Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Qupperneq 7

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Qupperneq 7
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆDISINS 1 1986 7 Dagspítali lÖagspítaladeilcl er ein af nýjung- um skipulagðrar öldrunarlæknis- þjónustu. Deildin hefur á að skipa starfsfólki líkt og aðrar deildir en að auki tengjast henni bílstjórar sem flytja sjúklinga til og frá. Deildin er opin á skrifstofutíma. Sjúklingar eru innritaðir á sama hátt og á legu- deildir, þ.e.a.s. þeir fara í læknis- skoðun og ræða við hjúkrunarfræð- ing. Tekin er afstaða til þess hvers er vænst með þessari innlögn og gerð áætlun um þá meðferð sem viðkom- andi á að fá og hversu löng dvölin á að vera en stundum þarf að endur- skoða upphafsmatið. Orsakir komu eru ýmsar en í stórum dráttum má skipta þeim í fernt: I fyrsta lagi eru einstaklingar með óljós einkenni sem þarfnast nánari athugunar. Þá skipuleggur deildin þær rannsóknir, sem þarf að gera og leggur mat á niðurstöður. Með þessu móti sparast innlögn á legu- deild. í öðru lagi er um að ræða einstakl- inga, sem eiga við ákveðið vanda- mál að stríða, sem þarfnast endur- hæfingar af einhverju tagi. Al- gengustu vandamál eru lamanir af völdu heilablóðfalls, Parkinson- veiki, alvarleg slitgigt eða beinbrot. í þessum tilvikum liggur yfirleitt Ijóst fyrir þegar í upphafi hvað þarf að gera og rannsóknir eru fáar. Dvalar- tími á deildinni er yfirleitt tveir til þrír mánuðir. í þriðja lagi er um að ræða viðhalds- meðferð fyrir þá sjúklinga, sem áður hafa hlotið endurhæfingu, og eru félagslegar ástæður þar einnig áber- andi. Dvalartími þessara einstakl- inga er breytilegur, frá nokkrum vik- um upp í marga mánuði. í fjórða lagi er um að ræða langtíma- dvöl, þar sem það er eina úrræðið til þess að viðkomandi geti búið á eigin heimili og nemur dvalartími þá stundum nokkrum árum. Dagspítali eins og hér hefur verið lýst er einungis einn á landinu en verða væntanlega fleiri. Pað kom fljótt í Ijós eftir að hann hóf starf- rækslu 1979 að hann kom að mjög góðum notum og hefur eftirspurn verið mikil. Þetta leiddi til þess að fleiri dagvistir hafa tekið til starfa, sem fyrst og fremst sinna félags- legum þörfum. Það er markmiðið einkum að rjúfa einangrun og veita öryggi auk þess sem margt er unnið sem um var rætt sem forvarnarstarf. Þessi tegund þjónustu er í talsverðri þróun: Sérhæfðari dagvistir eru að ryðja sér til rúms og má hér nefna að um þessar mundir er verið að taka í notkun dagvist fyrir heilabilaða ein- staklinga. Ábyrgir aðilar hafa nefnt minni einingar sem væru starfræktar ávenjulegum heimilum, líktogdag- mæðrakerfi fyrir börn og raddir eru uppi um stofnsetningu sambýla líkt og þekkist fyrir aðra hópa. Ljóst er að félags- og heilbrigðisþjónusta við aldraða er í örri þróun um þessar mundir og líkist nú æ meir því sem þekkist í þeim löndum þar sem þró- unin hefur náð lengst.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.