Fréttablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 12
Þingheimur getur ekki leyft sér að horfa á vandamálið ágerast og senda reikninginn á heimilin. Þó að neysla hafi aldrei verið auðveldari en í dag, má segja að nú sé að sama skapi flóknara en nokkru sinni fyrr að vera neytandi. Líklega er 18. aldar maðurinn Skúli Magnússon fógeti fyrsti baráttu- maður fyrir bættum neytendarétti á Íslandi. „Mældu rétt, strákur“, á kaupmaðurinn að hafa fyrirskipað Skúla ungum að aldri en átti þá við, að Skúli skyldi mæla rangt svo að kaupendur fengju minna korn en þeir borguðu fyrir. Þetta mun hafa sært réttlætistilfinningu Skúla svo mjög að hann helgaði líf sitt neyt- endavernd. Hvað sem líður sannleiksgildi sögunnar barðist Skúli fyrir neyt- endavernd þegar hann var orðinn fógeti og hafði yfirumsjón með fjár- málum, atvinnu og verzlunarmálum á Íslandi fyrir hönd Danakonungs. Hann lét brjóta upp skemmur kaup- manna og kasta 1.000 tunnum af skemmdu mjöli í sjóinn. Kaupmenn- irnir voru síðar dæmdir í svo miklar sektir að sjóðurinn sem myndaðist úr þeim, mjölbótarsjóðurinn svo- nefndi, varð mikil stoð fyrir íslensk- an landbúnað á næstu áratugum auk þess að kosta byggingu Menntaskól- ans í Reykjavík. Í dag, þann 23. mars, eru 70 ár liðin frá því hópur fólks undir forystu Sveins Ásgeirssonar hag- fræðings, Jóhanns Sæmundssonar prófessors og Jónínu Guðmunds- dóttur, formanns Húsmæðrafélags Reykjavíkur, stóðu að stofnun Neyt- endasamtakanna í Tjarnarcafé við Vonarstræti. Stofnun samtakanna átti sér nokkurn aðdraganda sem hófst með tveimur útvarpserindum Sveins í októbermánuði árið áður. Sveinn var kjörinn fyrsti formaður hinna nýju samtaka og bar hitann og þungann af starfseminni fyrstu fimmtán árin. Í ávarpi frá stjórn samtakanna í fyrsta tölublaði Neytendablaðsins sem gefið var út strax í júní sama ár segir: „Almenn neytendasamtök hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu, þar sem enginn aðili er til sem treystist til að halda fram sjónarmiðum og rétti neyt- endanna almennt og gæta hagsmuna þeirra fyrst og fremst. Þess vegna hefur mjög skort á, að neytendum væri sýnt fullt tillit, og þeir hafa Neytendasamtökin fyrir þig í sjötíu ár Breki Karlsson formaður Neytendasam- takanna vegna samtakaleysis jafnvel ekki getað spornað við hinu freklegasta tillitsleysi í þeirra garð.“ Fyrsta verkefni samtakanna var að vinna að „bættri tilhögun á afgreiðslutíma sölubúða og opin- berra stofnana …“ í samstarfi við Samband smásöluverzlana og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Samhliða var hafin útgáfa málgagns „til að berjast fyrir sjónarmiðum neytendanna almennt og vekja þá til meðvitundar um rétt sinn.“ Það málgagn, Neytendablaðið, kom fyrst út í júní 1953 og hefur komið út nær óslitið síðan. Það má með sanni segja að á 70 ára sögu sinni hafi Neytendasamtökin verið sjálfstæð rödd neytenda og unnið að margvíslegum umbótum fyrir hönd neytenda. Ég er bæði stoltur og auðmjúkur að fá að standa á herðum þessa framsýna fólks við að þoka áfram neytendabaráttunni fyrir f leiri tækifærum, betri rétt- indum og sanngjarnari kjörum. Allt frá innleiðingu mölunardag- setninga á kaffi á sjötta áratugnum, leiðbeiningabæklingum samtak- anna á sjöunda áratugnum, fyrsta kartöflumálinu á þeim áttunda til baráttunnar gegn smálánum og Vaxtamálinu nú á síðustu árum; Allar götur hafa Neytendasamtökin unnið að úrbótum fyrir neytendur - og því munum við halda áfram af óskertum styrk. Samfélagið og neyslan hafa tekið stórkostlegum breytingum frá því Neytendasamtökin voru stofnuð