Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 23

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 23
VEIÐIKONAN MJÖLL Mjöll er mikill aðdáandi aðferðarinnar að veiða og sleppa. Hér sleppir hún laxi í Norðurá. Mjöll er minnisstæð haustferð sem hún fór með eiginmanni sínum í Laxá, Nesveiðar, í fyrra. „Við vorum þarna 8. - 11. september í snjókomu og ég var eina manneskjan sem fékk lax í kafaldinu. Veiðin er svona. Það er alltaf möguleiki ef maður nennir út. Það gerist hins vegar ekkert inni í húsi.“ Fyrir nokkrum árum skellti Mjöll sér á kastnámskeið hjá hinum þekkta flugukastara og veiðileiðsögumanni Klaus Frimor, góð- kunningja þeirra úr Norðurá, en hann hefur starfað talsvert sem leiðsögumaður við ána. „Ég lærði bæði að kasta með einhendu og tvíhendu. Það hljómar kannski undarlega en tvíhendan er rnitt uppáhaldsverkfæri. Ég les mér til um veiðina og er orðin nokkuð vel að mér um flugur og stengur og þess háttar. Það eru einna helst línurnar sem mér fmnst ég ekki þekkja nógu vel. Gumnn sér um það fyrir mig. Mér fmnst allt við veiðina skemmtilegt. Undirbúningurinn, það að velja sér flugu og hnýta hana á, kastið, ögrunin við að fá laxinn til að taka, glíman við að landa honum og síðan rúsínan í pylsuendanum að losa úr honuni og leyfa honum síðan að synda frjálsum aftur út í ána.“ Mjöll ræður sér leiðsögumann þegar hún kannar nýjar ár. „Það margborgar sig að hafa góðan leiðsögumann með sér. Þó að maður kunni vel að veiða vita leiðsögumennirnir miklu meira um ána en maður sjálfur. Þegar ég ræð mér meðhjálpara vil ég hins vegar ekki að hann hnýti flugurnar á fyrir mig og svoleiðis. Ég sé urn allt slíkt sjálf. Ég hef lært mikið af leiðsögumönnunum, bæði upp í Norðurá og eins þeim sem ég hef ráðið sjálf. Maður lærir að gefa hylnum góðan tínia, veiða hann vandlega og lesa vatnið. Yfirleitt byrja ég á að virða veiðistaðinn fyrir mér í rólegheitunum til að sjá hvort fiskur sé nokkuð að hreyfa sig. Síðan tek ég mér góðan tíma til að skipta um flugur. Það getur skipt höfuðmáli því á meðan róast fiskurinn aðeins." Ertu rnjög spennt þegar þú gengur til veiða? „Nei, yfirleitt fer ég frekar rólega af stað. Mér finnst undirbún- ingurinn skemintilegur og spennandi að draga um svæðin. Þetta er bara allt skemmtilegt." Mjöll og Gylfi Gautur í góðum gír með lax úr-Kálfhyl. Mjöll nýtur þeirra forréttinda að fá að veiða með Gylfa Gaut Péturssyni, stjórnarmanni í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, fyrstu veiðidaga sumarsins í Norðurá og eins í stjórnarhollinu í ágúst. „í fyrra áttum við Gylfi Kálthyl og Kálfshylsbrotið,“ segír hún og ég sé það á íbyggnum svip hennar að nú kemur veiðisaga. „Gylfi ákvað að vaða yfir ána og skildi mig eftir við Kálfliylinn en gekk sjálfur niður eftir til að kíkja á brotið. Eg var því ein eftir í Kálfhylnum og Gylfi sagði mér að garga ef ég setti i hann. Ég settist á stein, hnýtti flugu á tauminn í rólegheitum og horfði yfir hylinn. Eftir smástund sá ég lax stökkva neðarlega í hylnum. Ég setti undir Black and Blue og fór yfir hylinn með henni en ekkert gerðist. Þá ákvað ég að setja Hauginn undir. Og eftir nokkur köst setti ég í lax. Guð minn góður! Hvað átti ég nú að gera? Eg vildi alls ekki kalla til Gylfa og var staðráðin í því að landa laxinum ein. Þá fóru að renna á mig tvær grímur. Myndi Gylfi trúa mér ef ég sleppti laxinum að löndun lokinni. Ég var ekki með myndavél og því voru góð ráð dýr. Ég landaði laxinum, fann mér stein og rotaði hann en ég gat ekki hugsað mér að blóðga hann. Um leið og ég var búin að slá laxinn í hausinn tók ég hann upp og gargaði eins hátt og ég gat. Það hefur áreiðanlega heyrst niður í Borgarnes. Ég sá Gylfa koma hlaupandi og hef sjaldan séð jafn mikla ferð á karli. Þegar hann kom stökk ég upp í fangið á honum með laxinn í höndunum. Hann var hrikalega stoltur af mér og sagði: „Nú ertu útskrifuð, Mjöll.“ Ég tók hins vegar þá ákvörðun þarna á staðnum að ég ætla aldrei að drepa lax aftur. Mér er alveg sarna hvort fólk trúir mér eða ekki. Ég drep ekki fleiri."

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.