Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 17

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 17
#3* Sumarið alltí Kjósinni Nú er brúnin farin að lyftast eftir langan vetur. Það er komið vor og fyrstu laxarnir famir að þefa sig að heimkynnum sínum við tilheyrandi tilhlökkun veiðimanna. Spurningar vakna um hvort nú verði betri veiði en í fyrra eða hvort nú sé komið að því að þetta springi virkilega út með risagöngum, laxi út um allt og allt verði vitlaust. Það er einmitt þessi seinasta hugsun og von sem fær veiðimenn til þess að kaupa vorleyfi í ánum hér á Suðurlandi og þá oftar en ekki í Laxá í Kjós. í Laxá í Kjós hefst veiði 10. júní og er þá alltaf kominn fiskur, það er hins vegar óvíst hversu mikið er komið og hversu hratt hann gengur upp. Það virðist fara eftir vatni og hita hversu lengi fiskur dvelur fyrir neðan Laxfoss. Bestu staðirnir í byrjun eru alltaf frá Laxfossi og niður að brú en að öðrum veiðistöðum ólöstuðum er Kvíslafoss heitastur. Þar er lax frá byrjun og allt sumarið og stundum mjög mikið af honum. Oftast heldur fiskurinn sig við straumtaglið en getur einnig legið ofar og neðar. Veiðimenn sem koma að fossinum að morgni ættu alltaf að fara varlega fram á klappirnar því fiskur getur legið nálægt landi. Ef vatn er mikið stöðvast einnig fiskur norðan megin og má þá veiða báðar kvíslar fossins. Pallarnir neðan fossanna geta í raun flestir haldið fiski en þó eru Lækjar- breiðurn-ar bestar en þessir staðir eru þó allir göngustaðir og fiskur gengur oftast hratt gegnum þá. Það gildir því sú regla að prófa þá oft þegar fiskur er í göngu. Júní 2005 Veiðimaðurinn 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.