Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 19

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 19
Rafn Hafnfjörð Þrír 7 punda með stuttu millibili Það þykir varla í frásögur færandi að fá þrjá 7 punda með stuttu millibili, en þetta var svolítið óvenjulegt, og þess vegna finnst mér við hæfi að veita öðrum veiði- mönnum hlutdeild í því. Það hafa verið skiptar skoðanir meðal veiðimanna um það, hvaða ferskvatnsfisk sé skemmtilegast að veiða á stöng. Flestir segja lax, öðrum finnst ekkert jafnast á við stóran urriða, enn aðrir nefna sjóbirting og vaxandi er sá fjcldi, sem tekur bleikju fram yfir aðrar tegundir. Mér hefur hlotnast sú ánægja að veiða allar þessar tegundir, frá því ég var smá- hnokki, og geri enn á hverju sumri, með sömu barnslegu ánægjunni og fyrir 50 ár- um, er það lánaðist að leggja með sér síl- spikaða sjóbirtinga úr læknum í Hafnar- firði. Þar reisti Jóhannes Reykdal fyrstu rafstöðina á Islandi og Dvergarnir byggðu þar eina heljarmikla túrbínustöð, sem hafði oft á tíðum að geyma gríðarstóra silunga, sem aðeins var á færi djörfustu strákanna að glíma við, því það þurfti að klifra upp á háan vatnsgeymi, sem var bæði slímugur og sleipur, til þess að geta rennt fyrir dolpungana. Það var þarna, við þennan læk, sem margur veiðimaðurinn varð til, á þennan Rafn að landa 7-pundaranum við Brunnhellishró - Miðkvíslarstíflan í baksýn (íjósm. KJ). rammíslenska máta, sem nefndur er skóli reynslunnar, - hann var oft harður og miskunnarlaus, en hann hefur reynst mörgum gott veganesti, sem fremur léttir en íþyngir á langri vegferð. Þær komu sér vel, stóru klappirnar í Hamrinum, til að þurrka pjönkur sínar á, því oft þurftum við að fara úr hverri spjör og það mátti varla í milli sjá hvor reiturinn VEIÐIMAÐURINN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.