Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 44
Harry Harryson
(17 ára)
Fyrsti laxinn
„Rosalegur kuldi er þetta“ var það fyrsta
sem heyrðist, þegar vekjaraklukkan hringdi
klukkan 7.30 að morgni þann 12. ágúst
1983.
Við vorum staddir í Laxholti, veiðihús-
inu á svæði 1-2 við Stóru-Laxá.
Það var heldur kuldalegt um að litast
þennan morgun. Við vorum á báðum átt-
um, hvort við ættum að halda áfram að
sofa í hlýjum svefnpokunum, eða dröslast
fram úr og fara upp með á og vita, hvort
laxinn væri við. Við völdum síðari kostinn,
en heldur vonlitlir um veiði þennan eina
dag, sem við höfðum í ánni.
Við vorum þrír veiðifélagarnir, bræð-
urnir Þröstur og Júlíus Elliðasynir og ég,
sem keyrðum af stað í ausandi rigningu
upp með á. Við höfðum ákveðið kvöldið
áður að byrja við Bergsnösina og færa
okkur síðan ofar. Þegar að Bergsnösinni
var komið, var byrjað að stytta svolítið
upp, og kuldinn að mestu leyti farinn úr
okkur eftir að við höfðum setið dálitla
stund í hlýjum bílnum.
Þeir sem hafa veitt þarna vita, að það
þarf löng köst til að koma færinu að bakk-
anum hinum megin. Eg sá, að ég gæti
engan veginn kastað svona langt með mínu
hjóli. En Þröstur var með mjög gott vara-
kasthjól, sem ég fékk lánað. Það eina, sem
var að hjólinu, var að þreytarinn var fastur.
Harry
Harryson
Þegar við höfðum gert veiðigræjurnar
klárar, setti ég á svartan Toby og byrjaði
að kasta neðarlega við Bergsnösina. I fyrsta
kasti elti smálax spóninn alveg upp að
landi, án þess að taka hann. Eg fylltist allur
nýju lífi, er ég sá laxinn elta, svo það var
með miklum spenningi sem ég kastaði
aftur. Þetta var gott kast, alveg upp að
berginu hinum megin. Eftir nokkra vafn-
inga inn á hjólið var allt fast.
Hvernig sem ég reyndi að losa festuna,
tókst það ekki, svo það var ekki annað að
gera en að slíta. Eftir að ég hafði gengið
afturábak nokkur skref með stöngina hálf-
bogna, fór eitthvað að gefa eftir. Mér brá
heldur betur í brún, er ég fann, að allt í
einu var farið að kippa sterklega á móti.
Ég var ekki lengi að átta mig á því, hvað
42
VEIÐIMAÐURINN