Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Page 4
FRÁ RITSTJÓRA ^
AÐ KUNNA
EKKIAÐ
SKAMMAST SÍN
/
Eg hef komist að því undanfarnar vikur að líklega er eins fyrir
mér komið og mörgum í þjóðfélaginu á þessum síðustu og
verstu tímum að ég kann ekki að skammast mín. Ef til vill
rekur einhvern í rogastans yfir þessari fullyrðingu og kann
sá sami að spyija: Hvurn fjandann hefur hann nú gert af sér?
Síðastliðin tvö ár hef ég reynt að gera Veiðimanninn eins vel úr
garði og mér er unnt.Verkefnið er að gefa út blað með fjölbreyttu
efhi um stangveiði og náttúruupplifún, gera til hæfis bæði laxveiði-
mönnum og snillingum í silungsveiði í bland við fróðleik um flugu-
hnýtingar, fúgla- og náttúruskoðun og birta einstaka grein um fólk
sem kann að fara með skotvopn í villtri náttúru Islands.
Nú hefur mér tekist að koma við kaunin á tveimur afar rnikil-
vægum hópum í samfélaginu með þessum umsvifum mínum.
Pólverjum og konum. Eg á að hafa misboðið Pólverjum og
konum sem finnst sinn hlutur fyrir borð borinn.
Oþarfi er að rekja söguna um Pólveijann sem veiddi geddur sér
til ánægju á manndrápsfleyi á fallegu vatni í Póllandi en hana
töldu þeir sem gæta hagsmuna útlendinga hérlendis stimpla alla
Pólveija sem veiðiþjófa. Eg var og er algjörlega ósammála því.
Skömmu eftir útkomu síðasta tölublaðs Veiðimannsins sem
kom út í lok nóvember á síðasta ári fóru mér að berast til eyrna
sögur þess efnis að stór hópur voldugra kvenna innan Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur væri óhress með efnistökin í blaðinu. I
Veiðimanninum væri ekki minnst á konur og þaðan af síður
börn.Veiði væri hins vegar fjölskylduíþrótt og um hana ætti að
fjalla sem mest á slíkum nótum og einnig væri bráðnauðsynlegt
að gera hinni kvenlægu reynslu við veiðiskapinn betri skil í
blaðinu þannig að það endurspegli bæði kynin.
Eg skrifaði þessum heimildarmanni mínum póst til baka þar
sem ég kvaðst alls ekki kannast við þetta kvenmannsleysi blaðsins.
Eg hefði einmitt fjallað um veiðiástríðu eiginkonu minnar í
umræddu tölublaði, mynd hefði verið af konu í hlýjum fótum á
einni blaðsíðu og að auki væri fjallað um skaðræðis þurrflugu í
blaðinu sem héti nafni sem minnti á það líffæri kvenna sem flestir
karlmenn elska ef þeir eru ekki i „hinu liðinu.“ Og móðgast nú
áreiðanlega þriðji hópurinn!
Skömmu eftir að ég hafði sent frá mér þennan póst fékk ég
annan sem var undirritaður af þungavigtarkonum í veiðinni.
Yfirskrift þessa póst var „Veiðikarlinn" og blaðinu lýst sem
algjöru karlrembublaði.
Eg er þessum konum, sem gagnrýna blaðið, alveg hjartanlega
sammála. Eg hef bara alveg sniðgengið hin kvenlægu viðhorf til
stangaveiðinnar. Það hafa slysast inn á borð til mín myndir af
konum við veiðar sem ég hef birt alveg hugsunarlaust í blaðinu en
að það hafi verið fjallað um stangveiðina út frá sérstökum
kvenlegum sjónarmiðum - nei það hefur ekki verið gert.
Kannski er ástæðan fyrir þessu sú að það var einmitt kona sem
kveikti í mér veiðiástríðuna, logann sem síðan hefur ekki
slökknað, þótt hann dofnaði um tíma og beindist þá kannski að
annars konar og ekki síðri veiðiskap. Förum ekki nánar út í
það! Konan sem kenndi mér að veiða var einsetukona vestur á
fjörðum sem vissi ekkert skemmtilegra eða meira spennandi en
að renna fyrir silung í ánni sem liðaðist gegnum landareign
hennar. Eða kasta fyrir hann spæni í sjónum. Var hún býsna
klókur og þolinmóður veiðimaður. Hún kenndi mér að þræða
maðk á öngul og að þreyta sjóbleikjur í stað þess að reyna draga
þær á land eins og þyrsklinga. Og margt annað kenndi hún mér
þessi kona sem hefur reynst mér notadrjúgt í lífinu.
Þess vegna er mér kannski ekki tamt að h'ta á veiðina sem eitthvað
kynbundið fyrirbæri. Fyrir mér er ósköp eðlilegt að fólk veiði á
stöng, hvort sem karlar eða konur eiga í hlut. Eg á hins vegar
fjarskalega erfitt með að skilja fólk sem hefur ekki í sér snefil af
veiðiástríðu og er með tepruskap yfir því að snerta á fiski.
Eg skammast mín því ekkert fyrir þessa yfirsjón en skal reyna að
bæta úr henni. Allar ritfærar konur sem búa yfir veiðireynslu eru hér
með beðnar um að hðsinna mér við þetta verkefni að gera
Veiðimanninn að jöfnu kvenlægan og karllægan, sannkallað „Familie
Journal" stangveiðimanna. Allar hugmyndir í því sambandi eru vel
þegnar. Ritstjóri Veiðimannsins skorar á konur í Stangaveiðifélagi
Reykjavikur að senda inn myndir og greinar. Látið ekki deigan síga
og hamrið járnið meðan það er heitt.
Góðar stundir,
Bjarni Brynjólfsson
Útgefandi Heimur hf. (www.heimur.is)
í samvinnu við Stangaveiðifélag
Reykjavíkur (www.svfr.is)
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Bjarni Brynjólfsson
Netfang: bjarni@heimur.is
Ritstjórnarfulltrúi SVFR: Þorsteinn Ólafs
Hönnun og umbrot: Halli Egils
Netfang: halliegils@mac.com
Auglýsingastjóri: Ingvar Kristjánsson
Netfang: ingvar@heimur.is
Beinn sími: 512-7547
Prófarkalestur: Gylfi Pálsson
Netfang: gylfi@centrum.is
Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi, Reykjavík
APRÍL 2009 I Nr. 188
FLJÓTT FLÝGUR
FISKISAGAN
Skrifið bréf til Veiðimannsins og sendið
okkur fróðlegar veiðisögur og myndir.
Netfang ritstjórans er:
FORSÍÐUMYND bjarni@heimur.is
Myndina tók Lárus Karl Ingason af syni
sínum Inga Lárussyni ÍYtri Rangá.