Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 24
Það var hlýtt og það var logn og það var
angan af votri björkinni og það var þögn
og hér var gott að vera.
Aðal legustaður laxins er við stóra steina
þar sem ósinn þrengist, því þar er örlítill
straumur í þessum annars lygna árspotta.
Sonurinn var lagstur á hnén, því þetta
er mjög viðkvæmur veiðistaður, og ég þarf
ekki að spyrja um fluguna, það hlýtur að
vera „Black sheep“ og hans uppáhalds-
lína nr. 8, með hægsökkvandi enda.
Við reyndum einar 10 flugur hvor, án
þess að verða varir við minnstu hreyfingu
og þreytan var farin að segja til sín, enda
ekki þægilegt til lengdar að kasta á hnján-
um.
Við lögðum á ráðin, - ég með minn
kaffíbrúsa og samloku, hann með sitt
„Prince Polo og Coca cola“, og við horfð-
um íbyggnir á svipinn út á ládauðan vatns-
ílötinn.
„Skyldi vera hér nokkur lax?“
Klukkan var að verða níu, tíminn var að
renna frá okkur - það var tekin skyndi-
ákvörðun, ég skipti yfír í flotlínu og hnýtti
á „Katy“.
Það er einskonar þurrfluga, sem Stefán
Halldórsson, sá hagléiksmaður, hafði
hannað þá um sumarið, daginn áður en
hann fór í Elliðaárnar, með því áheiti, að
ef hann fengi lax á hana, myndi hann skíra
hana í höfuðið á konu sinni, sem átti afmæli
þann dag.
Stefán færði konu sinni 5 laxa í afmælis-
gjöf á miðjum degi þ. 11. ágúst 1983, alla
fengna á „Katy“.
Hún er með ljósbrúnum búk og ávölu
silfurvafí, gráum vængjum (Mallard), sem
eru næstum lóðréttir við búkinn, rauðgulu
skeggi, sem nær þó nokkuð fram fyrir bug
og með stórum rauðum haus.
Eg úðaði hana vel með ,,silicone“ og
einnig flugutauminn.
Það var kastað um það bil 45° and-
streymis og dregið hægt, næstum ekkert,
hún var látin berast mjúklega með þessu
22
VEIÐIMAÐURINN