Fréttablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 11
Tíu ár eru frá því að Sjálfstæðis- f lokkurinn tók við orkumálunum. Sex ár eru frá því núverandi ríkisstjórn setti sér fyrst markmið um orkuskipti. Eitt ár er frá því að nefnd trúnaðarmanna stjórnarflokk- anna sagði í grænni skýrslu að ríkisstjórnin yrði að senda um það skýr skilaboð hversu mikið þyrfti að auka raforkuframleiðslu næstu tvo áratugi til að ná mark- miðum um orkuskipti og grænan hagvöxt. Tvær vikur eru síðan forstjóri Landsvirkjunar brýndi ríkis- stjórnina til að senda þau skila- boð, sem nefndin í fyrra kallaði eftir. Pólitískur ómöguleiki Ríkisstjórnin er enn á byrjunar- reit. Sumir tala reyndar um öfug orkuskipti. Að réttu lagi hefði orkumála- ráðherrann átt að kalla til Lands- virkjunar um að hlaupa hraðar eftir markaðri stjórnarstefnu. Það er eitthvað að í pólitíkinni þegar forstjóri Landsvirkjunar þarf að brýna ríkisstjórnina til að hlaupa hraðar við stefnumörkun eftir sex ára samstarf. Ísland dregst nú hratt aftur úr öðrum þjóðum varðandi þetta lykilatriði stefnumótunar í lofts- lagsmálum. Ráðherrar Framsóknar hafa ítrekað talað um nauðsyn aðgerða án þess að ná eyrum samstarfs- ráðherra. Á fundi Landsvirkjunar á dögunum sagði fjármálaráð- herra að það yrði að virkja. Hann gat þó ekki svarað grundvallar- spurningu forstjórans. Þar skilar ríkisstjórnin auðu. Það er þó ekki vegna dáðleysis orkuráðherrans. Flestir, sem lesa grænu skýrsluna og hlusta á ræður ráðherranna fá á tilfinninguna að vandinn sé fremur pólitískur ómöguleiki og liggi í eðli stjórnar- samstarfsins. Afsakanir Bið eftir stórum ákvörðunum má oft afsaka. Flestar ríkisstjórnir eru á eftir áætlun með orkuskiptin. Ríkisstjórn Íslands er þó sú eina sem er enn á byrjunarreit. Hitt verður að segja ríkis- stjórninni til hróss að enginn hefur talað meir um loftslagsmál á leiðtogafundum NATO en for- sætisráðherra Íslands. Hér þarf vitaskuld einnig að hafa í huga að í samsteypustjórn- um tekur jafnan nokkurn tíma að semja um skýra stefnumótun á stórum og f lóknum málasviðum. Þegar á hinn bóginn er á það horft að sami f lokkur hefur ráðið orkumálunum í áratug og ríkisstjórnin hefur setið í sex ár án niðurstöðu er lögmálið um pólitískan ómöguleika eina sjáan- lega skýringin. Stækkunargler Á Alþingi hefur allan tímann verið meirihluti til að taka þær ákvarðanir, sem græna skýrslan og forstjóri Landsvirkjunar kalla eftir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti metið það svo að réttlætanlegt væri að halda ákvörðunum um orkuöflun fyrir orkuskipti og grænan hagvöxt í biðflokki vegna heildarávinnings af samstarfi við VG. Gagnrýni atvinnulífsins á eyðslu ríkissjóðs umfram efni bendir hins vegar ekki til þess að umtalsverður ávinningur hafi náðst á því sviði þó að meirihluti hafi verið á Alþingi fyrir aðhalds- ríkari ríkisfjármálastefnu. Gagnrýni helstu sérfræðinga í varnarmálum á að uppfærsla forsætisráðherra á þjóðaröryggis- stefnu nái aðeins til almanna- varna á stríðstímum en ekki til varnar- og öryggismála, þrátt fyrir meirihluta á Alþingi, er heldur ekki vísbending um mikinn ávinning. Ekki er heldur að sjá að áhrif VG á heilbrigðismálin hafi skilað Sjálfstæðisflokknum miklu. Margt frjálslynt og borgaralega þenkjandi fólk þarf örugglega stækkunargler til að sjá heildar- ávinninginn. Miðjan