Fréttablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 22
Ljóst er að sá pistill hefur mikil áhrif á þá skoðun sem almenn- ingur kann að hafa á Arnari sem þjálfara. Atvinnuleysi á meðal ungs fólks í Zenica er um 30%. Ljóst er að taugarnar verða þandar hjá þjálfarateymi íslenska lands- liðsins þegar f lautað verður til leiks í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Ísland heimsækir þá Bosníu í einum af lykilleikjum riðilsins og heimsækir svo Liechtenstein á sunnudag. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands, er meðvitaður um það að krafa verður gerð á hann og liðið í þessari undankeppni. Takist illa til hangir starf hans á bláþræði. Gengi íslenska liðsins undir stjórn Arnars hefur ekki verið gott en augljósar bætingar hafa þó verið undanfarið. Arnar hefur hins vegar fengið afsláttarkjör vegna þeirra aðstæðna sem voru hjá Knattspyrnusam- bandinu. Lykilmenn hættu, lykil- mönnum var bannað að taka þátt vegna gruns um brot og ný kynslóð tók við keflinu. Arnar hefur fengið tíma til að undirbúa liðið fyrir þetta ár sem er virkilega mikilvægt fyrir hann, liðið og knattspyrnu- sambandið. Arnar Þór fer hins vegar með mótvind í fangið inn í þetta verk- efni, besti varnarmaður liðsins, Sverrir Ingi Ingason, þurfti að draga sig út vegna meiðsla og Aron Einar Gunnarsson er í banni gegn Bosníu. Aðrir leikmenn eru hins vegar klárir í slaginn og er þetta einn sterkasti hópur sem Arnar Þór hefur getað valið. Varnarleikur liðsins gæti hins vegar liðið fyrir fjarveru þessara lykilmanna. Mál Alberts Guðmundssonar hefur svo tekið toll í umræðunni, ljóst er að pistill Guðmundar Bene- diktssonar um síðustu helgi setti aukna pressu á Arnar Þór í starfi. Þar steig einn vinsælasti maður þjóðarinnar fram og valtaði yfir landsliðsþjálfarann, ljóst er að sá pistill hefur mikil áhrif á þá skoðun sem a l m e n n i n g u r kann að hafa á Arnari sem þjálf- ara. Ég hef hins vegar trú á því að Ar nar geti snúið taf linu við og náð góðum árangri á þessu ári. Ungir og sprækir l e i k m e n n h a f a fengið mikilvæga reynslu á síðustu tveimur árum og eldri og rey ndari l e i k me n n e r u á góðum stað, Alfreð Finnbogason er byrjaður að skora í Danmörku, Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað frábærlega með Burnley á Englandi, Hörður Björgvin Magn- ússon gerir vel í Grikklandi og þannig mætti áfram telja. Íslenska liðið þarf að fá hið minnsta fjögur stig úr þessu verkefni til að koma sér af stað í þá vegferð að tryggja sér sæti á Evrópu- mótinu í Þýskalandi 2024. Takist að ná í þessi f jögur stig verður sumarið skemmtilegt þar sem Slóvakía og Portúgal mæta í Laugardal- inn. n Með vindinn í fangið getur Arnar snúið vörn í sókn í kvöld Utan Vallar | Hörður Snævar Jónsson hordur @frettabladid.is helgifannar@frettabladid.is Fótbolti Íslenska landsliðið kom síðdegis í gær til Bosníu-Hersegó- vínu, liðið mætir í dag heimamönn- um í borginni Zenica. Íslenska liðið gistir þó í höfuðborginni Sarajevó og keyrir á milli. Heimamenn kjósa að spila í Zenica þar sem stuðning- urinn við liðið er mikill, aðeins geta þó 3.500 áhorfendur mætt á völlinn í kvöld vegna hegðunar stuðnings- manna í leikjum á undan. Íslenska liðið getur stillt upp sterku liði í kvöld en fjarvera Sverris Inga Ingasonar og Arons Einars Gunnarssonar í varnarleiknum er blóðtaka. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, þarf að finna lausn á þeim hausverk. Um er að ræða fyrsta leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári, liðið leikur tíu leiki á þessu ári og nái liðið öðru af tveim- ur efstu sætunum fær það farmiða á lokamótið í Þýskalandi á næsta ári. Fréttablaðið telur að Arnar Þór Viðarsson muni stilla upp þessu byrjunarliði í Bosníu í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45 á Viaplay. n Líklegt byrjunarlið Íslands (4-1-4-1) n Rúnar Alex Rúnarsson (Alanyaspor) n Daníel Leó Grétarsson (Slask Wroclaw) n Guðlaugur Victor Pálsson (DC United) n Hörður Björgvin Magnússon (Panathinaikos) n Davíð Kristján Ólafsson (Kalmar FF) n Stefán Teitur Þórðarson (Silkeborg) n