Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Síða 19

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Síða 19
Rafn Hafnfjörð Þrír 7 punda með stuttu millibili Það þykir varla í frásögur færandi að fá þrjá 7 punda með stuttu millibili, en þetta var svolítið óvenjulegt, og þess vegna finnst mér við hæfi að veita öðrum veiði- mönnum hlutdeild í því. Það hafa verið skiptar skoðanir meðal veiðimanna um það, hvaða ferskvatnsfisk sé skemmtilegast að veiða á stöng. Flestir segja lax, öðrum finnst ekkert jafnast á við stóran urriða, enn aðrir nefna sjóbirting og vaxandi er sá fjcldi, sem tekur bleikju fram yfir aðrar tegundir. Mér hefur hlotnast sú ánægja að veiða allar þessar tegundir, frá því ég var smá- hnokki, og geri enn á hverju sumri, með sömu barnslegu ánægjunni og fyrir 50 ár- um, er það lánaðist að leggja með sér síl- spikaða sjóbirtinga úr læknum í Hafnar- firði. Þar reisti Jóhannes Reykdal fyrstu rafstöðina á Islandi og Dvergarnir byggðu þar eina heljarmikla túrbínustöð, sem hafði oft á tíðum að geyma gríðarstóra silunga, sem aðeins var á færi djörfustu strákanna að glíma við, því það þurfti að klifra upp á háan vatnsgeymi, sem var bæði slímugur og sleipur, til þess að geta rennt fyrir dolpungana. Það var þarna, við þennan læk, sem margur veiðimaðurinn varð til, á þennan Rafn að landa 7-pundaranum við Brunnhellishró - Miðkvíslarstíflan í baksýn (íjósm. KJ). rammíslenska máta, sem nefndur er skóli reynslunnar, - hann var oft harður og miskunnarlaus, en hann hefur reynst mörgum gott veganesti, sem fremur léttir en íþyngir á langri vegferð. Þær komu sér vel, stóru klappirnar í Hamrinum, til að þurrka pjönkur sínar á, því oft þurftum við að fara úr hverri spjör og það mátti varla í milli sjá hvor reiturinn VEIÐIMAÐURINN 17

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.