Samfylkingin, sem nú mælist stærsti f lokkur landsins, fylgir sömu línu og VG í þessum efnum. Hún hefur að auki fært sig lengra til vinstri á öðrum sviðum og staðsett sig málefnalega þar sem VG var í stjórnarandstöðu fyrir sex árum með rífandi fylgi. Sumar kannanir benda til þess að Samfylkingin geti myndað hreina vinstri stjórn nái Sósíal- istaflokkurinn mönnum á þing eftir næstu kosningar. Fari svo heldur biðflokksstefnan áfram. Næstu kosningar munu því hafa afgerandi áhrif á framvindu orku- málanna, orkuskipti og grænan hagvöxt. Trúverðugleiki þess flokks, sem í tíu ár hefur haldið stefnumörkun um orkuöflun í bið- flokki vegna annarra markmiða, verður augljóslega takmarkaður. Í þessu ljósi má segja að sú skylda hvíli á f lokkum eins og Framsókn og Viðreisn að gera miðjuna það áhrifamikla að loknum næstu kosningum að þessu þjóðhagslega mikilvæga viðfangsefni verði með engu móti haldið lengur í biðflokki pólitísks ómöguleika jaðranna. Eins og sakir standa eru miðjuflokkar lík- legastir til að opna pattstöðuna. n Pattstaða Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Sérfræðingur á fjármálasviði Birgða-, sölu- og áhættugreining Skeljungur ehf. leitar að jákvæðum, talnaglöggum og metnaðarfullum aðila í starf sérfræðings á fjármálasviði. Ef þú hefur metnað til greininga, rýninga ferla og stöðugra umbóta í verklagi er þetta rétta starfið fyrir þig. Um Skeljung Hjá Skeljungi starfar fjölbreytt flóra fólks á öllum aldri. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind Skeljungs. Við berum hag starfsmanna fyrir brjósti og viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi þeirra, öryggi og starfsumhverfi. Í okkar daglega starfi vinnum við eftir kjarnagildum okkar: við erum jákvæð, tilbúin í breytingar og metnaðarfull. Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við samfélagið og umhverfi sitt. Starfsemi Skeljungs er á sviði sölu og þjónustu við fyrirtæki tengd fjölorku. Fyrirtækið sér um dreifingu, innkaup og heildsölu á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja og bænda. Þjónusta og sala til stórnotenda, útgerða, í flug og verktöku er einnig hluti af starfseminni. Skeljungur er einnig umboðsaðili Shell á Íslandi auk þess að fara með eignarhald í Barki, EAK, Fjölveri, Ecomar og Klett. Helstu verkefni og ábyrgð Greining á innkaupum, öryggisbirgðum og veltuhraða birgða Greining á fjárbindingu og verðáhættu fólginni í birgðum Eftirlit og framkvæmd innkaupa og innkaupatillaga Sölu- og kostnaðarverðsgreining - daglegur útreikningur KSV birgða með tilliti til áhættuvarna Þróun og bæting verkferla og vinna í gæðamálum Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi Framhaldsmenntun á háskólastigi er kostur Reynsla af birgðastjórnun og greiningarvinnu er kostur Reynsla og þekking á Excel og NAV er kostur Reynsla af framsetningu tölulegra gagna Sjálfstæð vinnubrögð og góð færni í mannlegum samskiptum Nánari upplýsingar um starfið veitir Linda Björk Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Skeljungs, linda@skeljungur.is, sími: 444-3000. Sótt er um starfið á vef Skeljungs, skeljungur.is/laus-storf. Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl næstkomandi. • • • • • • • • • • • Fréttablaðið sKoðun 1123. mars 2023 FIMMTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.