Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 41
Allar tjarnirnar eru eins byggðar, nema
tvær þær seinustu, sem eru heldur dýpri,
100-200 sm. Seinasta tjörnin þarf að vera
heldur lengri en hinar. Eins og áður segir
er aðrennsli í hverja tjörn með 12“ plast-
röri. Á úttaki hvers rörs er stilliloki, til
þess að tempra rennsli eftir þörfum, hita-
stigi og súrefnismagni. Á þessu má sjá, að
vatnsmagn og rennsli getur orðið 5 sinnum
meira í neðstu tjörninni en í efsta kerinu.
Hæðarmunur milli tjarna er æskilegur, sé
hægt að koma honum við, sérstaklega við
tvær neðstu tjarnirnar. Tjarnirnar þurfa
ekki að liggja beint niður af hverri annarri,
heldur þannig, að þær myndi saman sveig
að móðuránni, og fer það eftir staðarað-
stæðum.
Það er nauðsynlegt að nota aðfenginn
hitagjafa til að tryggja rétt hitastig á fyrsta
stigi eldis, þ.e. klaki og seiðum allt að 3 sm
á lengd. Hugmyndin er að ná sem flestum
einstaklingum upp í þessa stærð, öfugt
við það, sem skeður í náttúrunni, þar sem
fyrst er ráðist á fjöldann og síðan hæfnina.
I tveim efstu tjörnunum eru seiðin hert
eða þjálfuð jafnframt því sem þau eru
fóðruð. Heita vatnið, sem rennur frá ker-
inu í fyrstu tjörnina, er temprað með
rennsli úr áðurnefndu 12“ röri. Rennslis-
magnið fer eftir hitastigi árinnar og súr-
efnismettun vatnsins. Nákvæmni á hita
og rennsli á þessu stigi er nauðsynleg
fyrst í stað, en auka ber rennslismagn,
þegar á líður. Leyfi hitastig árinnar aukið
rennsli, er sjálfsagt að auka það eins og
kostur er, en minnka aftur í fóðrun og við
lækkandi hita.
Þegar seiðin hafa náð 5-6 sm, eru þau
flutt í tjörn II. Þessi tjörn fær vatnsrennsl-
ið úr tjörn I, og að auki möguleika með 12“
plaströri. Vatnið úr tjörn I er gert súrefnis-
ríkt með neti eða grind í eins hárri bunu
og hægt er að koma við. I tjörn II er fyrst
og fremst lögð áhersla á líkamlegan styrk
seiðanna, jafnframt fóðrun, með auknu
rennsli og að jafnaði kaldara vatni, því
að ekki er hugsað um aukinn hita umfram
það sem áður er sagt. I þessari tjörn fer
fram hin fyrsta hæfnisgrisjun.
Vatnið rennur nú í þriðju tjörnina,
og er gert súrefnisríkt, og enn bætist við
12“ rör, sem gerir mögulegt að fjórfalda
straum og vatnsmagn. Hér er enn lögð
áhersla á líkamlegan styrk.
Þegar meiri eða mesti hluti seiðanna
hefur náð göngustærð, eru þau flokkuð til
sleppinga eða í eldi, þau merkt og rann-
sökuð að vild. Þau seiði, sem talin eru
hæfust sem gönguseiði (sleppiseiði), eru
sett í neðstu tjörnina. I þessari tjörn er
ennþá meiri áhersla lögð á vatnsrennsli.
Fóðrun er minnkuð smám saman, og seið-
unum gefinn kostur á að yfirgefa tjörnina
að vild, en að lokum er tjörnin tæmd. Þau
seiði, sem voru eftir í tjörn III, eru fóðruð
lítið eitt áfram, ef þörf þykir, síðan eru
þau seld eða flutt í sjávareldi.
I stað hitaspírals í keri er hægt að koma
fyrir hitaspíral inni í fyrsta inntaksröri.
Ef hægt er að nota lifandi fóður, er það til
mikilla bóta í sambandi við eldi á göngu-
flski, sé það notað með dauðu fóðri á seinna
stigi eldisins. Fóðrun skal alltaf fram-
kvæmd úr fjarlægð, svo að seiðin hænist
ekki að manninum.
í þessu eldi þarf aldrei að óttast flóð,
því að rennslið takmarkast af flutningsgetu
röranna, sem má aftur takmarka með
lokum. Vatnið gelur gruggast og snögg-
kólnað, og það er æskilegt, þar sem verið er
að ala upp fisk, sem á að koma einmitt í
þetta vatn aftur.
Yfirborðsvatn á ekki að geta komið í
tjarnirnar, sé rétt frá svæðinu gengið. Hins
vegar gæti runnið vatn í tjarnirnar neðan
frá, séu stokkar þeirra lægri en árfarvegur-
VEIÐIMAÐURINN
39