Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 26
I
SJÓSTÖNG
c
Undanfarin ár hafa erlendir sjóstangaveiðimenn
flykkst til Vestfjarða, sérstaklega frá Þýskalandi, til að
komast í snertingu við litlu sjávarþorpin, bátana og
þá stóru fiska sem undirdjúpin
úti fyrir Vestfjörðum geyma. Flestir eru
á höttunum eftir stórlúðum, stórum
steinbítum, skötusel og golþorskum.
Noregur hefur til þessa verið helsti
áfangastaður sjóstangaveiðimanna í
Evrópu en á íslandsmiðum eru ókönnuð
svæði og það er ástæða velgengni
þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á ævin-
týraferðir á þær slóðir.
Fisherman.is á Suðureyri er án efa
stærsta fyrirtækið á sínu sviði hér á landi
en Fisherman gerir út bæði frá Suðureyri
og Flateyri. Fyrirtækið á 22 Seiglu hrað-
báta og mörg íbúðarhús sem leigð eru
út samhliða bátunum vikutíma í senn.
Gríðarlegur uppgangur hefur verið hjá
fyrirtækinu síðustu árin og mannlífið í
þorpunum lifnar við af þessum sökum
yfirsumartímann.
Þýsku sjóstangaveiðimennirnir eru lunknir við veiðarnar
enda hafa þeir margir hverjir mikla reynslu frá Noregi, Svíþjóð,
Kanada og Alaska. Veiðiaðferðir þeirra eru allsérstakar en þeir
nota mikið margar gerðir og stærðir gúmmífiska með tveimur
þríkrækjum. Bæði stórþorskar og lúður bíta grimmt á þessi
veiðarfæri.Við stórlúðuveiðarnar beita þeirgjarnan smáufsa og
ýsu sem þeir flaka að hluta, fjarlægja beingarðinn úr fisknum
og festa síðan flökin með áföstum hausnum við sökkur. Með
þessari tækni ná þeir að gera beituna eðlilega í djúpinu og ná
frábærum árangri.
Margir erlendir framleiðendur keppast við að hanna sem
eðlilegasta gúmmífiska með áföstum haus úr blýi. Línurnar
eru mjög grannar en níðsterkar til að þær sökkvi sem hraðast
niður á mikið dýpi. Sverar línur taka á sig
mikið rek og þá dugar varla að vera með
eins kílós blýpilka til að veiða á 80-100 m
dýpi. Oft koma sjóstangaveiðimennirnir
ekki með nægjanlega þung veiðarfæri
til landsins vegna yfirvigtar og þá hafa
íslensku fyrirtækin boðið þeim til sölu
það sem til þarf.
Lengd og þyngd fiska sem veiddir
hafa verið er ótrúleg og stundum lygileg.
Stórlúður hafa t.d. veiðst frá Suðureyri
sem vegið hafa frá 80-175 kg. Sú þyngsta
mældist 240 sm að lengd sem er þriðja
stærsta stórlúða sem veiðst hefur á
sjóstöng í Evrópu. Metið eiga Svíar sem
veiddu 193 kg og 202 kg lúður í Noregi
í apríl á þessu ári. Þorskarnir fyrir vestan
hafa vegið 22-27 kg og steinbítarnir
10-12 kg. Þyngstu skötuselirnir veiddust í
fyrrasumarfrá Flateyri og Suðureyri en þeir
vógu 12,14 og 18 kg. Óvenjumikið veiddist af vænum makríl á
Vestfjarðamiðum þetta sumarið sem og skötusel sem er kominn
víða inn á firði. Það er til marks um að sjávarhiti hefur hækkað
hin síðari ár því skötuselur var áður nánast óþekkt tegund
vestra. Erlendu sjóstangaveiðimennirnir hafa því margslegið
íslensku metin sem skráð eru hjá EFSA á íslandi. Fyrirhugað er
að hefja samstarf við það félag næsta sumar um mælingar á
þeim stórfiskum sem erlendir veiðimenn setja í. Þannig safnast
mikilvægar upplýsingar og heimildir verða til um aflabrögðin.
Texti og myndir: Róbert Schmidt
26
4'09