Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Síða 17

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Síða 17
#3* Sumarið alltí Kjósinni Nú er brúnin farin að lyftast eftir langan vetur. Það er komið vor og fyrstu laxarnir famir að þefa sig að heimkynnum sínum við tilheyrandi tilhlökkun veiðimanna. Spurningar vakna um hvort nú verði betri veiði en í fyrra eða hvort nú sé komið að því að þetta springi virkilega út með risagöngum, laxi út um allt og allt verði vitlaust. Það er einmitt þessi seinasta hugsun og von sem fær veiðimenn til þess að kaupa vorleyfi í ánum hér á Suðurlandi og þá oftar en ekki í Laxá í Kjós. í Laxá í Kjós hefst veiði 10. júní og er þá alltaf kominn fiskur, það er hins vegar óvíst hversu mikið er komið og hversu hratt hann gengur upp. Það virðist fara eftir vatni og hita hversu lengi fiskur dvelur fyrir neðan Laxfoss. Bestu staðirnir í byrjun eru alltaf frá Laxfossi og niður að brú en að öðrum veiðistöðum ólöstuðum er Kvíslafoss heitastur. Þar er lax frá byrjun og allt sumarið og stundum mjög mikið af honum. Oftast heldur fiskurinn sig við straumtaglið en getur einnig legið ofar og neðar. Veiðimenn sem koma að fossinum að morgni ættu alltaf að fara varlega fram á klappirnar því fiskur getur legið nálægt landi. Ef vatn er mikið stöðvast einnig fiskur norðan megin og má þá veiða báðar kvíslar fossins. Pallarnir neðan fossanna geta í raun flestir haldið fiski en þó eru Lækjar- breiðurn-ar bestar en þessir staðir eru þó allir göngustaðir og fiskur gengur oftast hratt gegnum þá. Það gildir því sú regla að prófa þá oft þegar fiskur er í göngu. Júní 2005 Veiðimaðurinn 17

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.