Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 8

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 8
I DRAUMAHYLURINN C Stórlax af Malareyrinni sumarið 2008. Draumaveiðistaðurinn minn er í Fnjóská, nánar tiltekið í hávöðunum á fyrsta svæði neðan við laxastigann. Þarna eru margir veiðistaðir á stuttum kafla og mjög misjafnt eftir vatnsmagni hvar bæði lax og bleikja heldur sig. Þarna hef ég lent í mörgum ævintýrum enda umhverfi árinnar erfitt yfirferðar og alltaf von á þeim stóra. Helstu veiðistaðirnir á þessum stutta kafla eru Kolbeinspoflur, Hellan, Malareyri, Bjarghorn og Skúlaskeið. Þegar mikið vatn er í ánni og fiskur að ganga er hægt að lenda í fiski alls staðar á þessu svæði frá laxastiga og niður undir gömlu brúna. Vatnsmagnið er mikið og nýrunninn fiskur getur hvílt sig smástund alls staðar þar sem skjól er að fa áður en ráðist er á næsta þröskuld. Mér finnst skemmtilegast að veiða þarna snemmsumars, frá opnun og fram yfir miðjan júlí. Þá er mikið vatn og fiskurinn getur því legið víða. Sprettharðar bleikjur eru komnar smáspöl frá hafinu og grálúsugir laxar gefa ekkert eftir og eru kolvitlausir taki þeir fluguna.Afltaf þegar ég kem á staðinn og horfi yfir svæðið á þessum tíma finn ég fyrir mikilli spennu. Yfirleitt sjá veiðimenn marga fiska en stundum taka líka 8-10 punda bleikjur eða rúmlega 20 punda nýrunninn lax og þá kiknar maður í hnjáliðunum af spenningi. Á þessu svæði er oftar sýnd veiði en gefin eins og við veiðimenn þekkjum - en ekki alltaf. Á vorin finnst mér skemmtilegast að veiða svæðið með því að fara oft á milh staða og vera vel vakandi. Þótt ekki sé fiskur einum hyl þá stundina getur hann verið þar nokkrum mínútum seinna, enda er fiskurinn á göngu og þarf að fara um margar hindranir. Ég hef margoft lent í því að þótt lítið sé að gerast í byijun vaktar og búið að reyna á öllum stöðum, þá fer allt í einu aflt af stað. Nýr fiskur getur verið að koma inn um klukkan ellefu á morgunvaktinni. Það þýðir því lítið að gefast upp þótt lítið sé að gerast heldur margborgar sig að fara oft yfir sömu staðina og reyna sem víðast. Mér eru minnisstæð tvö atvik þar sem nákvæmlega þetta gerðist. I fyrra sinnið var ég að veiða með Brynjari Erni Baldvinssyni, félaga mínum. Það haíði verið rólegt á vaktinni hjá okkur.Við vorum með báðar stangirnar og vorum búnir að fá nokkrar smábleikjur en annað ekki. Klukkan var orðin rúmlega tólf.Við 8 4 '09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.