Fréttablaðið - 22.03.2023, Side 30
Ég hef verið að henda
mér í sánu, beint í snjó-
skafl og svo inn í tíu
klukkutíma að æfa og
semja gítarsóló.
Þráinn Árni Baldvinsson,
gítarleikari Skálmaldar
MARKAÐURINN
MIÐVIKUDAGA KL. 19.00 OG 21.00
Vikulegur þáttur um íslenskt
viðskiptalíf þar sem farið er yfir
helstu viðskiptafréttir vikunnar
ásamt öðru því sem hæst ber í
efnahagslífinu hverju sinni.
Skálmöld sendi í gær sína
sjöttu plötu til Svíþjóðar þar
sem hún verður masteruð
eins og það heitir á hljóm-
sveitamáli. Hljómsveitin
hefur verið 16 tíma á dag í 11
daga að taka upp í Fljótunum
þar sem hún hefur haldið
til í Flóka Studios. Baldvin
Kristinn Baldvinsson, faðir
Þráins Árna gítarleikara, kom
og söng.
benediktboas@frettabladid.is
„Pabbi gamli er stórsöngvari úr
Kinninni og söng á fyrsta demói
sem Skálmöld gerði fyrir fyrstu
plötuna, Baldur. Þá vorum við bara
að prófa og létum hann taka tvö
lög. Núna er plata sex og við hugs-
uðum að það væri ekki hægt að láta
frá okkur sjöttu plötuna án þess að
hafa manninn sem söng inn á fyrsta
demóið.
Að hlusta á gamla hetjusöngvar-
ann með tvöfalda bassatrommu og
brjálað þungarokk með var í einu
orði stórkostlegt,“ segir Þráinn
Árni Baldvinsson en faðir hans,
stórbóndinn Baldvin Kristinn Bald-
vinsson úr Torfunesi, mætti í stúdíó
til Skálmaldar til að taka lagið.
Skálmöld skilaði af sér sinni sjöttu
plötu í gær og hélt hún með rafræn-
um hætti til Svíþjóðar þar sem hún
verður masteruð, eins og það kallast
á hljómsveitamáli. Þar verður platan
í góðum höndum Fascination Street
Studios sem hefur áður séð um
Opeth, Sepultura, Amon Amarth,
Kreator, Arch Enemy og ýmsa fleiri.
Þeir Skálmaldarmenn hafa haldið
til í Flóka Studios í Fljótunum í
Skagafirði síðustu ellefu daga en
stúdíóið var búið til eftir tillögu frá
sjálfum Justin Timberlake. Stúd-
íóið er hluti af Deplar Farm og átti
að vera móttaka fyrir sundlaug en
Timberlake sagði að þetta yrði full-
komið stúdíó. „Ég hef verið að henda
mér í sánu, beint í snjóskafl og svo
inn í tíu klukkutíma að æfa og semja
gítarsóló,“ segir Þráinn.
Torfunes er margfrægt hestabú
og er í Kinninni í Þingeyjarsveit og
Þráinn segir að það hafi verið auð-
velt að plata þann gamla yfir til að
taka lagið. „Það var auðvelt fyrir
hestamanninn úr Þingeyjarsveit
að bruna yfir til að taka lagið. Hann
nýtti að sjálfsögðu tækifærið til að
skoða hesta í nágrenninu,“ segir
Þráinn.
Upptökur gengu vel að sögn
Þráins enda höfðu Skálmeldingar
undirbúið sig vel og útkoman hefur
gert þá alla spennta en þeir hlustuðu
á afurðina á miðnætti á mánudag
áður en hún var send utan.
„Við höfum aldrei verið nánari
og aldrei unnið jafn mikið saman.
Garðar Þór, sem var hljóðmaður á
síðustu tónleikaferð, var að allan
sólarhringinn. Ég veit ekki hvenær
hann hefur sofið.
Okkur langaði að loka okkur af og
þetta var stórkostlegt. Næst tökum
við þó lengri tíma. Þetta voru ellefu
dagar og ég held við tökum tvær
vikur næst. Bara til að geta tekið
einn frídag,“ segir Þráinn en það
hefur verið kalt að undanförnu í
Skagafirðinum og frostið verið í
kringum 12 til 15 gráður. Þá er fínt
að geta setið inni og samið og spilað.
„Ég sat í þrjá daga í átta til tíu tíma
inni í upptökuveri að semja og æfa
gítarsóló. Eitt sólóið spilaði ég stans-
laust í tvo klukkutíma. Ég samdi
nefnilega eiginlega það erfitt sóló
að ég gat ekkert spilað það. Ég varði
mörgum klukkutímum til að þetta
hljómaði vonandi ágætlega,“ segir
Þráinn.
Landsmenn geta næst séð Skálm-
öld á Græna hattinum 4. og 5. maí
en fram undan er biðin langa eftir
sjöttu plötunni. n
Pabbi gamli söng og spilaði
inn á plötu með Skálmöld
Baldvin Kristinn Baldvinsson, hrossabóndi úr Torfunesi, kom í Flóka Studios í Fljótunum, þar sem hann tók lagið en
hann söng tvö lög með Skálmöld þegar hljómsveitin var að byrja forðum daga. Myndir/Aðsend
Þráinn Árni samdi eitt gítarsóló sem var svo flókið að hann gat varla spilað
það en allt hafðist það að lokum.
26 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 22. mARS 2023
MiðViKUDAGUR