Fréttablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 6
Icelandair er bjartsýnt á
farsæla útkomu í losunar-
deilunni. Landvernd segir
afstöðu ESB skynsamlega.
Bréf Ursulu loks birt.
bth@frettabladid.is
loftslagsmál „Viðhorf ESB koma
ekki á óvart,“ segir Auður Önnu
Magnúsdóttir framkvæmdastjóri
Landverndar. „Þetta eru eðlileg við-
brögð og fyrirséð. Mér finnst mjög
vandræðalegt að íslensk stjórnvöld
hafi reynt að fá þessa sérmeðferð.“
Í svarbréfi Ursulu von der Leyen,
forseta framkvæmdastjórnar ESB,
við bréfi Katrínar Jakobsdóttur for-
sætisráðherra segir að sumar óskir
íslenskra stjórnvalda um að litið
verði til sérstöðu vegna losunar-
skatta af millilandaflugi, sem gætu
hækkað mjög innan tíðar, séu ekki í
samræmi við evrópska löggjöf.
Hagsmunir eru í málinu fyrir
íslensk f lugfélög, Kef lavíkurf lug-
völl og íslenska ferðaþjónustu. Ekki
liggur fyrir hve mikið verð hvers
flugmiða gæti hækkað eða hvenær
breytingin verður. Millilendinga-
módel íslensku f lugfélaganna í
Keflavík gæti orðið illa úti vegna
skattahækkunarinnar.
„Icelandair styður stjórnvöld í
þeirra baráttu til að tryggja nauð-
synlegar undanþágur. Við erum
vongóð um að ásættanleg niður-
staða fáist,“ segir Bogi Nils Bogason,
forstjóri Icelandair.
Ursula minnir í bréfi sínu á að við-
skiptakerfi með losunarheimildir af
flugi hafi verið komið á árið 2012 og
aðeins verði gerðar smávægilegar
breytingar á fyrri stefnu í landfræði-
legu tilliti. Tilgangur aðgerðanna sé
að draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda.
Rök íslenskra stjórnvalda og for-
ráðamanna f lugfélaganna hafa
verið að losun minnki ekki endilega
vegna breytinganna. Hún gæti færst
til eða farið á nýjar hendur. Hætta
sé á að félög sem ekki eru bundin af
losunarsköttum hagnist.
Vísað hefur verið til þeirrar sér-
stöðu að Íslendingar geti ekki tekið
lest eða strætó út í heim en Land-
vernd segir að Ísland eigi að greiða
losunargjöldin án afsláttar.
„Við erum mjög ríkt land og
þurfum að gera okkar í loftslags-
málum eins og aðrir,“ segir Auður.
„Að reyna að komast undan losun
í ETS-kerfinu er í ósamræmi við
stefnu stjórnvalda. Stjórnvöld tala
tveimur tungum,“ bætir Auður við.
„Áætlun Isavia um gríðarlega aukn-
ingu ferðamanna er ekki í samræmi
við loftslagsmál. Við þurfum að fá
ferðamenn til að stoppa lengur.“
Ekki fengust viðbrögð frá Katrínu
Jakobsdóttur forsætisráðherra. Allir
ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru
einhuga um baráttu Íslands.
Fram kom hjá Bjarna Benedikts-
syni fjármálaráðherra í umræðum
á Alþingi nýverið að það gæti haft
tvísýnar afleiðingar ef Íslendingar
kjósa að beita neitunarvaldi í EES-
nefndinni. Sérfræðingur í Evrópu-
rétti hefur einnig varað við því.
Forsætisráðuneytið hafði áður
synjað ósk blaðsins um afrit af bréfi
Ursulu.
Fréttablaðið kærði synjunina til
úrskurðarnefndar um upplýsinga-
mál. Ráðuneytið leitaði ráðgjafar
hjá ESB. Niðurstaðan varð að Frétta-
blaðið fékk afrit af bréfinu og hefur
því afstaða forseta framkvæmda-
stjórnar ESB nú komið fyrir sjónir
almennings í þessu risavaxna deilu-
máli. n
Tíu börn bíða eftir
meðferð í Barnahúsi.
Við erum vongóð um
að ásættanleg niður-
staða fáist.
Bogi Nils
Bogason, for-
stjóri Icelandair
Að reyna að komast
undan losun í ETS-
kerfinu er í ósamræmi
við stefnu stjórnvalda.
Stjórnvöld tala tveimur
tungum.
Auður Önnu
Magnúsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Land-
verndar
Guðjón Sigurbjartsson
framkvæmdastjóri HEI
11:05 Medical Park sjúkrahúsin
Sema Gúnn
verkefnisstjóri á Medical Park
Magaermi
á Medical Park í Istanbul
Pakkaverð um 500.000 kr.
Frír kynningarfundur
laugardaginn 25. mars 2023 kl. 11:00 í Hátúni 10.
