Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 34
I
LANGÁRJARLINN
C
IÞá þurftu allir gestirnir að koma saman á einhverjum stað þar sem allt var
fljótandi í brennivíni, snittum og kampavíni.
Pólaris-eldflaug í Aðaldal
Ingvi Hrafn hefur lifað og hrærst í veiði og heyrt ógrynnin öll af
veiðisögum. Hver skyldi vera sú ótrúlegasta sem hann er samt
tilbúinn að sverja við biblíu ömmu sinnar að sé sönn?
„Eg hef aldrei lent í að fa tvo laxa á fluguna eða neitt þess háttar.
Það skrýtnasta sem hefur hent mig var þegar ég veiddi stærsta lax
sem ég hef veitt, hann var 23 pund, á Höfðabreiðu í Laxá í Aðaldal.
Ég var vel búinn fyrir stórlaxaveiði, með Hairy Mary tvikrækju
númer fjögur undir. Stöngin var tvíhenda. Ég óð upp með berginu
og var að slá fluguna fram úr lykkjunni ofan i vatnið. Ég stóð í
ökkladjúpu vatni en þegar ég ætlaði að taka upp stöngina stóð allt
fast. Ég sótbölvaði náttúrlega yfir að vera búinn að festa þarna í
hrauninu en ég var með stöngina flata og í þvi fór sannkölluð
Pólaris-eldflaug af stað. Ég hélt fyrst að þetta væri selur, laxinn fór
út með 70-80 metra í einni roku og svo þurrkaði hann sig upp úr
rétt ofan við Höfðahyl. Ég skil ekki enn þann dag í dag hvaðan
svona þykkur lax gat komið og tekið við tærnar á mér. Ég gat ekki
lyft stönginni, það rauk úr hjólinu og allt í einu kom laxinn upp úr
og þetta minnti á kvikmynd um djúpsjávarveiði. Svo var allt slakt
og ég hélt að hann væri farinn en það tók mig einn og hálfan tíma
að landa laxinum sem var 23 pund.“
Fjölskyldusaga við Langá
Langá er miklu meira en laxveiðiá í huga Ingva Hrafns og samofinn
fjölskyldusögu hans.
„Drengirnir mínir eru aldir upp þarna á bökkunum og þetta er
allt hluti af okkur,“ segir Ingvi. „Fuglarnir sem koma á sumrin
tilheyra sömu fjölskyldunum hvort sem það er Máríuerlan mín,
stelkirnir eða lóan. Máríuerlan kemur og sækir mig út á tún ef
hana vantar að ég mylji fyrir hana hafrakex úr Geirabakaríi.
Kríurnar mínar eru fjölskylduvinir og það er eins og ég finni á mér
þegar krían kemur en það getur skeikað 2-3 dögum. Þá sit ég úti
á pafli að kvöldlagi því þær koma alltaf á milli kl 9 og 11 á kvöldin.
Ég horfi á kríuna koma yfir á Réttarhyl, eftir þessa löngu ferð, og
svo flýgur hún kannski einn hring í kringum Stangarhyl og sest svo
niður á varpstaðinn sinn.“
Naíni þinn og sonarsonur er byrjaður að veiða?
„Hann er fjögurra ára og farinn að halda við fisk en á enn eftir að
setja sjálfur í lax. Pabbi hans setti sjálfur í sinn fyrsta flugulax á
Langá Fancy í Stangarhyl sex ára. Ingvi Hrafn hefur áhuga og
hann á stöng, fer sjálfur niður að á og kastar því hann hefur séð
pabba sinn vinna við að aðstoða veiðimenn. Þetta verður að hafa
sinn tíma og hann einn getur leitt í ljós hvort menn eru með
veiðigenið eða ekki. Ég hef aldrei stundað skotveiði en þegar ég
var trillukarl í Grímsey þurfti ég að skjóta fugla í beitu og helst að
ná mörgum í sama skotinu því þorskurinn var svo ódýr. Ég man
ekki hvað ég þurfti að veiða marga þorska fyrir haglaskot. Þetta
var atvinnuveiðiskapur en ég hefaldrei haft áhuga á sportskytteríi.
Gæsa- og íjúpnaveiðimenn fá þessa tilfinningu. Þetta er sama
eðlið og spurning um að geta fangað bráð og fært hana heim.
