Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Page 55

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Page 55
VEIÐISTAÐALÝSING HÍTARÁ II neðarlega í strengjunum en sé lítið vatn þá ofarlega. Gott er að byija við veiðistað 16 og veiða þessa staði niður að veiðihúsi. Eins og annars staðar: renna fýrst og skyggna svo. Alla þessa staði er hægt að veiða með flugu. Helst er að hitta á fisk á þessum stöðum um göngutímann. auðvelt að komast að öllum þessum stöðum og getur verið örðugt að landa þar fiski. Allir þessir staðir geta gefið fisk mestan part sumars. Ekki er gott að veiða þessa staði með flugu. VEIÐISTAÐIR UPPI Á DAL VEIÐISTAÐIR FYRIR NEÐAN HRAUN Til að komast að veiðistöðum i Grjótá fyrir neðan hraunkantinn er farinn slóði sem er rétt við afleggjarann að veiðihúsinu og keyrt upp með Grjótá. Þegar komið er að Grjótánni aftur er veiðistaður 16 Hraunbolli. Grjótá 17 Rennur, 18 Þrastarhylur, 19 Berghylur og 20 Tröllastrengur Frá veiðistað 16 er nokkur spotti að hraunkantinum í Grjótárdal. Fólksbílum er fært að hraunjaðrinum en eftir það er mjög stórgrýttur jeppavegur upp í Grjótárdal, vegurinn liggur að hluta í gegn um lágvaxinn skóg. Ain rennur á þessunt spotta nokkuð frá veginum og eru veiðistaðir 17 Rennur, 18 Þrastarhylur, 19 Berghylur og 20 Tröllastrengur í hnapp upp við hraunbrúnina. Allir þessir staðir eru líkir á þann hátt að áin fellur niður litla fossa niður í hylji þar sem laxinn hvílir sig á leið upp ánna. Ekki er Til að komast að veiðistöðum uppí Grjótárdal er farinn slóði upp með Grjótá. Hægt er að komast með fólksbíl að hraunkantinum en ofan við það er einungis fært breyttum jeppum. Grjótá 21 - Laxafljót Laxafljót er einn af betri stöðunum í Gijótá. Þetta er langur hylur í gjúfiinu og geymir lax mestan hluta sumars. Þar sem þröngt er um vik er best að koma að þessum stað ofanfrá og renna maðkinum rólega niður hylinn. Með góðum vilja er hægt að veiða þennan stað með flugu. Laxinn liggur þar sem hvítfyssinu sleppir og niður undir stóran stein í miðjum hylnum að austanverðu. Grjótá 22 - Litli foss Nokkuð ofan við Laxafljót er Litli foss. Þetta er eins og nafnið gefur til kynna lítill foss og getur fiskur legið þar bæði í fosshylnum og á fossbrúninni fyrir ofan. Helst er að hitta á fisk hér i göngu. Grjótá 23 - Mosi Rétt ofan við Litla foss er veiðistaðurinn Mosi. Þessi staður lætur 4 09 55

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.