Fréttablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 27
Prinsessu- leikarnir eru erfitt og krefj- andi verk en leik- stjórinn Una Þor- leifsdóttir heldur vel á spöð- unum. Ég vil meina að við séum öll rómantísk. Málarar Við erum löggiltir málarar. Tökum að okkur öll verkefni, stór og smá. Gerum tilboð eða tímavinnu og erum mjög sann- gjarnir. Endilega hafa samband í síma 782 4540 eða í loggildurmalari@gmail.com Nudd Nudd Nudd Slökunarnudd í miðbæ Reykjarvíkur. Lausir tímar. Sími 694 7881, Janna. Leikhús Prinsessuleikarnir Borgarleikhúsið Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Birgitta Birgisdóttir, Jörundur Ragnarsson, Sólveig Arnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir Höfundur: Elfriede Jelinek Þýðing: Bjarni Jónsson Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Leikmynd, búningar, leikgervi og lýsing: Mirek Kaczmarek Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson og Jón Örn Eiríksson Aðstoð við lýsingu: Fjölnir Gíslason Starfsnemi: Erna Kanema Mashinkila Þorvaldur S. Helgason Nýjasta uppfærsla Borgarleikhúss­ ins, Prinsessuleikarnir eftir austur­ ríska Nóbelsskáldið Elfriede Jelinek, var frumsýnt á Nýja sviðinu síðasta föstudag. Um er að ræða rúmlega tuttugu ára gamalt verk sem heitir á upprunalegu þýskunni Prinzess­ innen dramen, sem í beinþýðingu myndi útleggjast sem Prinsessu­ leikritin eða Prinsessudramað á íslensku. Bjarni Jónsson ákveður þó að þýða titilinn sem Prinsessuleikarnir sem er bæði viðeigandi miðað við leikgleði verksins auk þess sem það býr til skemmtileg hugrenninga­ tengsl við Hungurleikana, dystóp­ ískar ungmennabækur Suzanne Collins. Ólíkt Hungurleikunum þá þurfa prinsessurnar í Prinsessuleik­ unum ekki að myrða hver aðra til að komast lífs af en í verki Jelinek þurfa prinsessurnar þó að berjast fyrir lífi sínu og tilverurétti í karllægum heimi sem reynir í sífellu að halda þeim niðri og skilgreina þær út frá fyrirframgefnum staðalmyndum. Þrjár prinsessur Upprunalegt verk Jelinek skiptist í fimm þætti sem hver fjallar um eina ákveðna prinsessu en í uppsetningu Borgarleikhússins velur leikstjórinn Una Þorleifsdóttir að setja upp þrjá þætti og einblína á prinsessurnar Mjallhvíti (Birgitta Birgisdóttir), Þyrnirós (Vala Kristín Eiríksdóttir) og Jacqueline Kennedy (Sólveig Arnarsdóttir). Verkið hefst á klassískri mynd úr ævintýrunum þegar Mjallhvít vaknar úr dái í glerkistu en í stað þess að hún sé kysst af prinsinum eru það tveir sviðsmenn sem lyfta lokinu af gríðarstórri skel sem hýsir glerkistu prinsessunnar. Birgitta er frábær sem hin hrekklausa Mjall­ hvít og upphafssenan þar sem hún ráfar um sviðið og tekur andköf af undrun er hún uppgötvar töfra­ skóginn í kringum sig er bráðfyndin og íronísk nálgun á uppmálað sak­ leysi hinna gömlu Disney­teikni­ mynda. Mjallhvít er þó ekki lengi ein í paradís því brátt valsar veiðimaður­ inn inn á sviðið í túlkun Bergs Þórs Ingólfssonar, klæddur í magnaða múnderingu sem minnir á tölvu­ leikjahetju; skærrauðar veiðibuxur, síðan frakka með tölvuleikjagrafík og gyllta vöðvabrynju. Í stað byssu er hann vopnaður laufblásara sem hann pússar ítrekað með rauðri og grænni húfu til skiptis. Samspil þeirra Birgittu og Bergs er spennu­ þrungið og Bergi tekst að skapa ógnvekjandi karakter sem endar á að draga prinsessuna um sviðið eins og gólftusku. Óborganlegur Jörundur Vala Kristín túlkar Þyrnirós fanta­ vel enda mætti segja að hún sé fædd til að leika prinsessur, svo líf leg og glæsileg er hún á sviði. Þáttur Þyrni­ rósar er mun kómískari heldur en hinir tveir þættirnir og er það að stóru leyti vegna innkomu Jörundar Ragnarssonar sem draumaprinsins. Jörundur er alveg óborganlegur í hlutverki hins kynóða og sjálf­ hverfa prins sem þjáist af mikil­ mennskubrjálæði á háu stigi og lýsir sjálfum sér sem guði almátt­ ugum. Atriðið þar sem prinsinn reynir að tæla Þyrnirós með því að gyrða sig með risagöndli og fara í trekant með tveimur tröllvöxnum brúðum er eitt af því fyndnasta sem undirritaður hefur séð á sviði Borgarleikhússins. Goðsögnin og manneskjan Í þriðja og síðasta þætti verksins kveður við annan tón en þá stígur Sólveig Arnarsdóttir á svið sem forsetafrúin Jackie Kennedy og Jörundur bregður sér í hlutverk eiginmanns hennar sáluga John F. Kennedy. Sólveig er algjörlega frá­ Úti er ævintýri tsh@frettabladid.is Listakonan Anna Margrét Ólafsdóttir fjallar um ólíkar birtingarmyndir rómantíkur í verkinu Rómantík sem hún