Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 41

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 41
h. • • • • :::: hnytingakvold hja svfr SVFR Venju samkvæmt eru haldin hnýtingakvöld í húsakynnum SVFR yfir vetrarmánuðina. Þessi kvöld hafa verið vinsæl hjá veiðimönnum og ágætlega sótt. Leiðbeinandi í vetur hefur verið sem fyrr hinn magnaði Sigurður Pálsson. Þessir skemmtilegu viðburðir standa félagsmönnum SVFR opnir og er velkomið að hafa með sér gesti. Hér er kjörinn vettvangur fyrir vana sem óvana að koma saman, hnýta flugur og spjalla. Allt efni er á staðnum og einnig þau tæki sem þarf til hnýtinganna. í apríl verða þrjú kvöld og tvö í maí. Á dagskrá fræðslunefndar félagsins verða einnig veiðidagar barna- og unglinga í Elliðaánum í sumar. Þá er fyrirhugað að vera með kastnámskeið við Rauðavatn í lok maí. Sjá nánar á vef félagsins, www.svfr.is. Meðfylgjandi myndirvoruteknará hnýtingakvöldum hjá SVFR í ár og eins og sjá má skín einbeitning úr hverju andliti. Frá vinstri Hlynur Hjaltason, Hjalti Þór Bjornsson Skúli Arnfinnsson og Sigurður Kristjansson. Ljósmyndir á síðunni tók Þorsteinn Olafs. 41 4'09

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.