Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 36
þættirnir, sem eru svo margir, breytast
svo snöggt og fyrirvaralaust.
Með talningu er hægt að fá fjölda
göngufiska, og þegar frá eru dregnir
veiddir fiskar, er fjöldi klaklaxa fundinn.
Þetta er það eina, sem hægt er að miða við.
Sumstaðar er hægt að vita, hversu klak-
laxinn er dreifður, en hvort klakið heppn-
ast og hvernig því muni svo reiða af, er of
seint vitað til að gera megi viðeigandi ráð-
stafanir. Slepping laxaseiða er því, og
verður alltaf, óvissa í endurheimtum.
Laxaseiði, sem sleppt er í árnar, skila
sér venjulega í öfugu hlutfalli við þann
fjölda, sem sleppt er (hér er ratvísi seið-
anna látin liggja milli hluta). Þetta stafar
auðvitað af því, að hæfari stofn er fyrir í
ánni og hún getur aðeins fætt ákveðinn
fjölda einstaklinga.
Sé sleppt allt of mörgum seiðum, er eins
víst, að ekkert skili sér aftur eða lifi vistina
af, og það sem verra er, það getur veikt
stofninn, sem fyrir er, svo að hann bíði
mikið, jafnvel óbætanlegt tjón. Lögmálið
er, að því fleiri einstaklingar, sem eru um
fæðu árinnar, þeim mun fleiri einstakling-
ar verða óhæfari að standast óblítt náttúru-
lögmálið, hita-, kulda- og vatnsbreytingar,
og verða vargi að bráð.
Slepping laxaseiða á heiðar, fyrir ofan
ógenga fossa, í hliðarlæki og mýrartjarnir,
skilar engum árangri til lengdar (undan-
tekningar eru þó til). Fyrir er í allflestum
tilfellum lífstofn, sem er mun sterkari seið-
unum sem sleppt er. Þau keppa um sömu
fæðuna við seiðin, sem fyrir eru, og fara
fyrst í stað halloka, og stór hluti verður
urriða, bleikju, fugli eða minki að bráð,
sérstaklega fyrst eftir sleppingu.
Seiði, sem sleppt er í framandi vatn,
verja sig ekki fyrst í stað eftir sleppingu,
þau eru miskunnarlaust hrakin frá einum
stað í annan og eru lengi vel í felum.
Mýrartjarnir eru mjög misjafnar, jafnvel
sömu tjarnirnar frá ári til árs, sem stafar
af mismunandi gegnumstreymi vatnsins,
eða öllu heldur súrefnismagninu. í þurrk-
um verða þessar tjarnir staðnar og fúlar,
og seiðin sljó og auðveld bráð.
Slepping gönguseiða í ár og vatnasvæði
skilar alminnstum, og jafnvel engum,
árangri, vegna þess að yfirleitt eru seiðin
ekki alin upp í því vatni, sem þau eiga að
ganga aftur í. Þeim mun yngri sem seiðin
eru, þegar þeim er sleppt í framandi vatni,
þeim mun meiri líkur eru á ratvísi þeirra,
og er rétt að taka tillit til þessa, þegar laxinn
þarf að ganga í gegnum margar ár.
Endurkoman er öruggust, ef seiðin
klekjast út í vatninu, sem þau eiga að ganga
aftur í, eyða þar kviðpokanum og æskuævi.
Seiði, sem klekjast út í náttúrunni, verða
strax næm fyrir keim vatnsins, og eykst
næmið alla tíð þar til þau yfirgefa ána, og
lengur að mínu mati.
Ratvísi laxins
Hér vil ég staldra við og skýra sjónarmið
mitt nánar, sem ég dreg af mínum eigin
athugunum á hegðun seiðanna í náttúru-
legu umhverfi og á hegðun laxins, þegar
hann gengur í árnar.
Eg tel, að ratvísi laxins stafi af því, að
hann myndi efnislög af keim vatnsins sem
hann lifir í, í mjög blóðríkum taugavefjum,
sem liggja umhverfis og útfrá nefgöng-
unum. Nefgöngin, sem liggja bak við
augun, að heila, stækka með fiskinum.
I fullorðnum laxi verða þau nokkrir mm á
breidd og nokkrir sm á lengd. Taugavef-
irnir umhverfis nefgöngin geta því geymt
billjónir efnisöreinda.
Nefgöngin stækka framávið, ef svo
mætti að orði komast, þannig að vefurinn,
sem seiðið mettaði fyrst efniseindum,
verður vefurinn innst í nefgöngunum,
34
VEIÐIMAÐURINN