frumsýnir í Borgarleikhúsinu á vegum verkefnisins Umbúðalaust næsta föstudag. „Ég er að reyna að hafna öllu því sem neyslusamfélagið og dægur­ menning hafa sagt okkur að sé róm­ antískt. Reyna að byrja upp á nýtt, hugsa fyrir mig sjálfa og gera tilraun til þess að fá áhorfendur til að hugsa fyrir sig sjálfa hvað þeim þykir í raun og veru rómantískt. Mín kenning er sú að samfélagið sé búið að setja upp einhverja mynd af rómantík. Þau sem tengja við þessa mynd eru þá rómantísk og gera þessa hluti en þau sem tengja ekki við það skilgreina sig þá kannski sem órómantísk. En ég vil meina að við séum öll rómantísk,“ segir Anna Margrét. Finnst þér rómantík þá hafa verið niðurnjörfuð af kapítalismanum og neyslusamfélaginu? „Já, heldur betur. Ég meina, mörg okkar þegar við heyrum orðið róm­ antík myndum örugglega hugsa fyrst um ástarsambönd. Hvað gerir maður í ástarsamböndum, maður kaupir blóm eða gefur gjafir, fer á stefnumót og út að borða. En þetta eru svo rosa­ lega staðlaðar og þröngar hugmyndir um hvað rómantík er. Ég fer líka aðeins aftur í hvað rómantíska tíma­ bilið var og enda eiginlega á hugtaki sem ég kalla rómantískt skap.“ Hvernig lýsir það sér að vera í rómantísku skapi? „Rómantískt skap er ástand þar sem við erum í ró og horfum á hlut­ ina í kringum okkur með róman­ tískum augum og lærum að meta þá á nýjan hátt. Það er eins konar hugar­ ástand þar sem fegurð og hlýja í garð heimsins og annarra er ráðandi.“ Anna Margrét er gjörninga­ og myndlistarkona og segir hún verkið eiga rætur sínar í gjörningnum. „Mig langar að segja að þetta sé upplifunargjörningur þar sem áhorf­ endur ferðast með sviðsmyndinni um rýmið. Þetta er verk sem kemur með tilboð um að bjóða fólki í róm­ antískt skap,“ segir hún. Þá ítrekar Anna Margrét að róm­ antík þurfi alls ekki bara að vera á milli tveggja elskenda heldur geti fólk upplifað rómantík í alls konar aðstæðum. „Þetta getur verið á milli vina eða ókunnugra, stað eða stund, hefðum eða einhverju svoleiðis. Pælingin er sú að ég er hér í rómantísku skapi búin að búa mér til minn rómantíska heim uppi í leikhúsi og býð fólki inn í það hugarástand,“ segir Anna Mar­ grét. n Nánar á frettabladid.is Skapar sinn eigin rómantíska heim Anna Margrét vill hafna hugmyndum neyslusamfélagsins og dægurmenn- ingar um rómantík og skapa sitt eigið rómantíska skap. FréTTABLAðið/ANToN Sólveig Arnars- dóttir er algjör- lega frábær sem forsetafrúin Jackie Kennedy í Prinsessuleik- unum. MyNd/GríMur BjArNASoN bær sem Jackie og nær nánast dul­ rænu valdi á texta Jelinek sem er svo sannarlega ekkert léttmeti. Leiktextinn sjálfur samanstend­ ur nánast alfarið af ljóðrænum einræðum sem f læða eins og foss af munni leikaranna og sem áhorf­ andi er mjög krefjandi að halda þræði í verkinu. Enda hafði leik­ hússtjórinn Brynhildur Guðjóns­ dóttir orð á því eftir frumsýningu að í upprunalegu handriti Jelinek væri tekið fram að textinn sé ekki ætlaður til sviðsetningar. Í þriðja þættinum rofar til í fram­ vindunni sem verður raunsæislegri þegar fjallað er um manneskjur af holdi og blóði. Í mögnuðum mónó­ log þar sem Jackie lýsir því hvernig hún reyndi í örvæntingu að bjarga eiginmanni sínum JFK eftir að hann var skotinn í höfuðið í Dallas í nóv­ ember 1963, sameinast goðsögnin, prinsessan og manneskjan Jacque­ line Kennedy. Lifandi og dýnamískt samspil Prinsessuleikarnir eru erfitt og krefjandi verk en leikstjórinn Una Þorleifsdóttir heldur vel á spöð­ unum og skapar sviðsetningu sem er einstaklega vönduð í alla staði. Samspil leikaranna er lifandi og dýnamískt og ítrekað eru dregnar upp sterkar senur. Þá verður að segjast að stjarna sýningarinnar er pólski listamaðurinn Mirek Kaczm­ arek sem gerði sér lítið fyrir og sá í senn um leikmynd, búninga, leik­ gervi og lýsingu verksins. Sviðsmynd og búningar Mireks eru listaverk út af fyrir sig, neongul­ ir og ­grænir prinsessukjólar Mjall­ hvítar og Þyrnirósar myndu sæma sér vel á hvaða tískupalli sem er og munir eins og glerkista Mjallhvítar og kynlífsbrúðurnar tröllvöxnu eru eins og myndlistarverk. Prinsessu­ leikarnir eru þess virði að sjá bara fyrir handbragð Mireks. Þá stendur tónlist Gísla Galdurs Þorgeirssonar vel fyrir sínu enda er hann eitt af reyndustu leikhústónskáldum þjóðarinnar. n Niðurstaða: Prinsessuleikarnir eru erfitt verk en veisla fyrir unn- endur framúrstefnuleikhúss. Fréttablaðið menning 1923. marS 2023 FimmTUDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.