Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Page 33
5
LANGÁRJARLINN
I
koma i Langá. Er eitthvað sérstakt sem menn ættu að hafa í huga
þegar þeir stofna til kynna við þessa laxkonu þína?
„Ég hvet menn til að fara inn á vefsíðuna www.langa.is áður en
þeir mæta til veiða og prenta út veiðistaðalýsinguna sem er tíu
blaðsíður. Ég lýsi þar öllum veiðistöðum nákvæmlega og hvar
laxinn er að finna. Þegar komið er á veiðistaðina er best að fara að
merkinu, horfa niður ána, og lesa veiðistaðalýsinguna mína, þá er
eins og ég sé leiðsögumaður á öxl þeirra. Ef menn fara út frá
merkinu eru yfirleitt 15 metrar niður á fýrsta tökustað. Ég get aldrei
ítrekað nógu oft að Langá er gin-tær og menn verða að fara að
henni með einstakri varúð til að styggja ekki laxinn, sérstaklega á
morgnana. Ég sá einu sinni 50 laxa á Kríubreiðu og hún iðaði.
Breskur vinur minn var að veiða og ég benti honum á að fara
varlega. Hann fór aðeins of neðarlega og strax í fyrsta kasti fylgdumst
við með því hvernig hver einasti lax á breiðunni synti upp ána og
ffamhjá honum. Menn þurfa helst að skríða á fjórunr fótum að
ánni, vera með 10-12 punda Maxinra-taum og kasta gárutúpum
númer 10 eða minni og þá eru þeir kornnir í paradís. Lykillinn er
léttar græjur og að fara ofboðslega varlega."
Langá Fancy er eftirlætisfluga Ingva Hrafns og sagan
af því hvernig hún varð til er eins og góð veiðisaga á
að vera.
„Breskur vinur minn,Allan Mann, bjó hana fyrst til árið 1979 að
kvöldlagi i lok júlí úr Green Butt, Collie Dog og Black Bear, en
þaðan kemur frumskógarhaninn. Það var nóg af fiski í ánni en lítil
taka og hann hnýtti fjögur eintök af Langá Fancy á tvíkrækju númer
10. Það var dimmt yfir og við fórum á staðina þar sem vinir hans
voru að veiða en það voru fjögur svæði. Þeir voru allir búnir að
beija ána án árangurs og hann bauðst til að gefa þeim fluguna gegn
því að hann fengi að velja sér einn stað á öllum fjórum svæðunum
og kasta þar fyrstur eftir vaktaskipti. Skemmst er frá því að segja að
hann tók lax í fyrsta kasti á öllum svæðunum. Hann fór síðan niður
á sinn veiðistað, Tannalækjarbreiðu, og veiddi fjórða laxinn þar.
Hann veiddi fjóra laxa í fjórum köstum og þetta er almennt
gjöfulasta flugan í Langá, alveg óskaplega falleg."
Hvaða fleiri flugum mælirðu með í Langá?
„Night Hawk er gjöful kvöldfluga þegar þú ert búinn að reyna
allt annað. Rauð Frances stendur alltaf fyrir sínu og míkró-túp-
urnar og strippið gefa alveg geggjaðar tökur. Ég hef aldrei náð
tökum á Sunray Shadow en synir mínir og yngri menn moka upp
laxi með henni."
Skemmtilegast að veiða á maðk
Ingvi Hrafn er skemmtilega laus við allt flugusnobb. „Mestu
ánægjuna af laxveiði hafði ég fyrstu sjö til átta árín mín í Laxá í
Aðaldal þegar ég veiddi á maðk,“ segir hann. „Pabbi heitinn
byijaði yfirleitt á að fara yfir veiðistaðinn þar sem við vorum hverju
sinni með flugu og ég sat og nötraði á bakkanum með maðk eða
spón. Ég var svakalegur spónamaður og var búinn að veiða i sjö
eða átta ár áður en ég fékk fyrsta flugulaxinn. Þegar takan byijaði
fyrir neðan fossa, í Kistukvísl eða Stórafossi, æstist leikurinn og
maður kiknaði i hnjáliðunum. Maður tók skálfandi upp sígarettu
og náði varla að kveikja í henni því það glamraði svo rnikið í
tönnunum á manni. Svo kláraði ég sígarettuna áður en ég lyfti
stönginni til að vera viss um að maðkurinn væri helst kominn út
um gotraufina á laxinum. Svo tók maður á honum og vissi ekki
hvort hann væri 15 pund eða 20 pund. Það jafnaðist ekkert á við
að taka á þessum dýruni.
Núna er ég búinn að missa veiðiástríðuna en mér fannst aldrei jafn
gaman að veiða og þegar ég veiddi á nraðk. Ég skil maðkveiðimenn
og þess vegna hef ég alltaf leyft maðkveiði í Langá og það á ekki að
banna mönnum að veiða á maðk. Ég er löngu hættur að veiða á
nokkuð annað en flugu en það jafnast ekkert á við að upplifa
spennuna í maðkveiðinni, auk þess er miklu erfiðara að veiða á
maðk. Fluguveiði snýst um einfalda tækni en þessar endalausu
festur, beita, setja á sökkur og losa, það er alvöru ögrun. Ég gef
ekkert fyrir púrítana og „fly only“- ekki rassgat!“
4'09
33