Arnór Sigurðsson (FK Norrköping) n Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) n Hákon Arnar Haraldsson (FCK) n Jón Dagur Þorsteinsson (OH Leuven) n Alfreð Finnbogason (Lyngby) Hausverkurinn er í varnarleiknum Jóhann Berg þarf að eiga góðan leik í kvöld. FréttabLaðið/anton brink Í kvöld mun íslenska karla- landsliðið í knattspyrnu hefja leik í undankeppni Evrópu- mótsins 2024. Andstæðingur- inn er Bosnía og Hersegóvína og spilað verður í borginni Zenica þar sem mikið atvinnuleysi er og fangelsið er helsta kennileiti borgarinnar Fótbolti Bosnía og Ísland munu leiða saman hesta sína í undan- keppni EM 2024 í kvöld. Um fyrsta leik undanriðilsins er að ræða. Leik- urinn fer fram í borginni Zenica, en hún er um 70 kílómetrum norðan af höfuðborginni Sarajevó. Íslenska landsliðið ætlar hins vegar að dvelja í höfuðborginni. Aðspurður segir landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson þá ákvörðun aðeins hafa verið tekna með undir- búning leikmanna fyrir leik kvölds- ins í huga. Íslenska liðið tók síðustu æfingu sína fyrir leik í München í gær, þar sem liðið hafði undirbúið sig síðustu daga. Það var því ekki farið yfir til Bosníu fyrr en seinni partinn. „Við litum bara á það sem svo að það væri best að klára ferðalagið og vera komnir inn á hótel sem fyrst. Það var helsta ástæðan fyrir því að við fórum þangað í kvöld,“ segir Arnar Þór. Fresta akstri um einn dag Arnar segir að leikmenn þurfi að vera sem ferskastir í leik kvöldsins og því var ákvörðunin tekin. Aron Einar Gunnarsson var sendur með Arnari til Zenica í gærkvöldi en hann er í leikbanni á morgun. „Við þurfum þess í stað að keyra í klukkutíma á morgun en við vildum gefa leikmönnum meiri og betri hvíld í dag en að vera að bruna til Zenica beint eftir f lug. Það hefði lengt ferðalagið aðeins of mikið.“ Þegar Zenica er flett upp er fang- elsið þar í borg, Zenica-fangelsið, áberandi í leitarniðurstöðunum. Um er að ræða stærsta fangelsi Bos- níu, en það var einnig það stærsta í allri Júgóslavíu sem þá var. Fangelsið hýsir marga af hættu- legustu föngum Bosníu. Því er þó skipt upp í álmur. Það eru hlutar þar sem gríðarmikil gæsla er en í öðrum hafa menn meira frelsi. Fjallað var um fangelsið í Netf lix-þáttunum vinsælu Inside the world's toughest prisons. Nafnið á þáttunum segir allt sem segja þarf. Mikið atvinnuleysi í Zenica Zenica er fjórða stærsta borg Bos- níu. Þar búa um 115 þúsund manns. Mikið atvinnuleysi er í borginni, þá sérstaklega á meðal ungs fólks. Þar er hlutfallið um 30%. Borgin kom illa út úr stríðinu á tíunda áratug síðustu aldar, þar sem þúsundir létu lífið og hefur hún í raun aldrei náð vopnum sínum aftur að fullu. Efna- hagurinn er til að mynda í molum í borginni. Leikvangurinn sem leikur Bosníu og Hersegóvínu og Íslands verður spilaður á í kvöld heitir Bilino Polje. Stór hluti hans verður hins vegar lokaður fyrir áhorfendum í kvöld. Er það gert í refsiskyni vegna hegð- unar stuðningsmanna Bosníu og Hersegóvínu. Stuðningsmenn Bos- níu og Hersegóvínu-landsliðsins hér í Zenica eru sagðir sérstaklega blóð- heitir. Það er einmitt ástæða þess að heimaleikir liðsins eru leiknir hér. Það getur þó greinilega gengið of langt, líkt og bannið gefur til kynna. Það er spurning hvort færri áhorf- endur komi sér vel fyrir Strákana okkar. Leikurinn, sem hefst klukkan 19.45 í kvöld að íslenskum tíma, er sá fyrri í þessu landsliðsverkefni Íslands. Á sunnudag mætir liðið Liechtenstein, einnig ytra. Í riðli Íslands eru einnig Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg. Möguleik- inn á því að komast á stórmót á ný er því svo sannarlega til staðar. Það skiptir þó miklu að byrja á jákvæð- um úrslitum í Zenica í kvöld. n Kusu að gista ekki á leikstað í Bosníu Helgi Fannar Sigurðsson helgifannar@ frettabladid.is skrifar frá München Íslenska lands- liðið ferðaðist með einkaflug- vél frá Þýska- landi til Bosníu og Hersegóvínu í gær. FréttabLaðið/ HeLgi Fannar 14 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 23. MARs 2023 FiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.