Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Page 10

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Page 10
I Ú R FLUGUKLEMMUNNI C Blátt virkar vel á Kólaskaga. Alexander segir að íslenskar flugur eigi jafnvel við þar og í heimalandinu. FLUGURNAR HANS ALEXANDERS SELIVERSTOVS Ritstjóri Veiðimannsins fór í ævintýralegan veiðitúr til Rússlands síðasta vor, ferðasagan birtist í síðasta tölublaði. Einn af leiðsögumönnunum er gamalreynd veiðikló sem þekkir árnar á Kólaskaga eins og lófannásér.SáheitirAlexanderSeliverstov og er forfallinn fluguveiðimaður og hnýtari. Það var athyglisvert að fá að skoða fluguboxin hans. Hann var hins vegar ófáanlegur til þess að selja flugurnar sínar. Sagði einfaldlega að það myndi gjörsamlega eyðileggja fýrir honum ánægjuna við hnýtingarnar. „Ég hnýti bara flugur vegna þess að mig langartil þess." Þessar tvær eru fínar og fjólubláar, í þær eru notuð sælgætisbréf. Mörg smáatriðin gætu heillað laxfiska Veiðimaðurinn fékk hins vegar að taka myndir af flugunum hans og þrátt fyrir óburðugar aðstæður til myndatöku gefa myndirnar nokkuð vel til kynna hvernig þær eru. Alexander sagði að allar íslensku flugurnar sem hann hefði séð hjá íslenskum veiðimönnum myndu líka reynast vel í ám á Kólaskaga. Alexander notar mikið langar, bekkjóttar hana- hálsfjaðrir í ýmsum litum til að hnýta flugur með löngum hala, ekki í ósvipuðum stíl og hin fræga straumfluga Rektorinn er. Hann brúkar fjólublá glitefni og spunnin hjartarhár til að fá flot í flugurnar. Þær flugur eru hnýttar í eins konar Muddler 10 4 '09

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.