Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 31

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 31
LANGÁRJARLINN 5 Sannkölluðfjölskyldustemning.Veiðiuppeldið byrjarsnemma ífjölskyldu Ingva Hrafns. sem ég minnist helst er hvað ég var móðgaður yfir tökunni því hann kom upp með kjaftinn og sogaði fluguna niður eins og asnalegur silungur í stað þess að steypa sér yfir hana og sýna kryppuna." Langá rennur sannarlega um æðar Ingva Hraíns og hann unir sér hvergi betur. „Líf mitt er þannig núna að kl. 4 á föstudegi rýk ég úr bænum upp að á hvað sem annars er á seiði. Það jafnast ekkert í mínum huga við að sofna og vakna við niðinn á bökkuni Langár og gera sér grein fýrir að hún er bara búin að renna þessa leið í 3.500 ár fiá því að gaus í Rauðhólum fyrir neðan Langavatn.“ Ingvi hefur ekki hugmynd um hvað hann hefúr veitt marga laxa í Langá en kveðst hafa fengið fiska á öllum 93 merktum veiðistöðum í ánni. „Ég veit nákvæmlega við hvaða skilyrði hvaða staður gefúr fisk jafnvel þótt mörg ár líði á milli. Marga veiðistaðina uppgötvaði ég sjálfúr, þetta eru kannski einhveqar holur á milli þekktra staða og þangað get ég farið með veiðimenn og sótt fiska þegar skilyrðin eru rétt fyrir þann stað.“ Skrímsli í svartamyrkri Ingvi Hrafn býr yfir leiftrandi frásagnargleði og sagan af stærsta laxinum sem hann hefúr veitt í Langá verður eins og kvikmynd tekin í myrkri. „Ég veiddi 10 kg. lax sem er uppi á vegg í veiðihúsinu Langárbyrgi. Hann var klakinn úr stofni Laxár í Aðaldal en ég veiddi hann 14. september árið 1986. Hann tók nýhnýttan Þingeying úr smiðju Jónasar Jónassonar kl. 6 að kvöldi á Hornbreiðu, sem er veiðistaður númer 86 uppi á Fjalli. Orri Vigfússon var með mér og ég hélt þrisvar að fiskurinn væri farinn og ég búinn að festa í botni. Mér var annt um túpuna svo ég óð út í ána til að losa hana úr mosanum en þá fór mosinn alltaf afstað. Svo skellur á svarta myrkur og ég segi við Orra að þessi fiskur hljóti að vera húkkaður og við nennum ekkert að standa í þessu. Það var suðaustanátt, ekkert tunglskin, og svarta- myrkur.Við urðum að þreifa fýrir okkur undir klettinum, vinirnir, og svo dró ég fiskinn á land af öllum kröftum. Orri fetaði sig niður eftir línunni því við sáum ekki neitt og lagðist yfir laxinn. Þetta var tveimur klukkustundum eftir að hann tók og ég sá ekkert, heyrði bara stunur og mikla dynki. Orri sagðist ekki ná utan um stirtluna á laxinum en einhvern veginn tókst okkur að rota hann.Við þurftum að ganga upp á bílastæði og það var ekki fýrr en að við tendruðum ljósin á bílnum sem við sáum hvers konar skepna þetta var. Manuel uppstoppari fúllyrti að hann hafi verið 12-13 kíló nýgenginn. Þetta sumar veiddust fimm svona dýr í Langá og það var sett í álíka mörg. Við höfðum sleppt gönguseiðum og sumaröldum seiðum árið 1980 en enginn lax skilaði sér úr gönguseiðasleppingunni þanmg að við héldum að sleppingin hefði farið forgörðum. Það var ekki fyrr en sex árum síðar sem þessir laxar skiluðu sér og við hreistursýnatöku kom í ljós að þeir voru úr þessari sleppingu seiðanna úr Laxá í Aðaldal." Stökkvandi laxar í Stangarhyl Langá er smálaxaá en Ingvi Hrafn heldur því fram að laxinn í Langá sé sterkari en annar lax í öðrum ám. „Stórlaxar í Langá eru ekki nema um tvö prósent af heildar- göngunni.Af 5-6.000 löxum eru ekki nema 100 laxar yfir 6 pund. Langá er köld og elur ekki stóra laxa en hún hefur orð á sér fyrir gríðarlega sterka laxa. Utlendingar sem veitt hafa um allt land segja Langárlaxinn, pund fýrir pund vera þann lax sem þeir þurfa að hafa mest fýrir. Ég segi alltaf að frá því að þú heldur að þú getir landað honum á hann eftir að taka a.m.k. þgár rokur. Og þú trúir því ekki þegar hann tekur þriðju rokuna.“ Hveijir eru eftirlætisveiðistaðir þínir í Langá og hvers vegna? „Stangarhylur fýrir framan húsið okkar Sólvang er margbrotinn og heillandi veiðistaður sem skipar sérstakan sess í mínum huga. Hann er skírður í höfuðið á Þórdísi á Stöng sem Skallagrímur gaf Stangarholt samkvæmt Egilssögu, líklegast árið 902. Þaðan eru um 700 metrar niður í Stangarhyl og annan lítinn og sætan hyl, sem heitir Réttarhylur og er bara smágjóta í botninum aðeins neðan við Stangarhyl. Stangarhylur er mjög dulúðugur og margbreytilegur veiðistaður, alveg frá Stangarfossi og niður í það sem við köllum „Vaffið" áður en áin fellur á flúðirnar. Stangarhylur er stór og mikill staður og gefur 50-80 laxa á sumri. Frá fýrstu vikunni í júlí og fram í október sit ég í stólnum mínum og horfi á stökkvandi laxa í Stangarhyl og niður í Réttarhyl. Þetta eru mjög fallegir staðir og ég veit upp á sentímetra hvar laxinn er í vatninu hverju sinni. Svo sit ég og horfi í smátíma og þá stekkur hann.“ Menntaðasti ár-arkitekt landsins Áin er ekki sú sama og þegar þú tókst við henni. Segðu mér frá helstu breytingum sem þú hefur staðið fýrir? „Það var búið að fúllgera flesta laxastigana þegar ég kom að ánni en verið var að ljúka við stigana í Kotafossi ogTófúfossi. Lán þeirra sem bjuggu við ána var að Pétur Snæland, Jósep Reynis, Oddur 4'09 31

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.