Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2023, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 02.03.2023, Qupperneq 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 2. mars 2023 Neysluhyggjuklæðnaður, hannaður af Tinnu Bigum fatahönnuði. Pilsið er gert úr gömlum kvittunum úr ýmsum verslunum og jakkinn er gerður úr galla- buxum. Rauði pokinn sem hangir yfir öxlina er búinn til úr afgöngum af siffoni. MYND/ÓLAFUR MAGNÚSSON Sækir tískuáhugann til móður sinnar Tinna Bigum lærði fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Hún býr og starfar í Kaupmannahöfn þar sem hún hefur fengist við ýmis skemmtileg verkefni. Endurvinnsla er henni hugleikin. 2 Samband mannsins við náttúruna og allt lífríkið er Solveigu hugleikið. jme@frettabladid.is Laugardaginn 4. mars klukkan 16 –19 verður sýningin Leiðtogafund- ur opnuð í SÍM Gallerý, innsetning með skúlptúrum, ljósmyndum, vídeó og málverki eftir Solveigu Thoroddsen. Ljósmyndir og myndskeið eru frá ferðalögum Solveigar síðustu tvö ár um Ísland og Grænland. Umfjöllunarefnið í stóra samheng- inu er manneskjan og náttúran: aðskilnaður eða samruni, vald- beiting eða samvinna, neysla eða náttúruvernd: „Hið stóra verkefni sem við stöndum frammi fyrir: Að halda jörðinni lífvænlegri. Sá möguleiki að vinna með nátt- úrunni, finna sameiginlega fleti og vinna út frá þeim, þeirri heildar- hugsun að við erum öll eitt. Fram- tíðin veltur svo á því hvernig koní- akið fer í leiðtogana. Í sýningunni er líka gefinn vonarneisti í formi nýrrar kynslóðar,“ segir Solveig. Tortíming jarðar Solveig útskrifaðist með MA í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2015 og hefur unnið að myndlist síðan. Viðfangsefni hennar eru gjarnan samskipti manneskjunnar og náttúrunnar: „Ég er einnig undir miklum áhrifum múmín- bókarinnar Halastjörnunnar eftir Tove Janson. Halastjarnan stefnir á ógnarhraða að jörðu og mun ef til vill tortíma henni. Í ógnvænlegi ástandi gerast þó magnaðir hlutir.“ Sýningin stendur til 22. mars og er opin alla virka daga milli klukkan 11–16. n Leiðtogafundur fyrir náttúruna Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.