Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 53

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 53
VEIÐISTAÐALÝSING HÍTARÁ II Veiðistaðir við Valfell Til að komast að veiðistöðum við Valfell er hægt að fara niður á þjóðveg og upp með Hítará að vestanverðu. Þetta er seinfarin leið og mjög tímafrek og einungis fær breyttum jeppum þegar komið er upp í dalinn. Hinsvegar er hægt að fara gangandi meðfram girðingunni er liggur að Valfelli en sú leið er torfarin og ekki fyrir ung börn. Veiðistaður 26 - 29 Veiðistaðir 26 að 29 eru litlir fosshyljir og strengir meðfram Valfelli og er aðgengi að þessum stöðum mjög slæmt. Mikið stórgrýti er í ánni á þessum kafla og hraunið meðframValfelli úfið og erfitt yfirferðar. Einnig getur verið lítið vatn i ánni á þessu svæði og því eru þessir staðir lítið reyndir. Veiðistaður 30 - Bogi Bogi er fallegur hylur rétt neðan við sandsteinsklett sem hefur fallið niður í árfarveginn neðan við Teit. Ain rennur þarna að mestu undir sandsteinsklettinn og liggur fiskur neðarlega í hylnum við steina í botninunr. Erfitt er að veiða þennan stað vegna sandsteinsklettsins og er ögrandi að reyna við fiska sem stoppa í þessum hyl. Veiðistaður 31 -Teitur Veiðistaðurinn Teitur er nefndur eftir veiðimanninum Teiti Boga- syni frá Brúarfossi. Sagan segir að á þessum stað hafi Teitur fengið fýrsta lax sem veiddist fyrir ofan Kattarfoss eftir að laxastiginn var gerður árið 1971. Enda staðurinn fallegur og umhverfið stórbrotið. Teitur er falleg breiða fyrir ofan hraunkantinn þar sem áin fellur niður í gljúfur meðframValfellinu. Best er að koma að þessum stað ofanfrá og liggur laxinn oft í streng ofan við sjálfa breiðuna en mest liggur hann við stóra steina við vesturlandið rétt ofan við brotið. Veiðistaðir 32-35 Ofan viðTeit eru nokkrir staðir merktir (33, 34 og 35). Er stutt að fara á milli þeirra en litlar sögur fara af veiði á þessu svæði þar sem aðgengi að því er ekki gott og það lítið stundað. Veiðistaðir neðan við Hítarvatn Ofan við Valfell er oft lítið vatn í Hítaránni yfir sumartímann. A þessu svæði kemur vatn í Hítará að mestu úr uppsprettum við hraunkantinn. Þvi er þetta svæði ekki mikið reynt. GRJÓTÁ Veiðistaðir fyrir neðan brú Til að komast að veiðistöðum í Gijótá fyrir neðan brú er ekin vegurinn niður með Gijótá. Grjótá 1 - Ármót Ármót Gijótár ogTálma eru rétt fyrir ofan veiðistað 11 íTálma, Úrhyl. Ármótin eru grunnur og ekki mikill veiðistaður en af og til er hægt að rekast á lax og bleikju á þessum stað, þá helst í göngu. Fer það mikið eftir vatnsmagni í Grjótá. Grjótá 2 - Þessi staður hefur ekki verið mikið stupdaður en þeir sem leggja leið sina þangað geta rekið í fisk því staðurinn er yfirleitt vel hvíldur. Áin rennur meðfram hraunkanti og neðst er strengur sem laxinn liggur í. Fara verður varlega að þessum stað. Grjótá 3 - Er stuttur bakkahylur rétt fyrir ofan veiðistað númer tvö. Þarna rennur áin meðfram hraunkanti, þrengist aðeins og við þrenginguna er meira dýpi sem laxinn stoppar oft í á leið sinni upp ána. Þessi staður á sammerkt með veiðistað tvö að vera lítið stundaður. Grjótá 4 - Réttarstrengur Réttarstrengur er rétt fyrir neðan brúnna yfir Gijótá. Þarna er striður strengur í ánni sem endar í lítilli breiðu. Hægt er að setja i lax á þessum stað þegar hann er í göngu. Grjótá 5 - Brú Undir brúnni yfir Gijótá er fallegur hylur sem oft geymir lax. Hægt er að kíkja ofan i hylinn ofan af brúnni en ég mæli ekki með því.Til að veiða þennan stað er best að fara upp fyrir brúna og renna maðki undir brúna niður í hylinn. Ef lax tekur verður maður að taka hann upp fyrir brúna og landa honum þar við erfiðar aðstæður. Gott er að hafa háf við hendina. En kosturinn við þessar aðstæður er að þú truflar ekki staðinn. Þarna fást oft fyrstu fiskar sumarsins i Grjótá. 4 09 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.