Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Qupperneq 8

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Qupperneq 8
8 SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 Ársæll jónsson læknir ALDRAÐIR OG STOFNANA- ÞJÓNUSTA M ■ Vliklar framfarir hafa orðið í heilbrigðisþjónustu landsmanna á undanförnum árum. Læknisþjónust- an hefur eflst til muna, fleiri sjúk- dómar eru greindir og meðhöndlað- ir utan sjúkrahúsa en áður og meðal- legutími spítalanna hefur styst. Ald- raðir eru í vaxandi mæli njótendur heilbrigðisþjónustunnar vegna þess að þeim fer hlutfalIslega fjölgandi og veikindi þeirra eru oft alvarlegs eðlis. Á meðan 70 ára og eldri telj- ast aðeins 7% Reykvíkinga, þá er hlutfall 70 ára og eldri í bráðainn- lögnum á sjúkrahúsum um 40%. Það sem einkennir öldrunarsjúkl- inga er að þeir hafa oft marga sjúk- dóma samtímis, sjúkdómseinkenni þeirra eru oft óljósari en hjá þeim sem yngri eru. Það gerir kröfur til meiri og ítarlegri rannsókna, þeim versnar ef þeir fá ekki meðhöndlun í tfma og þeir fá tíðari fylgikvilla. Við þetta bætist að skaðleg öldrunar- einkenni eru oft orðin áberandi og félagslegar aðstæður erfiðar. Fjölgun aldraðra ■ ■ ^jldruðum íslendingum fjölgar vegna þess að heiIbrigði þjóðarinn- ar hefur jafnt og þétt orðið meir á þessari öld. Þeim fjölgar einnig hlut- fallslega vegna þess að frjósemi þjóðarinnar hefur farið minnkandi á undanförnum árum. Sjötugir Islend- ingar eru nú tæp 7% þjóðarinnar og spáð er að þessum aldurshópum muni fjölga um 40% á næstu 40 árum á sama tíma og þjóðinni fjölg- ar aðeins um 9%. Hlutfall háaldraðs fólks mun aukast enn meir. Stofnanir fyrir aldraða á ís- landi E og dvalarheimili voru upp- haflega hugsuð sem nokkurs konar hótel fyrir aldrað fólk og skilyrði fyrir komu var að einstaklingurinn væri sjálfbjarga. Þar sem félagslegri hjálp í heimahúsum hefur fleygt fram hefur þörf fyrir dvalarheimili farið minnkandi. Á sama tíma hafa þarfir aukist fyrir hjúkrunarheimili. Reyndar er „hótelhugmyndin" fyrir aldraða víðast hvar um garð gengin meðal nágrannaþjóða og ályktað er að fólk fari aðeins inn á elliheimili þegar ekki er hægt að annast fólkið heima með fjölþættri heimaþjón- ustu. Þjónustuþörf vistmanna á elli- heimilum fer hins vegar stöðugt vax- andi og er nú meiri áhersla lögð á að þjálfa starfslið þeirra svo það verði betur í stakk búið að annast hina öldruðu. Meðal Skandinava og Breta er mikil áhersla á að sérhæft læknisfræðilegt mat sé einnig lagt til grundvallar áður en ákvörðun er tekin um ævivistun á stofnun. í maí 1985 töldust elli- og dvalar- heimilisrými á íslandi alls 1.280 pláss. Meðal daggjald var 867 kr. eða samtals 408 milljónir króna á ári. Um helmingur þessarar upp- hæðar er greiddur með ellilífeyri og eftirlaunum eða tekjuuppbótum vistþeganna sjálfra. Biðlistar fyrir vistrými r íslandi voru í maí 1985, 2.395 stofnanarými fyrir aldraða. Ætla má að 10% þeirra hafi verið notað af yngra fólki, en íslendingar eldri en 70 ára töldust 16.900 þann 1. des. 1985. Má því ætla að 12,8% þeirra dveljist nú á stofnunum. Hlutfalls- lega er þetta mun hærri tala en á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. I nýlegri könnun landlæknisembætt- isins á biðlistum fyrir langvistun kom í Ijós að 1. október 1985 töld- ust 1.982 einstaklingar á biðlistum fyrir 51 stofnun á landinu. Þar af voru um 300 á biðlista fyrir hjúkrun- arrými í Reykjavík. Teknar saman með stofnanarýmum gefa þessar tölur til kynna að fimmti hver aldr- aður einstaklingur óskar eftir að komast eða dvelst nú á stofnun fyrir aldraða á íslandi. Til samanburðar eru Danir, sem telj- ast hafa 7-9 rými á 100 einstaklinga

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.