Fréttablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Katla fermist borgaralega í Hörpunni 15. apríl og er farin að telja niður dagana. Eitt af því sem skiptir þær miklu máli er að láta ljós sitt skína á stóra deginum, vera góðar fyrir- myndir og svo ætla þær að klæðast íslenskri hönnun sem þær halda mikið upp á. Mæðgurnar eru afar samrýndar og langar að vera í stíl á fermingardaginn og jafnvel gera eitthvað táknrænt, eiga flík eða fylgihlut sem tengir þær saman og minnir á daginn. Stóri dagurinn er mikilvægur hjá Kötlu og undirbúningur hefur gengið vel. Katla ætlar að taka virkan þátt í veislunni og þær mæðgur hafa skýra sýn á það hvernig þær langar að hafa daginn í heild sinni. „Ég hlakka mikið til athafnarinnar og að hitta og sjá alla ættingja mína í veislunni en ég hef ákveðið að syngja í fermingar- veislunni,“ segir Katla en hún er einnig í leiklistarskóla og því búin að æfa sig að koma fram. Hvað þýðir ferming fyrir þig? „Hátíð til þess að „selebreita“ lífi einhvers,“ segir Katla. Katla og vinkonur hennar tala mikið um hvernig fermingarfötum þær ætla að vera í og hvernig litir eiga að vera í þeim. En Katla er ákveðin að vera í íslenskri hönnun. „Mig langar að vera í litríkri og fallegri flík og við mamma erum búnar að velja okkar hönnuð, Sif Benedictu. Efnin eru öll unnin úr náttúrulegum og efnum og svo eru flíkurnar svo klassískar. Það er svo eigulegt.“ Katla er ekki búin að ákveða hvaða litaþema hún vill hafa. „Veislan verður í Þjóðleikhús- kjallaranum, þar eru svo miklir litir og er grunnliturinn rauður. Við mamma, sem er sviðshönn- uður, erum að vinna með liti sem passa við það. Ég hef ekki miklar áhyggjur af skreytingum, salurinn skreytir sig svolítið sjálfur.“ Hún er stressuðust yfir því ef for- eldrar hennar muni halda ræðu og að það verði vandræðalegt vegna þess að mamma hennar er alltaf svo væmin. „Öllu öðru en ræðunni hennar mömmu er ég rosa spennt fyrir,“ segir Katla. Kötlu langar til að hafa leiki í veislunni sinni sem allir geta tekið þátt í. „Það verður myndakassi á staðnum sem ég ætla að útbúa sjálf með minni eigin myndavél og standi sem ég á fyrir myndavélina,“ segir hún og er á því að þannig geti hún líka varðveitt minningarnar um gestina í veislunni og útbúið myndræna gestabók. Glæsilegur samfestingur við hvíta strigaskó. Mæðgurnar stilla sér upp fyrir myndatöku. Litagleðin fangar augað. Hönn- uður er Halldóra Sif og Sunna Björk sá um förðun. Fylgihlutir eru stór partur af heildarsamsetningunni. Hugmyndin var að gera fallega handtösku sem gæti til að mynda erfst milli móður og dóttur. Katla er ekkert hrædd við liti og notar þá ópart.Það er sko allt í lagi að bregða á leik. MyndiR/nAtALiE KUBiAK Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is „Ferming er áþreifanleg athöfn sem fagnar ákveðnum þroska – lífið er svolítið: fyrir og eftir fermingu,“ segir Drífa og bætir við að hún hafi notið þess tíma sem þær mæðgurnar eru búnar að verja saman í undirbúningnum. „Varðandi veitingarnar í veislunni langar mig mikið til að við eldum eitthvað ljúffengt saman,“ segir Drífa og bætir við að hún sé ekki búin að ræða það við fermingar- barnið. „Ég vona svo sannarlega að Katla taki vel í það, ferming er dýr og okkur langar vera fyrirmyndir og gera sem mest sjálfar.“ Fallegt samband mæðgna Halldóra Sif er hönnuðurinn bak við Sif Benedicta vörulínuna og segir að línan hafi alltaf snúist um það að gera fylgihluti og flíkur sem eru litríkar og gleðja augað. „Efnis- val er ætíð úr náttúrulegum vönd- uðum efnum og eða endurunnum efnum. Hönnunin er klassísk en um leið eitthvað sem vekur upp nostalgískar tilfinningar. Hug- myndin var að gera fallega hand- tösku sem gæti til að mynda erfst milli móður og dóttur. Þess vegna fannst okkur svo gaman að mynda Kötlu og móður hennar, Drífu, sem sýnir einstaklega fallegt sam- band á milli móður og dóttur. Þær eru miklar vinkonur og treysta hvor á aðra sem mér finnst svo fallegt,“ segir Hall- dóra Sif og bætir við að það hafi verið upplifun að fylgjast með þeim máta flíkur saman og finna sinn persónulega stíl. n Klassísk og vönduð hönnun þar sem litirnir fá að njóta sín. Ég hlakka mikið til athafnarinnar og að hitta og sjá alla ætt- ingja mína í veislunni en ég hef ákveðið að syngja í fermingarveislunni. Katla Líf Drífu-Louisdóttir 2 kynningarblað A L LT 23. mars 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.