Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Qupperneq 11
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986
11
Halldór Halldórsson yfirlæknir Kristnesspítala
ÖLDRUNARMÁL í
AKUREYRAR-
LÆKNISHÉRAÐI
r
ibúar Akureyrarlæknishéraðs voru
þann 1. desember 1985 um 16.500,
þar af 2.730 utan Akureyrarbæjar.
Um 1.500 manns höfðu náð 67 ára
aldri eða meira, þar af voru um 400
áttatíu ára og eldri.
Dvalarheimili
A
^■kureyrarbær rekur tvö dvalar-
heimili aldraðra. í Hlíð, sem er rétt
fyrir ofan Lystigarðinn, eru 107
gamalmenni. Við athugun haustið
1982 reyndust 74% vistmanna vera
áttatíu ára og eldri. Frá 1. júní 1985
hafa fengist hærri daggjöld fyrir 19
af þessum 107 vistmönnum og telst
því vera 19 rúma hjúkrunardeild í
Hlíð, en mikið vantar ennþá á að
aðbúnaður og vinnuaðstaða séu
fullnægjandi. Stór viðbygging er
fokheld og er það háð fjárveitingum
hversu hratt framkvæmdum miðar.
Þar er gert ráð fyrir 30 íbúðum vist-
manna, en þó mun heiIdarfjöldi
vistmanna ekki aukast sem þessu
nemur, því að margir búa þröngt í
núverandi húsnæði. í viðbygginguni
er reiknað með húsnæði til dagvist-
unar, föndurs og heilsuræktar.
I dvalarheimilinu í Skjaldarvík, sem
er um 7 km norðan við Akureyri,
dveljast nú 77 vistmenn og búa
margir þeirra mjög þröngt. Mikilla
endurbóta er þörf á húsnæðinu og
hafa tillöguteikningar verið lagðar
fram, en óvíst er um framkvæmdir
fyrr en Ijóst er um fjárveitingar. Þess-
ar breytingar munu leiða til fækkun-
ar vistmanna.
Heimaþjónusta
^jskir eldra fólks beinast í þá átt
að það fái að dveljast sem lengst í
eigin húsnæði og til að auðvelda
það sem flestum þarf verulegt átak
til að auka heimahjúkrun og heim-
ilishjálp. Þarf tæpast að benda á það
að aukin heimaþjónusta og aukið
framboð á hentugu húsnæði fyrir
aldraða minnka þörfina fyrir pláss á
stofnunum. Nú eru 15 stöðugildi við
heimilishjálp á Akureyri og um 140
heimili njóta hennar; auk þess fá 40
heimsendingu matar. I Svalbarðs-
strandarhreppi og Grýtubakka-
hreppi er hafin heimilishjálp. Við
heimahjúkrun á vegum Heilsu-
gæslustöðvarinnar í Akureyrarlækn-
ishéraði eru 6,6 stöður, sem 5 hjúkr-
unarfræðingar og 5 sjúkraliðar
skipta á milli sín, og njóta um 130
Akureyringar heimahjúkrunar. Ak-
ureyrardeild R.K.Í. á 8 nýtískuleg
sjúkrarúm sem leigð eru endur-
gjaldslaust hjúkrunarsjúklingum í
heimahúsum. Óánægja er með það
í sveitahreppum héraðsins að þjón-
usta heimahjúkrunar nær ekki þang-
að, en athuganir undirritaðs leiddu í
Ijós að hjúkrunarsjúklingar sveita-
hreppanna virtust hafa átt greiðari
aðgang að plássum langlegudeilda
en Akureyringar, sem stafar senni-
lega af því að þeir sem ákveða inn-
lagnir vita að ekki er völ á heima-
hjúkrun í sveitunum. Heimilishjálp
og heimahjúkrun þarf að auka og
koma á sólarhringsþjónustu jafnt
virka daga sem helga. Við sem vinn-
um að öldrunarmálum á Akureyri
höfum ítrekað lagt áherslu á mikil-
vægi þess að koma á dagvistun og
íhlauparýmum á dvalarheimilunum
en hvort tveggja myndi stuðla að því
að gamalt fólk gæti lengur dvalist í
heimahúsum.
Þjónustuíbúðir
r
A
■ ■ þessu ári hefjast væntanlega
framkvæmdir við þjónustuíbúðir
aldraðra á Akureyri og eru fyrirhug-
aðar um 70 íbúðir ásamt þjónustu-
kjarna. Framkvæmdir þessar verða
unnar á vegum Akureyrarbæjar og
Félags aldraðra, sem stofnað var
1982. Árið 1983 gáfu verkalýðsfé-
lög á Akureyri Félagi aldraðra Al-
þýðuhúsið gamla, sem heitir nú Hús
aldraðra. Þar fer fram mikið félags-
starf fyrir aldraða á vegum félagsins