Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 35

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 35
Haukur Sveinbjarnarson Laxeldi: „Staðareldi“ Ég, höfundur þessarar greinar, hef varið frítíma mínum að mestu í stangveiði. Jafn- framt er ég áhugamaður um fiskirækt og fiskeldi, og er áhuginn fyrst og fremst bundinn við lax og vatnafisk. I um tvo áratugi hef ég í viðræðum við menn kynnt skoðanir mínar í fiskeldis- málum. Slíkar viðræður verða oft mjög langar, og hættir mönnum við að dveljast lengur við vissa þætti en aðra, ágreiningur kemur upp um ástæður, afleiðingar og framkvæmdir. Viðræðurnar slitna því oftast áður en heildarmyndin fæst, og þess vegna er þessi grein skrifuð. Flestir, sem eru viðriðnir veiðifélög, klak og útleigu vatnasvæða, halda í ákveðn- ar kenningar og reynslu fískifræðinga, kenningar, sem hafa verið að mótast í ára- raðir og lúta fyrst og fremst að eldinu sjálfu. Menn vilja nota kenningarnar þannig, að reynt er að komast stystu leið í mark með sem minnstum tilkostnaði í eldi og sleppingum seiða. Að mínu mati hefur þetta ekki tekist sem skyldi, fyrst og fremst vegna þess að í eldinu er ekki tekið tillit til ratvísi seiðanna (laxins) og ekki er lögð áhersla á þrek þeirra og hæfni, heldur keppst við að ná sem mestri stærð og þyngd á sem skemmstum tíma, sem á vel við í eldi til slátrunar. Haukur Sveinbjarnarson í þessari grein vil ég leggja áherslu á eldi göngufisks, þ.e. seiða sem alin eru upp með tilliti til ratvísi þeirra, líkam- legs styrks og hreysti, svo að það sé sem tryggast, að ratvísin skili fískinum aftur á bernskuslóðir. Ég tel, að bestum árangri verði náð með eldi, sem ég nefni „staðareldi“. En áður en ég túlka það nánar, er nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram, sem er að vísu ljóst öllum þeim, sem af áhuga, þekkingu og reynslu hafa kynnt sér þessi mál. Slepping laxaseiða Algild formúla eða forskrift að því, hve mörgum seiðum skal sleppt í einhverja á þetta árið eða hitt, er ekki til, vegna þess að VEIÐIMAÐURINN 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.