og málefni neytenda hafa því einnig færst inn á nýjar brautir. Hin nýja barátta um réttindi og tækifæri neytenda á sér meðal ann- ars stað í stafrænum heimi þar sem gögn um einkamál neytenda ganga kaupum og sölum, og brotamenn sjá tækifæri til að „mæla rétt“. Þá fela mikilvæg græn umskipti einnig í sér áskoranir fyrir ábyrga neytendur, til dæmis þegar óábyrgir stjórnendur fyrirtækja beita grænþvotti til að villa um fyrir okkur, eða þegar reglur eru ekki til staðar í deilihagkerfinu. Þó að neysla hafi aldrei verið auð- veldari en í dag, má segja að nú sé að sama skapi flóknara en nokkru sinni fyrr að vera neytandi. Einmitt þess vegna verður meðal stóru verkefna samtakanna á næstu árum að sjá til þess að neytendum verði gert kleift að velja góðar og öruggar vörur, með eins litlum umhverfissporum og mögulegt er. Það er vandratað í neytendafrum- skógi dagsins í dag. Okkur er víða lofað gulli og grænum skógum og oft er erfitt er að sjá í gegnum blekk- ingarvaðalinn og margar keldurnar að varast. Hrein og bein svikastarf- semi þrífst í skjóli góðrar trúar neyt- enda. Maðkað mjöl leynist víða og óvíst hvar Skúla fógeta bæri niður í neytendabaráttunni, væri hann uppi í dag. Neytendasamtökin hafa þjónu- stað neytendur í 70 ár og spornað gegn yfirburðastöðu valdhafa, sérhagsmunahópa og fyrirtækja. Neytendasamtökin eru frjáls félaga- samtök sem reiða sig á árgjöld félags- manna. Því fleiri félagsmenn, þeim mun öflugri Neytendasamtök. Láttu þig varða, vertu með og skráðu þig í Neytendasamtökin. n VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna www.vm.is Aðalfundur VM 2023 Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 31. mars kl. 17:00. Fundarstaður: Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogs megin) Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Nánari upplýsingar varðandi fundinn er að finna á heimasíðu félagsins, vm.is Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum. Vaxtahækkun Seðlabankans í gær var eftir svartsýnustu spám. Hækk- unin rammar inn það ástand í ríkis- fjármálum sem Viðreisn hefur varað við um langa hríð. Heimilin sitja svo uppi með reikninginn, í formi dýrari matarkörfu og hærri afborgana af húsnæði. Þungi málsins fer vaxandi. Það finna langflestir á eigin skinni. Þjóðkjörnir fulltrúar geta ekki leyft sér að setja kíkinn fyrir blinda augað  í því ástandi sem skapast hefur á vakt ríkisstjórnarinnar. Til þess að taka á þeim bráðavanda sem íslensk heimili standa nú frammi fyrir þurfum við öll að stíga upp úr pólitískum skotgröfum. Þingheimur getur ekki leyft sér að horfa á vanda- málið ágerast og senda reikninginn á heimilin. Viðfangsefnið krefst jarðbund- inna lausna sem hægt er að ráðast í strax. Þar kemur að kjarna máls. Sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að ráðast í að hemja vaxandi útþenslu ríkissjóðs til að bregðast við verðbólgu og tilheyrandi vaxta- hækkunarferli. Verkefnið er ærið. Viðreisn er nú sem fyrr reiðubúin að leggja sitt á vogarskálarnar til að koma með til- lögur í þá átt. Eins er flokkurinn til í að standa með góðum málum sem aðrir kunna að leggja á borðið. Því þetta þarf ekki að vera svona. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann, hefja okkur upp yfir hversdagsþrasið og leita sam- eiginlegra lausna á því að rétta við bókhald ríkisins - og það strax. n Jarðbundnar lausnir strax Hanna Katrín Friðriksson þingflokksfor- maður Viðreisnar 12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 23. mARs 2023 FIMMTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.