Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 37

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 37
næst heila, þegar fiskurinn stækkar. Nýir vefír myndast um leið og nefgöngin stækka og lengjast, sem fískurinn mettar jafnt og þétt, þannig að efniseindir þess vatns, sem fiskurinn er í, er í nýjustu vefjunum, senni- lega fremst við nefgöngin. Þetta gerir fískinum mögulegt að nema einn keim eða alla í senn. Þegar laxinn snýr við á göngu sinni um úthöfin, er engu líkara en að hann vindi ofan af því efnismynstri, sem hann byggði upp. Líkingin er ef til vill ekki alveg rétt, því að efnisbankinn eyðist ekki, getur ef til vill dofnað, en laxinn virðist bæta það upp á leiðinni til baka, því að þegar hann geng- ur í annað sinn í árnar, er hann mun ákveðn- ari og öruggari. Að mínu mati byggist ratvísi laxins eingöngu á efniseindum þess vatns, sem hann lifir í, og það er því óhugsandi annað en að hann rati í bernskuvatnið aftur. Að- eins tvennt getur komið í veg fyrir ratvís- ina, náttúruhamfarir og jarðrask, eða rangt uppeldi í eldisstöðvum, „röng forskrift.“ Ég get ekki sannað það, sem ég hef hér ritað, til þess hef ég ekki aðstöðu. En af hegðun laxins og þeim athugunum, sem ég hef gert með frumstæðum tækjum á vitum físksins, dreg ég þessar ályktanir. Ef til vill hafa einhverjir aðrir komist að sömu, eða réttari, niðurstöðu, sem þeir geta vísindalega sannað, en þá hefur það farið fram hjá mér, og þætti mér það miður. Það sem mér finnst skipta höfuðmáli er, að ratvísin er til staðar, og á henni vil ég byggja og taka meira tillit til en gert hefur verið við eldi á göngufiski. Hegðun seiða og göngulax Klekist seiðið út í læknum eða alist þar upp, þá er það keimur þess vatns, sem sest fyrst í minni fisksins. Síðar, við aukinn mátt og vöxt, færir fiskurinn sig til, t.d. í hliðarána fyrir neðan. Hvort sem keimskil vatnsins eru glögg eða ekki, heldur fískur- inn sig lengi vel þeim megin, þar sem og meðan bernskuvatnsins gætir. Hann venst umhverfinu, verður djarfari, fer hinum megin, í annan vatnskeim, og er venjulega hrakinn þaðan, en sækir af sjálfsdáðum alltaf í bernskuvatnið aftur. Með bernskuvatnið í vitum færist hann niður vatnasvæðið, keimur bernskuvatns- ins dvínar og að lokum fjarar hann út, fiskurinn hættir að nema hann einan. Fiskurinn dvelur nógu lengi á hverjum stað til þess, að með nýjum vatnskeim bætist hvert efnislagið við annað í minnis- efnisnet hans. Bernskuvatnið er laxaseiðunum mjög mikilvægt, einskonar lífæð. Það veitir þeim öryggiskennd og áræði. Séu þau skyndilega flutt í framandi vatn, eru þau fyrst í stað ráðvillt og misjafnlega lengi að jafna sig og leita ætis. Lengst dvelja seiðin í bernskuvatninu, gegnum allar árs- tíðirnar, en síðan virðist dvölin styttast á hverjum stað, enda stækkar efnisbanki minnisins með fiskinum og hann verður fljótari að fullmetta hann. Það virðist því bæði vera tímalengd (vatnsmettun) og vöxtur (hæfni + þroski), sem ráða mestu um endurkomu seiðanna (laxins). Af þessum ástæðum er ekki rétt að hraða eldi um of. T.d. er hcepið, að gönguseiði, alin upp í keri á Húsavík, skili sér aftur í Miðfjarðará eftir mánaðarveru þar, og jafnvel þó að þau væru þar lengur, vegna þess að forminni fisksins er mettað öðrum efniseindum, minnið er á vissan hátt brenglað, forskriftin röng og hæfni í lág- marki. Hins vegar er mögulegt að þessi seiði (lax) skili sér neðst í viðkomandi á, en þar verða þau (þeir) áfram leitandi og ráðvillt(ir). Enn frekar um hegðun, til að renna VEIÐIMAÐURINN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.