Bændablaðið - 06.10.2022, Side 18

Bændablaðið - 06.10.2022, Side 18
Vo tle nd iss jó ðu rin n Endurheimt votlendis stöðvar losun koltvísýringsígilda, eflir líffræðilega fjölbreytni, fuglalíf og bætir vatnsbúskap. Sjóðurinn hefur nú starfað í fjögur ár og endurheimt um 400 hektara af mýrlendi. 1.700 tonn stöðvuð í september Á dögunum lauk sjóðurinn við framkvæmdir á tveimur jörðum, annarri á Snæfellsnesi og hinni á Rauðasandi á Vestfjörðum. Jörðin Berserkseyri á Snæfellsnesi var endurheimt að mestu í ágúst og september og þar fóru rúmlega 30 hektarar í endurheimt. Á Móbergi á Rauðasandi fóru 55 hektarar í endurheimt en samtals er þetta árleg losun upp á 1.700 tonn af koldíoxíð sem er sama magn og kemur frá 850 fólksbílum á ári. Það munar um minna. Mikil og jákvæð þróun Mikil hreyfing hefur verið á umhverfi þeirra eininga sem seldar eru til að fjármagna framkvæmdir í þágu loftslagsmála. Frá stofnun sjóðsins hefur umhverfið skerpst og skilningur bæði kaupenda, seljenda og framleiðenda aukist til muna og um leið eru gerðar meiri kröfur um gagnsæi og vönduð vinnubrögð. Þetta á bæði við um kolefniseiningar framleiddar í votlendi og skógrækt sem eru þær algengustu á Íslandi. Sjóðurinn hefur fagnað þessari þróun og tekið fullan þátt í henni. Til þessa hafa þó allar framkvæmdir sjóðsins verið unnar eftir leiðbeiningum frá Landgræðslunni og eftirliti. Innleiðing á erlendri vottun Verkfræðistofan Efla er nú að vinna með Votlendissjóði að innleiðingu á alþjóðlegri vottun á ferla sjóðsins. Það er unnið í nánu samstarfi við sérfræðinga Landgræðslunnar. Mikill kraftur er í vinnunni og vænta allir sem að henni koma að ferlarnir verði virkir fyrri hluta næsta árs. Stjórn Votlendissjóðsins ákvað á síðasta ári að velja alþjóðlega vottun og er nú komin langleiðina í samtali við VERRA. Sem er með staðal í samræmi við ISO 14064-2 og 3:2006 og nýja tækniforskrift Staðlaráðs Íslands sem verið er að ljúka við. Þetta er fyrsta slíka vottunin á Íslandi í sölu kolefniseininga. Tækifæri til tekna í mýrlendinu Með því að fara í endurheimt með Votlendissjóðnum sparar landeigandinn sér alla gagnaöflun og undirbúning, umsóknir og svo fjármögnun á því og framkvæmdinni sjálfri. Sem um ferlavinnuna sem er lykilatriði í allri sölu inn í framtíðina. Sjóðurinn fær í staðinn 8 ára sölurétt á einingunum og við enda samningsins eignast landeigandinn svo einingarnar inn í framtíðina. Í dag selur sjóðurinn tonn á 2.000 krónur og það er spá margra að tonnið eigið eftir að hækka, sérstaklega ef tekið er tillit til virknihraða eininganna. Það er að segja virkni eininga úr skógrækt hefur lengri tíma enda um ræktun og bindingu að ræða á meðan eining úr votlendi er stöðvun á losun sem virkjast mjög hratt. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.votlendi.is eða á bás sjóðsins á sýningunni. Votlendissjóður, Árleyni 22, 112. Reykjavík. S. 618 9000. Netfang: votlendi@votlendi.is Vefsíða: www.votlendi.is Í byrjun september var Votlendissjóður tilnefndur til Umhverfisverðlauna Norðurlands. Tilnefningin er mikil viðurkenning fyrir sjóðinn en hann er sjálfseignarstofnun sem er rekin á framlögum frá samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Aukið magn mófugla í túnum eru ein fallegasta birtingarmynd endurheimtarinnar því auk þess að stöðva óþarfa losun koldíoxíðs úr framræstu landi við endurheimtina þá njóta mófuglar afraksturs endurheimtarverkefna og aðstæður þeirra bætast til muna. Þessa mynd á Sigurjón Einarsson, áhugaljósmyndari og starfsmaður Landgræðslunnar, sem fylgist meðal annarra með framvindu og þróun framkvæmda á vegum sjóðsins. Hér sést yfir endurheimt á Móbergi á Rauðasandi. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, á vettvangi. Með því að fara í endurheimt með Votlendissjóðnum sparar landeigandinn sér alla gagnaöflun og undirbúning, umsóknir og svo fjármögnun á því og framkvæmdinni sjálfri ...“ KYNNINGAR Stjórnarfólk Votlendissjóðs kemur víðs vegar að úr samfélaginu en öll brenna þau fyrir það að láta gott af sér leiða í náttúruvernd og baráttunni við loftslagsbreytingarnar. Lengst til vinstri er framkvæmdastjóri sjóðsins Einar Bárðarson, þá Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, varaformaður stjórnar, Halldóra Kristín Hauksdóttir, eigandi Græneggja ehf. og stjórnarmaður í Bændasamtökunum, Helga J. Bjarnadóttir, verkfræðingur og sviðsstjóri hjá Eflu, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm lögfræðingur, Sveinn Ingvarsson, bóndi á Reykjum á Skeiðum og fyrrum varaformaður stjórnar Bændasamtakanna, Ingunn Agnes Kro, lögfræðingur og formaður stjórnarinnar, Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, viðskiptafræðingur og forstöðumaður hjá Samskipum, Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur á umhverfis- og rekstrarsviði Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Kristrún Tinna Gunnlaugsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka og lengst til hægri Hjálmar Kristjánsson útgerðarmaður.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.