Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 17

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 17
Ungur nemur, gamall temur - þriðji ættliður að kenna þeim fjórða. IVIargrét Þóra Kristmannsdóttir kennir dóttur sinni Birtu Dís Sigurjónsdóttur réttu handtökin við veiðar í Stekkjarfljótinu út af Stekknum í Norðurá síðastliðið sumar en Norðuráin gaf þá metveiði eða 3.308 veidda laxa. sömuleiðis vilja að upphafveiði- tímabilsins yrði fært aftar, t.d. til 5. júlí, og veitt yrði lengur fram á haustið því oft væri nóg af fiski í ánni í lok veiðitímabilsins. Einar niinnti á að öflugt klakstarf hefði skilað frábærunt árangri í Rangánum og fiskgengd þar hefði verið með eindæmum góð og veiðitölur hefðu verið ótrúlegar. I ljósi þess væri það lágmark að veiðiréttareigendur við Stóru-Laxá legðu meira af mörkum í stað þess að þiggja bara aukinn arð á sama tíma og rekstur SVFR kæmi út í tapi. Miklar blikur væru á lofti og veiðiréttareigendur yrðu að taka á sig skellinn eins og aðrir landsntenn. Guðmundur Stefán Maríasson formaður kvaddi sér næstur hljóðs og svaraði Einari.Varðandi Elliðaárnar væri því til að svara að Orkuveita Reykjavíkur færi með forræði yfir ánum og ákvæði veiðifyrirkomulag, þar með talinn kvóta. Kvótinn í sumar hefði verið skertur vegna þess að seiði sem setja átti í árnar hefðu drepist. Ekki væri því hægt að segja að tveggja laxa kvóti hafi verið ákveðinn til frambúðar. Guðmundur sagðist deila áhyggjum Einars vegna Stóru-Laxár en það mætti koma fram að net færu nú síðar niður í Hvítá og Ölfusá en áður. Aform hefðu verið uppi um að auka seiðasleppingar enVeiðimálastofnun hefði lagst gegn því. Þá væri ekki leyfilegt lögunt samkvæmt að veiða lax lengur en til 30. september nema í ám þar sem veiðin byggðist alfarið á sleppingum gönguseiða. Stóra-Laxá væri ekki í þeim flokki. Einar fékk nú orðið á nýjan leik og las upp tillögu sem fól í sér að kvóti í Elliðaánum verði aukinn úr tveimur löxum í fjóra laxa á stöng. Fundarstjóri vakti athygli Einars og fundarmanna á því að þar sem að Orkuveita Reykjavíkur ákvæði kvótann þá væri í mesta lagi hægt að beina því tíl stjórnar SVFR að taka kvótamálin upp við Orkuveituna.Var Einar sáttur við þá málsmeðferð og tillaga hans í framhaldi af því samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Aður en fundarstjóri gafforntanni SVFR færi á að flytja lokaorð, skaut Einar því að úr sæti sínu að hann hefði gleymt að nefna ýlurnar í tillögu sinni. Fundarstjóri lagði því til að stjórn SVFR myndi skoða ýlumálið sérstaklega. Lokaorð Guðmundur Stefán Maríasson formaður sagðist hafa átt von á líflegri umræðum á aðalfundinum í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem nú væri i þjóðfélaginu. Hann sagðist vonast til þess að ekki skapaðist hættuástand á komandi ári. Formaður sagði að í viðræðum stjórnar SVFR við viðsemjendur sína hefði einn aðili nú þegar neitað að verða við skynsamlegum og eðlilegunt óskum SVFR um aðgerðir sem grípa þyrfti til vegna efnahagsástandsins og ört vaxandi verðbólgu. Formaður sagði að SVFR myndi ekki láta beygja sig til að hverfa frá sanngjörnum kröfurn og kalla með því stórtap yfir félagið. Hann sagðist loks vilja þakka stjórn og starfsfólki fyrir mikið og gott starf á starfsárinu. Fundarstjóra þakkaði hann fýrir röggsama fundarstjórn. 4 09 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.