Læknir og verkefnisstjóri Medical Park kynna
spítalann og ýmsar aðgerðir fyrir áhugasömum.
Próf. Dr. Aziz Súmer
skurðlæknir á Medical Park
12:00 Léttur hádegisverður
11:30 Magaermi og fleira
Óformlegt spjall og viðtöl við lækni
og aðra fram yfir hádegi.
Skráning og nánari upplýsingar:
hei.is/mpk
11:00 Opnun
Tilraunir stjórnvalda gangi
þvert gegn yfirlýstri stefnu
Forstjóri Icelandair segist enn bjartsýnn á að tekið verði tillit til óska Íslendinga í losunardeilunni. Fréttablaðið/Ernir
bth@frettabladid.is
Heilbrigðismál Janus Guðlaugs-
son, doktor í íþrótta- og heilsu-
fræðum, sem starfrækir fyrirtækið
Janus heilsuef ling sem þjónustar
eldri borgara í sjö sveitarfélögum,
segir að hægt sé að snúa hægfara
vöðvarýrnun aldraðra, sem fjallað
var um í Fréttablaðinu í gær, til betri
vegar.
„Það gerist í kringum fertugt að
vöðvamassinn fer að rýrna,“ segir
Janus.
„Þegar á efri árum, um og yfir
sextugt, getur skapast margvís-
legur heilsufarsvandi. Heilbrigðis-
kerfinu í dag hættir því miður til að
taka í fóstur langvarandi sjúkdóma
í stað þess að bregðast við þeim með
heilsutengdum forvörnum. Með
markvissum forvörnum, meðal
annars styrktarþjálfun og fræðslu,
má koma í veg fyrir ótímabæra
vöðvarýrnun. Slíkt getur hægt á
för eldri borgara inn á hjúkrunar-
heimilin en um leið lengt sjálfstæða
búsetu. Ávinningurinn verður bætt
heilsa hinna eldri og minni kostn-
aður fyrir ríki og sveitarfélög.“
Janus segir að með markvissri
styrktarþjálfun og réttri prótein-
ríkri næringu megi snúa þessu ferli
til betri vegar. „Við erum að sjá þetta
gerast í okkar heilsutengda verkefni,
að vöðvamassinn eykst og vöðva-
styrkurinn einnig. Samhliða þessu
og bættri hreyfigetu sjáum við hjá
okkar þátttakendum lífsgæðin
vera að aukast þrátt fyrir hækkandi
aldur.
Próteinríka næringin og mark-
vissa styrktarþjálfunin er lykill að
því að vinna það til baka sem tapast
hefur,“ segir Janus. n
Hægt að snúa vöðvarýrnun við
Janus Guðlaugs-
son, doktor
í íþrótta- og
heilsufræðum
benediktboas@frettabladid.is
Heilbrigðismál Alls bíða 104 börn
eftir þjónustu Heilsuskólans og
er meðalbiðtími 17 mánuðir. Þá
hafa 80 börn beðið lengur en þrjá
mánuði. Heilsuskólinn þjónar öllu
landinu og aðstoðar börn og fjöl-
skyldur þeirra sem eru of feit. Þetta
er meðal þess sem kemur fram í
upplýsingum sem Umboðsmaður
barna hefur safnað
Í febrúar biðu 105 börn eftir þjón-
ustu göngudeildar BUGL, þar af 50
sem tilheyra transteyminu. Meðal-
biðtími var rúmt hálft ár og höfðu
76 börn beðið lengur en þrjá mán-
uði. Þar að auki biðu níu börn eftir
átröskunarmeðferð.
Samkvæmt tölunum bíða tíu
börn eftir meðferð í Barnahúsi og
er meðalbiðtími 85 til 95 dagar. Sjö
hafa beðið lengur en þrjá mánuði.
Hjá sýslumanninum á höfuðborg-
arsvæðinu kom í ljós að í febrúar
biðu 175 mál meðferðar sýslumanns
á grundvelli barnalaga og hjúskap-
arlaga og hefur þeim fækkað frá því
í september síðastliðnum. Þá biðu
244 mál meðferðar.
Meðalbiðtími þessara mála hefur
þó lengst um þrjá mánuði. Hann er
nú 3,5 mánuðir en var hálfur mán-
uður í september.
Þá segir að fjöldi mála þar sem
börn eiga í hlut og beðið er sátta-
meðferðar hjá sýslumönnum á öllu
landinu hafi aukist umtalsvert og
bíða nú 58 mál en það voru aðeins
sex mál sem biðu eftir sáttameðferð
í september. n
Yfir hundrað of feit börn á biðlista
Krakkar bíða eftir þjónustu hvar sem hana er að finna. Fréttablaðið/Ernir
6 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 23. mARs 2023
fiMMTUDAGUr