, Side 14

Bændablaðið - 06.10.2022, Side 14
 KYNNINGAR La nd vé la r „Við komum ferskir til leiks eftir vel heppnaða sjávarútvegssýningu nú í september. Við ætlum að leggja áherslu á dælur og dælulausnir en við höfum markvisst verið að styrkja okkur á þessum markaði,“ segir Ingvar Bjarnason, framkvæmdastjóri Landvéla, en þeir munu kynna vörur sínar í bás B 14. „Við verðum með sýnishorn af helstu dælum, m.a. borholu- og þrýstiaukadælur ásamt þrepa-, eldsneytis- og efnadælum ásamt fylgihlutum, rennslismælum o.fl. Þá kynnum við einnig háþrýstidælur og fylgihluti frá okkar helstu birgjum. Sýnum jafnframt ýmsar stærðir og gerðir af slönguhjólum ásamt börkum, slöngum og tengjum fyrir landbúnað og matvælavinnslu. Þá stefnum við á að hafa góð tilboð á einstaka vörum, m.a. rafsuðuvélum frá Jasic og fleira.“ Fjölbreytt þjónusta – áratuga reynsla • Slöngusmíði – sérsmíði og samsetning Sú starfsemi Landvéla sem er flestum kunn er smíði, pressun og samsetning á háþrýstislöngum, börkum og rörum. Að baki er áratuga reynsla þar sem skjót þjónusta samhliða breiðu vöruúrvali er í forgrunni. • Barkar og slöngur fyrir iðnaðinn Gríðarlegt úrval af iðnaðarbörkum og slöngum ásamt helstu tengjum, hraðtengjum og festingum. Sog- og þrýstibarkar, haugsugubarkar, matvæla-, efna- og eldsneytisbarkar og slöngur, pústbarkar, mjólkurbarkar og nú aukið úrval af börkum fyrir fiskeldi. • Fagleg tækniþjónusta og ráðgjöf Hönnum, teiknum og smíðum háþrýst vökvakerfi, vökvadælustöðvar og lokastýringar. Hvert verkefni er áskorun og í samstarfi við leiðandi framleiðendur höfum við byggt upp mikla reynslu og þekkingu á flæðidrifnum há- og lágþrýstum drif- og stjórnbúnaði. • Traustir samstarfsaðilar Að baki góðri þjónustu er góð vara og þekking. Samstarfsaðilar Landvéla skipta hundruðum og eru margir þeirra leiðandi á sínu sviði. Fremst meðal jafningja eru Bosch Rexroth, Parker, SKF, Dunlop Hiflex, Merlett, Hansa Flex, Kemppi, Elga og ABUS. • Sérfræðingar í legum og drifbúnaði Landvélar er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili fyrir SKF drifbúnað, legur, þéttingar og smurkerfi. Áhersla SKF er á fyrirbyggjandi viðhald og ástandsgreiningu drifbúnaðar, slit- og titringsmælingar, afréttingu reimskífa, sjálfvirk smurkerfi frá Lincon o.fl. Jafnframt veitum við ráðgjöf við val á réttum verkfærum til að meðhöndla legur og annan drifbúnað. • Öflug þjónusta við vélsmiðjur og verkstæði Sem umboðsaðilar Kemppi og Elga veitum við ráðgjöf og þjónustu við val á rafsuðuvélum og rafsuðuvír ásamt viðeigandi öryggis- og hreinsibúnaði. Bjóðum einnig breitt úrval sérverkfæra fyrir málmiðnað og vélsmiðjur, verkfæri eins og rennibekki, klippur, sagir, lokka og slípi- og borvélar, auk vandaðra handverkfæra frá Kamasa. • Dælur í öll verk Í seinni tíð höfum við markvisst byggt upp sölu og þekkingu á vatns-, loft- og efnadælum í öllum stærðum og gerðum og bjóðum í dag heildarlausnir fyrir iðnað, sjávarútveg, verktaka, heimili og sumarhús. Til viðbótar erum við með öflugar háþrýstidælur og tilheyrandi fylgihluti, þvottabyssur og lagnaefni. • Sérhæft verkstæði Okkar sterkasta bakland er öflugt og vel tækjum búið þjónustuverkstæði, sérhæft í viðhaldi á vökvadælum og mótorum, vökvadælustöðvum, gírum og stjórnlokum. Þá sérsmíðum við og beygjum háþrýst rör og lagnaefni. • Þjónusta um land allt Landvélar hafa ávallt lagt mikla áherslu á öflugt samstarf við vélaverkstæði og aðra þjónustuaðila á landsbyggðinni. Saman höfum við byggt upp öflugt net þjónustuaðila með tilheyrandi sérverkfærum og aðföngum til slöngu- og barkasmíði. • Sterkir fyrir norðan Dótturfyrirtæki Landvéla á Akureyri er Straumrás hf. Samhliða þekkingu og reynslu er Straumrás rótgróið fyrirtæki sem þekkir sinn heimamarkað og er traustur þjónustuaðili fyrir öfluga útgerð og iðnað norðan heiða. Straumrás er til húsa að Furuvöllum 3, sími 461 2288. Landvélar ehf. Smiðjuvegi 66, 200 Kópavogi. Sími 580 5800. Netfang: landvelar@landvelar.is. Sjá nánar á landvelar.is Landvélar ehf. var stofnað árið 1965 sem þjónustufyrirtæki fyrir landbúnað en í áranna rás hefur þungamiðjan færst yfir í þjónustu við íslenskan iðnað og athafnalíf í sinni víðustu mynd. Flest sjávarútvegs- og framleiðsluiðnfyrirtæki landsins eru meðal viðskiptavina Landvéla, öll stóriðjan, orkufyrirtækin, vélsmiðjur, verktakar, bændur, matvælavinnslan og nýsköpunarfyrirtæki. Slönguhjól og kefli frá RAASM. Mikið úrval af dælum. Rafsuðuvélar frá Kemppi og Jasic. Gerum þetta saman - Tryggjum sjálfbæra, arðbæra og ánægjulega framtíð í landbúnaði BYKO og LELY í samstarfi á bás B-9

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.