Fréttablaðið - 02.03.2023, Qupperneq 30
Óbærilegir verkir eru
ekki eðlilegir einu
sinni í mánuði. Það er
bara engan veginn
þannig.
Guðfinna Birta Valgeirsdóttir
SIGURÐUR SIGURJÓNSSON YLFA MARÍN HARALDSDÓTTIR ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON (LADDI)
ANDREA ÖSP KARLSDÓTTIR VIKTOR MÁR BJARNASON KOLBRÚN MARÍA MÁSDÓTTIR
ÁRNI BEINTEINN SELMA LÓA BJÖRNSDÓTTIR VILLI NETÓ
Endósamtökin vígðu í gær
túrtappa-strætóinn Túrbus
á upphafsdegi Endómars.
Guðfinna Birta Valgeirsdóttir
segir mikilvægt að fólk átti sig
á því að verkir séu ekki eðli-
legt ástand.
odduraevar@frettabladid.is
„Það er ekki nóg með að endómet-
ríósa sé ekki tekin nægilega alvar-
lega sem sjúkdómur heldur er hún
mjög algeng í þokkabót,“ segir Guð-
finna Birta Valgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka um endó-
metríósu sem sviptu í gær hulunni
af Túrbus – túrtappastrætónum.
Hún segir einn af hverjum níu
sem fæðist í kvenlíkama vera með
sjúkdóminn. Hann sé því jafn-
algengur og sykursýki án þess að
hafa vakið mikla athygli.
„Kannski vegna þess að þetta
hefur verið feimnismál og konum
hefur verið sagt að harka þetta af
sér frekar en að vera með þetta
væl. Þannig að okkur datt í hug að
vera með ögrandi strætó sem mun
kannski særa blygðunarkennd ein-
hverra en er engu að síður mjög
nauðsynlegur í okkar starfi.“
Guðfinna segir alveg ljóst að
strætóinn muni vekja mikla athygli
á götum úti en Þórdís Elva Þorvalds-
dóttir átti hugmyndina að því að
breyta strætisvagni í túrtappa.
„Við ræddum alls konar frábærar
hugmyndir en Þórdísi datt þetta
í hug og það var aldrei spurning.
Auðvitað! Þetta er alveg eins í laginu
og þetta smellpassar við slagorðið
okkar, sem er „Blóðug alvara“.“
Guðfinna segir eina alvarlegustu
afleiðingu þeirrar ranghugmyndar
að sársaukafullir móðurlífsverkir
séu eðlilegir þá að greiningartími
endómetríósu sé sjö til tíu ár. Eitt ár
sé talið langur tími þegar um aðra,
sambærilega algenga sjúkdóma er
að ræða.
„Við viljum líka gera fólki viðvart
um það að tíðir eru eðlilegar en
verkir eru það ekki. Að vera
með verki er ekki eðlilegt
ástand undir neinum
kringumstæðum. Þetta
er líka einmitt til þess að
Minna á blóðuga alvöru
með túrtappastrætónum
Guðfinna Birta Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Endósamtakanna, um borð Túrbusi í gær. Fréttablaðið/Ernir
Margir munu líklega snúa sér við er túrvagninn ekur fram hjá. Fréttablaðið/Ernir
Boðið var upp á skot
úr svokölluðum túr
bikurum við vígslu
Túrbus túrtappa
strætósins.
fá fólk til þess að hugsa: „Heyrðu
já, ég er alltaf með verki, er það
kannski ekki eðlilegt?““ Guðfinna
bætir því við að þannig sé líklega
fullt af fólki sem burðist með sjúk-
dóminn og þá verki sem honum
fylgi, án þess að hafa hugmynd um
að þar sé ekki á ferðinni eðlilegt
ástand.
„Við viljum að fólk fái greining-
una fyrr og líka eyða þessum gömlu
tuggum um að svona sé það að vera
kona. Óbærilegir verkir eru ekki
eðlilegir einu sinni í mánuði. Það
er bara engan veginn þannig,“ segir
Guðfinna.
„Stundum getur þetta líka verið
mjög erfitt þegar það er kona að
tala við konu, einhver sem kannski
upplifir aldrei verki segir kannski:
„Já, ég meina, þetta er ekkert svona
slæmt, ég fer sjálf á blæðingar og ég
fæ aldrei svona verki, þetta er ekk-
ert svona,“ á meðan hin kannski er
alveg frá þrjá daga í mánuði og með-
vitundarlaus af verkjum.“ n
22 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 2. MARs 2023
fiMMTUDAGUR