Veiðimannseðlið."
Þó að Ingvi Hrafn segist vera búinn að missa veiðiástríðuna er
„veiðimannabjartsýni" hans enn á sínum stað. „Við vitum að það
verður mokveiði á suðvesturlandi og vesturlandi næstu tvö ár að
minnsta kosti,“ segir hann sannfærður. „Það eru gríðarlega stórir
árgangar sem fóru niður í fyrravor og fara niður í vor og ef allt er
óbreytt þarnæsta vor. Hvert metveiðisumarið mun því reka annað:
2009, 2010 og 2011.Við vitum hins vegar ekkert hvernig veiðin
kemur til með að verða fyrir norðan.Við höldum alltaf að nú komi
hún til með að rétta úr kútnum en því miður er ekkert í hendi sem
bendir til að svo verði.“
Veiðiheimurinn er í uppnámi út af efnahagshruninu. Telur Ingvi
Hrafn að auðmennirnir og bankarnir séu búnir að eyðileggja lax-
veiðina til framtíðar?
„Ég held að bændur jafnt sem leigutakar verði að fara niður á
jörðina," segir hann ákveðinn. „Það verður að lækka verðin á
veiðileyfum. Einhveijir eiga peninga en Jón Jónsson mun ekki eyða
miklu í veiðileyfi í sumar. I kreppu leggja menn peninga í banka,
draga úr útgjöldum og sleppa einu ári úr veiðinni. Þórarinn Sig-
þórsson (TótiTönn) sagði mér að tölvupósturinn sinn væri fúllur af
tilboðum og hann gæti bara valið úr.
Laxveiðin á íslandi er gersemi en verðið var komið út úr öllu
korti. Eigendur bankanna, þessir ungu, voru einfaldlega galnir. Ég
get ekki líst því öðruvísi. Framkoma Glitnis-fólksins við gesti sína,
og reyndar kokkinn minn líka var til háborinnar skammar. Ef það
komu útlenskir boðsgestir þá grétu viðburðastjórnendurnir jafnvei
ef einhver fór án þess að fa fisk því þeir voru svo hræddir um að
missa vinnuna. Þetta var fólk sem hafði kannski engan áhuga á veiði
og vissi ekki hvað snéri fram og aftur á veiðistöng. Það var verið að
veiða á dýrasta og besta tímanum en samt sem áður var öllu liðinu
smalað upp í bíla í „happy-hour“ frá kl. 19 til kl. 20.30 á kvöldin.
Þá þurftu allir gestirnir að koma saman á einhveijum stað þar sem
allt var fljótandi í brennivíni, snittum og kampavíni. Svo voru
menn að kjaga að ánni blindfúllir, eða var kalt og stauluðust upp í
hús. Þetta endurspeglaði græðgisgeðveiki forrystumanna fyrirtækja
þannig að manni býður við. Þetta gefúr mér vont bragð í munninn
en nota bene það var líka fullt afprúðu fólki og flottum veiðihollum.
Það urðu til dílar við laxveiðiárnar upp á „skrilljarða". Menn náðu
þvílíku sambandi hver við annan að öll viðskipti voru á penónulegum
nótum og allt öðrum og betri kjörum en fyrir veiðitúrana. Ég þekki
mörg dæmi um þetta frá liðnum áratugum en svo fór þetta eins og
alltaf þegar geðveikin tekur völdin.Við upplifðum þvílíkan viðbjóð
í þessum sukkferðum; fólk ælandi og skítandi í rúmin sín. Landsins
flottasta fólk og gestir.“
Ætlar þú að veiða í Langá í sumar?
,Já, loka ánni 18.-20. september að vanda ásamt félögum minum
þeim Halldóri Snæland, Steinari Lúðvíkssyni og fleirum. Við
höfum lokað Langá saman síðan árið 1978 og ætlum að halda því
áfram. Við erum sex saman, bændur með fjórar stangir á móti
okkur og þetta er einn „sivíliseraðasti“ veiðitúr sem um getur.
Stundum erum við heppnir og stundum frýs í lykkjunum. Við
erum búnir að upplifa þetta allt saman og það er bara yndislegt.“
Höfundur veiddi maríulaxinn sinn í Langá
34
4'09