Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 51

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 51
VEIÐISTAÐALÝSING HÍTARÁ II Tálmi 11 - Úrhylur Urhylur er næsti hylur neðan ármóta Tálma og Gijótár. I Urhyl veiðist bæði bleikja og lax og stoppar laxinn sem er á leið í Gijótá oft stutta stund í Urhyl áður en hann gengur í Gijótá. Snemmsumars er oft hægt að hitta á bleikju í Úrhyl. Best er að byrja veiði í Úrhyl ofarlega í strengnum frá landinu austanmegin. Þegar búið er að fara yfir strenginn efst þá er hægt að færa sig bæði austan og vestanmegin en þó er betra að athafna sig að austanverðu. Tálmi ofan ármóta við Grjótá I Tálma ofan ármóta við Gijótá er ekki mikið um veiðistaði. Þessi hlutiTálma er mun kaldari þar sem stærsti hlutinn er lindá og kemur úr uppsprettu undan hrauninu í Hítardal. Eg hef ekki orðið var við lax á þessu svæði en á nokkrum stöðum er hægt að hitta á bleikju. Helst er að fá bleikju á tveimur stöðum niður undan túnunum á Helgastöðunr. HÍTARÁ II Veiðistaðir ofanvið Kattarfoss Til að komast að veiðistöðum ofan við Kattarfoss er keyrt upp Hítardal, beygt af veginum rétt fyrir neðan bæjarstæði Hítardals og ekið upp dalinn. Beygt er af veginum við hraunréttina og ekið eftir slóða sem nær að Kattarfossi. Veiðistaður 1 - Fossbrún Fyrsti veiðistaður fyrir ofan Kattarfoss. Áin fellur niður í fallegan hyl við landið að vestanverðu. Á göngutíma er þessi staður mjög góður en laxinn stoppar þarna stutt. Þar sem hylurinn er stuttur fer best að renna maðki í hylinn og ef staðurinn er hvíldur þá liggur laxinn alveg niðri á broti. Veiðistaður 2 - Maggý Maggý er fallegur strengur í beygjunni rétt ofan við Kattarfoss. Áin fellur þarna í failegum streng við landið að austanverðu og liggur fiskurinn í enda strengsins niður undir stórum steini í miðri ánni. Hægt er að veiða þennan stað bæði með flugu og maðki. Veiðistaður 3 - Steinahylur Steinahylur er gríðarlega skemmtilegur flugustaður. Áin feflur niður með kletti að austanverðu og í streng meðfram steinum að austanverðu.Við þessa steina liggur laxinn. Oft er hægt að veiða vel í þessum hyl á göngutíma og er gaman að fara yfir hann með gárubragðinu. Gott er að byija veiði vel ofan við klettinn og færa sig smátt og smátt niður að steinunum að austanverðu. Best finnst mér að landa laxinum ofan við staðinn til að styggja hylinn sem minnst. Veiðistaður 4 - Göngukonuhellir Göngukonuhellir er ekki svipur á sjón í dag. Áður fyrr var þessi staður með þeim betri ofan Kattarfoss en fyrir nokkrum árum fyfltist hann af sandi og möl og hefur varla fengist fiskur þar síðan. Veiðistaður 5 - Strengir Strengir eru fallegur staður nokkuð neðan við Efri breiðu. Ain fellur þarna niður í streng og breiðir úr sér í fallegri breiðu neðantil. Eitt sinn var ég þarna á veiðum með fóður mínum og byrjaði ég með Frances. Ekkert gerðist í byrjun en þegar ég koma að breiðunni þá fékk ég fina töku og eftir góða baráttu lá á bakkanum falleg 9 punda hrygna. Hvíldi ég staðinn i stutta stund og fór svo aðra yfirferð. Á nákvæmlega sama stað og áður fékk ég aðra töku en eftir stutta en snarpa baráttu losaði laxinn sig af. Ákvað ég þá að gefa staðnum hvíld. Komum við að þessurn stað aftur seinni part dags og var ákveðið að fara eins að og um morguninn. Og viti menn á sama stað og um morguninn tók fiskur. Onnur 9 punda hrygna lá á bakkanum. Veiðistaður 6 - Efri Breiða Efri-Breiða er einn af betri veiðistöðum í Hítará ofan Kattarfoss. Hægt er að hitta á lax á þessum stað megnið af veiðitímanum. Áin fellur í stríðum streng niður í faflega breiðu og eru helstu tökustaðir í enda strengsins og niður með breiðunni þar sem hún grynnist. I 4 09 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.