Bændablaðið - 06.10.2022, Page 19

Bændablaðið - 06.10.2022, Page 19
 KYNNINGAR Ka up fé la g Bo rg fir ði ng a Kaupfélag Borgfirðinga svf. (KB), er samvinnufélag í eigu íbúa á félagssvæði þess sem nær yfir Vesturland frá Hvalfjarðarbotni í suðri, að Kjálkafirði í vestri. Verslun okkar er staðsett við þjóðveg 1 í Borgarnesi. Aðaláherslan og helstu markmið með rekstrinum er þjónusta við bændur og búandi, sem og sumarbústaðaeigendur, áhugafólk um garð og gróðurrækt og svo má lengi telja. Verslunin býður upp á fjölbreytt úrval á rekstrarvörum fyrir nautgripi, sauðfé, hross og fiðurfénað ásamt áburði, rúlluplasti, girðingarefni, gæludýravörum, leikföngum, málningu og ýmsu fleiru. KB hefur um árabil verið með eigin innflutning, bæði rekstrarvörur, fóður og bætiefni fyrir skepnur. Margrét Katrín Guðnadóttir kaupfélagsstjóri er einnig dýralæknir og getur því veitt öfluga ráðgjöf varðandi fóður, bætiefni og steinefni. Ýmis innflutningur hefur hitt sérstaklega í mark og veitt KB ákveðna sérstöðu og ber þá helst að nefna selen fyrir lömb, kalkperlur fyrir kýr, handmjaltartæki fyrir kindur og merar, Heatwave kálfa og lambafóstruna sem er einföld í notkun, léttir bústörf og er hagstæð í verði. Allt sem þú vissir ekki að þig vantaði KB er með mikið úrval af aukahlutum fyrir kerrur og vinnuvélar auk útivistarfatnaðar, vinnufatnaðar frá HH workwear, verkfæra og heimilisvara. Árstíðarvörur eins og jólavörur, veiðivörur, sumarvörur og vörur fyrir garðrækt og svo margt fleira sem þig grunaði ekki að þig vantaði. Mikið vöruúrval er á netverslun okkar www.kb.is og hefur verslun þar verið að færast í aukana og sendum við út um allt land. Markmið Kaupfélags Borgfirðinga er að veita góða þjónustu sem byggist á góðu starfsfólki með víðtæka þekkingu á vörum sem verslunin býður upp á. Kaupfélag Borgfirðinga, Egilsbakki 1, 310 Borgarnes, s. 4305500, www.kb.is Starfsmenn búrekstrardeildar KB; Þröstur Reynis son, Baldur Jónsson, Harpa Einarsdóttir, Helga Rósa Pálsdóttir verslunarstjóri og Jóhannes Benedikt Halldórsson.                                                         Benedikt Hjaltason frá Hrafnagili hóf innflutning og sölu á fjósbitum frá Andersbeton/VDVbeton í Belgíu í janúar 2018 og tók við keflinu af Garðari Skaptasyni sem hóf innflutning á bitum árið 1994. Síðan Benedikt tók við hafa verið fluttir inn um 11.300 m2 en í heildina á þessum árum eru komnir um 65.000 m2, eða sex og hálfur hektari. Auk fjósbitanna frá Andersbeton selur Benedikt frá sama fyrirtæki burðarbita og súlur undir fjósbitana, djúp- og fleytiflóra, fóðurganga, legubása og endaveggi fyrir legubásaraðir. Frá fyrirtækinu Bosch beton í Hollandi hefur hann flutt inn og sett upp fimm flatgryfjur fyrir vothey. Einnig hefur hann söluumboð fyrir steypuvörur frá CBCbeton í Hollandi sem framleiðir for- steyptar einingar í flatgryfjur og mykjutanka. Með þessum einingum er einnig hægt að móta og byggja fiskeldisþrær, stoðveggi, vatnstanka og efnisgeymslur fyrir jarðefni. Vörunni er skilað heim til kaupenda og í viðeigandi tilfellum annast hann einnig uppsetningu. Benedikt starfar einnig við flutninga og landanir, þá einkum á áburði og salti um nánast allt land. Benedikt Hjaltason sími 894-6946 – netfang: fjosbitar@simnet.is Be nd ek t H ja lta so n

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.