Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 23
Hann var 7 pund og 72 sm (íjósm. RHi.
staka gildi, sem er ólýsanlegt og kallar
okkur aftur og aftur að hinum kristaltæru
perluböndum, sem liðast um hina ægi-
fögru náttúru landsins.
Þarna tepgdu blýgráir skýjagarðar,
bryddaðir rauðgulum sólstöfum, iðjagrænt
kjarrið að sunnanverðu og fannhvíta tinda
Skarðsheiðar að norðan.
Eg hrökk við, þegar drengurinn sagði:
„Er þetta ekki silungur?“
Þvílík móðgun, stöngin þanin til hins
ítrasta og ég með mestu pressu á hjólinu,
en samt var ekkert lát á fiskinum.
Svona þumbaðist hann í um það bil 15
mínútur, en þá var hann farinn að nálgast
land og sonurinn byrjaður að gera sig
líklegan til að sporðtaka hann, með því
að vaða út í ána fyrir neðan fiskinn.
Þá kom þessi ónotalega fullyrðing,
því við vorum á laxveiðum: „Jú, jú, þetta
er sko silungur eins og mig grunaði.“
Síðan sporðtók hann fiskinn, og mér til
mikillar undrunar kom upp úr vatninu
þessi líka fallegi silungur.
Við stóðum þarna stjarfir dágóða stund
og dáðumst að litasamsetningunni: „Gul-
ur, rauður, grænn og blár . . .“
Hvaða fisktegund var þetta?
Það þurfti að kalla til fiskifræðing, til
að fá úr því skorið, og hann fullyrti, að
þetta væri leginn sjóbirtingur!
Hann var 7 pund og 72 sm.
Við erum nú komnir á Efristað þarna í
Selósnum, um það bil hálfri klukkustund
síðar.
Sólin er að hníga í vestri og skýjagarð-
arnir hafa leyst upp í smáhnoðra, sem nú
eru baðaðir purpurarauðum geislum.
VEIÐIMAÐURINN
21