Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Side 5

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Side 5
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986 5 Jón Snædál læknir ALDRAÐIROG HEILBRIGÐIS- KERFIÐ ram til ársins 1975 hafði öldruð- um á íslandi ekki verið sinnt sérstak- lega í hinu íslenska heilbrigðiskerfi. Heilsugæsla aldraðra var í höndum heimilislækna, sem unnu flestir ein- ir með hefðbundnum hætti. Auk þess höfðu flestir sérfræðingar borg- arinnar ákveðinn fjölda einstaklinga í sjúkrasamlagi. Bráðaþjónustu hlutu aldraðir á bráðadeildum sjúkrahúsa. En langtímavistun, sem er að miklu leyti sérstakt vandamál aldraðra, var með fáum undantekn- ingum í höndum sjálfseignastofna í Reykjavík og í hinum minni sjúkra- húsum úti á landi. íbúðir sérstaklega ætlaðar öldruðum voru ekki til og deildir, sem sinntu endurhæfingu aldraðra, ekki heldur. Dagvistun var óþekkt hér á landi. Arið 1975 urðu hér viss tímamót, því að þá tók til starfa fyrsta öldrun- arlækningadeild landsins. Deildin tilheyrði Landspítalanum þótt hún væri ekki á lóð hans. Gerður var leigusamningur til 13 ára við Ör- yrkjabandalagið um afnot af fimm hæðum í háhýsi þess við Hátún 10B. Deildin tók til starfa í október 1975 og árið 1981 var hún í stórum dráttum komin í það horf, sem hún er nú. Árið 1983 tók önnur öldrun- arlækningadeild til starfa við Borgar- spítalann. Að vísu tilheyrði hún skipulagslega lyfjadeildinni en hún hefur starfað býsna sjálfstætt. Hún er í svokallaðri B-álmu. Fyrst tók til starfa einn gangur en ári síðar bættist annar við. B-álman, þar sem gert var ráð fyrir fimm legudeildum, hafi upphaflega verið ætluð fyrir aldraða en nú er séð að svo verður ekki að öllu leyti. Ég ætla ekki að rekja þróunina eins og hún hefur orðið, heldur gera í stórum dráttum grein fyrir þeirri þjónustu, sem aldraðir njóta nú innan heilbrigðiskerfisins. Einnig verður minnst á félagslega aðstoð, enda er þetta samofið. Geta verður þess að bráðaþjónustu fá aldraðir nú sem áður að langmestu leyti á bráðadeildum sjúkrahúsanna. Forvarnarstarf A ■ ■thygli manna hefur á síðustu tveimur áratugum beinst æ meir að gildi forvarnarstarfs. Áherslan hefur fyrst og fremst verið á afmarkaða sjúkdóma, sem leggjast einkum á miðaldra fólk, og hefur talsverður árangur náðst, t.d. í baráttu gegn leghálskrabbameini hjá konum. Forvarnarstarf hjá öldruðum hlýtur eðli málsins samkvæmt að fara fram með öðrum hætti. Vandamál aldr- aðra eru margvísleg og samtvinnuð. í forvarnarstarfi fyrir aldraða er fyrst og fremst um fernt að ræða: í fyrsta lagi menntun þeirra starf- stétta, sem sinna öldruðum, lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða. fé- lagsráðgjafa, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa o.fl. Það eru ekki mörg ár síðan farið var að minnast á það í þeim skólum og námsbrautum, þar sem menntun þessara starfstétta fer fram, að aldr- aðir stríða við sérstök vandamál. Þessi menntun er enn lítil, einkum í læknadeild, en hefur farið vaxandi. Reynslan hefur sýnt að bætt menntun starfsfólks á þessu sviði eykur áhuga þess og auknum áhuga fylgir betri árangur. í öðru lagi er um að ræða hið félags- lega starf sem unnið er af ýmsum aðilum. Nefna má þar fyrst og fremst lausn húsnæðisvanda, en aldraðir eru í miklum meirihluta þeirra sem búa í lélegu húsnæði . Talsvert átak hefur verið gert til þess að byggja íbúðir fyrir aldraða þar sem hægt er að fá ýmsa þjónustu. Með þessu móti vinnst ýmislegt. Með betra öryggi og minna álagi svo sem af kulda, þröngum og erfiðum stigum og lélegum möguleikum til þrifa, minnkar hættan sem þeim stafar af slysum og sjúkdómum. Enn fremur má ætla að kvillar, sem annars gætu leynst um lengri eða skemmri tíma, komi fyrrtil meðferð- ar. Á hinn bóginn má benda á að vandamál, sem upp koma við það að fylkja öldruðum saman í íbúðar- blokkir, eru óleyst, þegar til lengri tíma er litið. Þjónustan miðast við það að íbúarnir séu sjálfbjarga. Þeg- ar svo er ekki lengur, eru úrræðin þau sömu og fyrir þá sem búa úti í bæ. Heimilishjálp opinberra aðila vinnur ómetanlegt forvarnarstarf. Aldraðir, sem njóta þess í Reykjavík einni, nema hundruðum og vegna tengsla heimilishjálpar við heil- brigðiskerfið má ætla að vandamál af líkamlegum eða sálrænum toga komi fljótt til kasta viðeigandi aðila. I þriðja lagi vil ég nefna ráðgjöf um heilsurækt. Um er að ræða ráðgjöf um matarræði en slík ráðgjöf fer fram allvíða og með ýmsum hætti,

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.