Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 48
HÍTARÁ Á MÝRUM
- HÍTARÁ II,TÁLMI OG GRJÓTÁ
Veiðisvæði Hítarár á Mýrum samanstendur af tveimur svæðum, Hítará I og Hítará II.
Áður hafa komið i Veiðimanninum veiðistaðalýsingar fýrir Hítará I en ekki hefur áður
birst veiðistaðalýsing íýrir svæðið Hítará II. I þessari grein er bætt úr því.
4'09
VEIÐISTAÐALÝSING H ÍTARÁ II
- Texti og myndir: Reynir Þrastarson
Veiðisvæðið Hítará II samanstendur af Hítará fyrir
ofan Kattarfoss að Hítarvatni, Tálma frá upptökum
og Gijótá að Efstafossi. Þetta er víðfemt veiðisvæði
og er Hítará ofan Kattarfoss 14 km löng með 35
merktum veiðistöðum.Tálmi að ármótum við Grjótá, 4 km löng
með 11 merktum veiðistöðum og Grjótá að Efstafossi um 7 km
löng með 32 merktum veiðistöðum. Aðgengi að veiðistöðum er
misjafnlega gott og sumstaðar þarf að ganga nokkurn spöl að
veiðistöðum. Á þetta sérstaklega við um efri hluta Grjótár og efri
hluta Hítarár II.
Hítará II,Tálmi og Grjótá
Veiðihús fyrir veiðimenn er staðsett á bakka Gijótár, rétt við veginn
upp í Hítardal. Þar er svefhaðstaða fyrir 8 í rúmum en einnig eru
auka dýnur fyrir gestí. Hítará II er um 100 km frá Reykjavík og er
ekið vestur á Snæfellsnes og beygt upp í Hítardal og ekinn vegur 539
að Gijótá. I byijun veiðitíma er veitt á ^órar stangir og eru þá seldir
heilir dagar en frá byijun júK fram í seinni hluta ágúst er veitt á tvær
stangir og eru þær seldar í tveggja daga hollum.
Leyfilegt agn á veiðisvæðinu er fluga og maðkur.Veiði síðasta
árs var með allra besta móti og veiddust 541 lax á svæðinu. Hefur
laxveiði á svæðinu aukist verulega síðustu ár en á móti hefur
bleikjuveiði dalað talsvert. Árið 2007 veiddust 170 laxar á veiði-
svæðinu og árið 2006 veiddust 130 laxar.
TÁLMI
Veiðistaðir fyrir neðan Tálmafossa
Til að komast að veiðistöðum fyrir neðan og ofanTálmafossa er
ekið yfir brúna á Grjótá, beygt strax til hægri niður með ánni og
meðfram Tálma. Hægt er að komast að ármótum Tálma og
Kvernár eftir þessum vegi.
Tálmi 1 - Ármót
Fyrsti veiðistaðurnn í Tálma er við ármót Tálma og Kvernár.
Litlu neðar kemur Melsá íTálma um hálfum kílómeter fyrir ofan
ármót Tálma við Hítará. í Ármótum er helst að hitta á bleikju
yfir sumarið og liggur hún mest í ál við landið vestanvert. Það
borgar sig að fara varlega á þessum stað og prófa víða því bleikjan
getur legið á mjög grunnu vatni. Mjög gaman er að veiða þennan
stað með þurrflugu ef þannig viðrar.
Tálmi 2 - Steinninn
Rétt ofan við Ármót er Steinninn; lygn breiða og er stór steinn
kennileitið neðarlega á þessum stað. Oft er hægt að finna bleikju
við þennan stein.
Tálmi 3 - Grettisoddi
Grettisoddi er hægur strengur ofan við Steininn. Helst er að hitta
á bleikju á þessum stað snemmsumars. Þessi staður er veiddur að
austanverðu eins og flestir aðrir staðir íTálma.
Tálmi 4 - Bóndabeygja
Bóndabeygja er einn af betri bleikjuveiðistöðum í Tálma. Áin
rennur þar meðfram háum grasbakka og dýpkar staðurinn
töluvert neðantil. Gott er að byija að veiða þennan stað fyrir ofan
strenginn og fikra sig smátt og smátt niður staðinn. Af og til
veiðist lax í Bóndabeygju og þá helst síðsumars. Á þessum stað
veiddi ég mína stærstu bleikju á þessu svæði og var hún 7 pund.
Gullfallegur fiskur.
Tálmi 5 - Jónsbeygja
Jónsbeygja er fallegur staður rétt neðan við Hólmabrekkur og
rennur áin þarna í beyju meðfram leirklöpp. Helst er að hitta á
4'09
49