Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Síða 21

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Síða 21
VEIÐIKONAN MJOLL Vinkonurnar Guðrún En þarna var ég senl sagt koniin út í raiðjan flauminn fyrir neðan Æðarfossa með leiðsögu- manninum. Hann róaði nú reyndar taugarnar með því að segja mér að þarna væri hvergi djúpt.Við fórum að hyl sem kaflaður er Kerið og settum undir svarta Frances-túpu.Jón Helgi sagði mér síðan að kasta á ákveðinn blett í Kerinu. Ég gerði það og túpan var varla lent í vatninu þegar hún var tekin með ofsakrafti. Þetta gerðist svo snöggt að ég hélt ég hefði fest í steini og væri pikkföst. „Þú hefur sett í risalax," sagði leiðsögu- maðurinn. Og það var enginn smáræðis lax. Hann dró mig niður eftir allri ánni og hama- gangurinn var engu líkur. Við óðum á eftir honum niður eftir Breiðunni og hann reif alla línuna út af hjólinu. Þetta var mikil barátta og tvíhendan kengbogin allan tímann.Við höfðum ekki hugmynd um hvað hann var stór en sáum að þetta var vænn iiskur þegar hann stökk lengst fyrir neðan okkur. Ég landaði honum loksins niðri við bátalægið. Ég lét Jón Helga mæla fiskinn þrisvar til að vera alveg viss um að hann væri áreiðanlega 20 pund. Ég spurði hvort ég rnætti ekki fá hann tíl að stoppa hann upp en hann sagði að reglur væru reglur og við yrðunr að sleppa honum. Svo datt honum í hug að setja hann í klakkistuna og ég samþykkti það og fiskurinn fór í kistuna. Eftir að heim var kornið datt mér hins vegar í hug að hringja á Laxamýri og spyrja hvort ég gæti ekki fengið hann til uppstoppunar eftir að hann hefði verið kreistur. Það reyndist auðsótt,Jóni Helga fannst þetta frábær hugmynd og laxinn var sendur til Akureyrar og nú á ég hann uppi á vegg. Þetta var eini laxinn sem ég veiddi í þessum túr en ferðin var vel þess virði og síðan er ég gjör- samlega heifluð af Laxá. Gumnri fékk síðan 18 punda lax á sama stað þannig að við fengum þarna tvo stórlaxa í beit. Ég man að ég hugsaði allan tímann. „Ég skal ekki missa þennan lax. Hann skal á land.“ Við höfum reyndar ekki farið aftur á Laxamýrar- svæðið en höfuni tekið miklu ástfóstri við ána og veiðum nú i þeim hluta árinnar sem tilheyrir Nesi.“ Veiðiáhuginn hefur ágerst frekar en hitt að sögn Mjallar og nú er hún búin að koma saman kvennaholli sem á sína föstu daga í Nesi. „Við köllum þennan hóp Kavíarklúbbinn og það komast færri í hann en vilja. Þetta eru hressar konur sem hafa áhuga á veiði.Við eruni með átta stangir þarna og erum fjórtán saman um þær.Við vorurn í Nesi 15. - 18. ágúst í fyrra í 26 stiga hita og okkur gekk ágætlega. Þegar leiðsögumennirnir fiéttu að það væri að koma ún Kristmundsdóttir og Mjöli fyrir utan veiðihúsið í Nesi. Kavíarklúbburinn hefur farið saman til veiða í Laxa stundu í veiðihúsinu í Nesi. . Hér er hópurinn á góðri kvennaholl þá hugsuðu þeir sem svo að þetta yrðu léttir og viðburðasnauðir dagar. Það yrði bara sofið út alla morgna og lítið veitt. Sú varð aldeilis ekki raunin.Við vorum mættar í vöðlunum á slaginu klukkan átta á morgnana og nýttum tímann vel. Enda fengum við allar laxa og þijár lönduðu maríulaxinum sínum þarna. Það voru engir smálaxar heldur 13 og 14 punda laxar.Við höfiim áhuga á að fara í fleiri ár en viljum helst fara þangað sem von er á þessum stóru. Við nennum engu veseni eða svona slarkveiði og viljum bara fa fulla þjóuustu. Þar sem ég hef mikla reynslu af rekstri veiðihúsa tók ég mér það bessaleyfi að hringja í kokkinn í Nesi áður en við komurn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.