Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 15

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 15
svnt SVFR-PUNKTAR Þér létu sig ekki vanta á aðalfundinn enda með yfir 200 ára samanlagða veiðireynslu á bökkum áa. Frá vinstri Friðleifur Stefánsson, Halldór Þórðarson, Ólafur Ólafsson, Hannes Valgarð Ólafsson og Lýður Jónsson. Ljósmynd: Golli. enn fylgt eftir og vonandi tækist að koma því í höfn. Hins vegar væri það leiga SVFR á urriðasvæðunum í Mývatnssveit og Laxárdal.Vissulega gæti rekstur svæðanna orðið SVFR þungur í skauti en öll él birti upp um síðir og þegar það gerðist þá væri gott að vera með þessi góðu veiðisvæði innan félagsins. Bjarni nefndi einnig að það væri jákvætt að stjórn SVFR væri í viðræðum við veiðiréttareigendur vegna stöðu mála og vonandi myndu þær viðræður skila tilætluðum árangri. Bjarni þakkaði að lokum stjórn fýrir mikið og gott starf i þágu félagsins á starfsárinu. Stjórn SVFR lagði til að félags- og inntökugjöld í félagið yrðu óbreytt milli ára og var það samþykkt samhljóða á fundinum. Stjórn og formaður endurkjörin Guðmundur Stefán Maríasson var sjálfkjörinn formaður til eins árs þar sem hann var einn í framboði til formannsembættis. Hið sama gilti um þá þrjá sitjandi stjórnarmenn sem lokið hefðu kjörtímabili sínu, þeir einir gáfu kost á sér til stjórnarsetu. Gylfi Gautur Pétursson, Marinó Marinósson og Þorsteinn Olafs voru því sjálfkjörnir í stjórn SVFR næstu tvö árin. Fyrir eru í stjórn Arni Friðleifsson, Bernhard A. Petersen og Eiríkur St. Eiriksson. Skoðunarmenn ársreikninga næsta ár voru einnig endurkjörnir, þeir Arni Björn Jónasson og Finnbogi Guðmundsson sem aðalmenn og Erling Guðmundsson til vara. Fimm sitjandi fulltrúar í fulltrúaráði sem voru að ljúka kjörtímabili sínu gáfu allir kost á sér til endurkjörs. Engin mótframboð bárust og því voru þeir Benedikt Lövdahl, Edvard Ólafsson, Ólafur Kr. Ólafsson, Ragnheiður Thorsteinsson og Þórólfur Halldórsson sjálfkjörin til setu í stjórn fulltrúaráðs næstu tvö árin. Önnur mál Áður en fundarstjóri gaf orðið laust las hann upp tillögu frá stjórn SVFR um Elliðaárnar og kvaðst leggja tillöguna fram til umræðna áður en greidd yrðu atkvæði um hana. Önnur mál væru sömuleiðis til umræðu. Tillagan var svohljóðandi: „Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjaiákur mótmxlir hdrðlegaframkominni tillögu um breytingu á deiliskipulagi! Víðidal. Verði deiliskipulaginu breytt á þann hátt sem tillagan kveður á um og ráðist íframkvæmdir á þeim grundvelli, munu þær stofna viðkvæmu lífríki Elliðaánna í stórkostlega hættu. Ljóst er að lífríki Elliðaánna hefur átt utidir högg að sækja mörg undanfarin ár vegna sívaxandi áreitis og umróts i nánasta umhvefi ánna. Hvarvetna er sótt að Elliðaánum á margvíslegan máta; á undanförnum árum með íbúðabyggð á Norðlingalwlti og við Elliðavatn og ná síðast erfyrirhuguð bygging slökkvistöðvar neðan Stekkjarbakka, nánast á bakka Elliðaánna. 4 09 15

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.