Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 38

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 38
stoðum undir það, sem að framan er sagt: Þar sem tvær ár renna saman í eina, eru seiðin, sem ganga niður, þeim megin í ánni, þar sem vatnskeims þeirra gætir. Þegar laxinn kemur til baka, hagar hann sér nákvæmlega eins. Hann þarf þá stund- um að bíða, oft svo vikum skiptir, áður en hann gengur í hliðarána, og virðist því þurfa ákveðna mettun, eða eitthvað ná- kvæmara en það sem fyrir er. Hann bíður flóðs eða breytinga ekki vegna vatns- magnsins, heldur vegna keimsins, og gengur oft ekki fyrr en flóð eru afstaðin. Dæmi: Austurá og Vesturá sameinast í Miðfjarðará. Laxinn gengur yfirleitt við- stöðulaust upp í Vesturá. I Austurá rennur Núpsá, og laxinn sem ætlar þangað, bíður oft lengi við ármót Austurár og Vesturár. Sé keimur Núpsár lítill, er næstum öruggt, að Núpsárlaxinn bíði þar til keimurinn verður ákveðnari, og fer þá saman sterkari keimur og meira vatn. Þetta vatnasvæði, Miðfjarðarársvæðið, er eitt hið ákjósanlegasta til rannsókna á göngufíski. Þar mynda þrjár ár eina, við það myndast fimm vatnasvæði og hugsan- lega eru sex laxastofnar á svæðinu: 1. stofn gengur í Austurá, 2. stofn í Núpsá, 3. stofn í Austurá/Núpsá, 4. stofn í Vesturá, 5. stofn í efri hluta Miðfjarðarár og sennilega sá 6. í neðri hluta Miðfjarðarár. Árangur af seiðasleppingum Reynsla mín af sleppingum er þessi: Gönguseiði. Arangurs er aðeins að vænta, ef seiðin eru alin upp í því vatni, sem þau eiga að ganga aftur í. Til bóta er að sleppa þeim eins ofarlega og hægt er, sé vatnið það sama, annars er það verra. Sumaralin seiði. Arangur er meiri en við sleppingu gönguseiða, og meiri, ef hægt er að sleppa þeim í sama vatnskeim og þau eru alin upp í. Yfirleitt er betra að sleppa þessum seiðum um og neðan við miðja á, klaklaxinn sér um efri hluta ánna. Mjög gott er að dreifa þessum seiðum sem mest í sleppingu, setja þau ekki öll í sama hylinn. Fjöldi má ekki vera meiri en sem svarar 10 stk. pr. veiddan lax í meðalári, sem þýðir 12-15 þúsund seiði í stærri árnar. Kvikpokaseiði. Mikils árangurs er að vænta, svo framarlega sem vatnasvæðið er ekki ofsetið. Bestu staðirnir eru efst í ánum og helst þar sem sef og gróður skýlir seiðunum. Afföll eru mjög mikil. Fóðrun af og til er til bóta, hafi þau fengið fóðrun áður en þeim var sleppt, og sé hægt að koma henni við. „Staðareldi“ Við hinum miklu sveiflum í náttúrunni, og til þess að vera þeim óháður í sambandi við eldi á göngufiski, er aðeins eitt svar: „Staðareldi“. Staðareldi er það, að seiðin, frá klaki til göngustærðar, eru alin upp og fóðruð í vatni móðurárinnar, tekið í hliðarrennsli úr og við aðalána í sérhannaðar „tjarnir“. Tjarnirnar eru fjórar eða fleiri, lágmark fjórar. Yngstu seiðin eru alin í þeirri efstu, og eldri eftir því sem neðar dregur, þannig að gönguseiðin eru í þeim tveim neðstu. Vatnið frá tjörnunum rennur til móður- árinnar aftur. Kostir. Kostirnir við staðareldi eru ótal margir og fyrst og fremst þeir, að fiskurinn er alla tíð alinn upp í því vatni, sem hann gengur aftur í. Það er því alger- lega öruggt, að seiði (rétt) alin í staðareldi skila sér aftur, svo framarlega sem þau lifa sjávarvistina af. Staðareldi tekur enga næringu frá sjálfri ánni, af því að seiðunum er aldrei sleppt í sjálfa ána (þ.e. þeim seið- um, sem sleppa á) fyrr en þau hafa náð fullri göngustærð, og þess vegna raskast ekki náttúrulögmál árinnar. 36 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.