Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Síða 15
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986
15
Hans Jörgensson formadur Samtaka aldraöra
s s s
IBUÐARMAL
ALDRAÐRA
N
l™ú á síðari árum hefur mikið ver-
ið ritað og rætt um húsnæðismál
aldraðra, og er nú komin nokkur
hreyfing á þau mál.
Almenningur og ráðamenn viður-
kenna nú að þörf er á aðstoð við að
leysa íbúðavanda aldraðra, hvar
sem er á landinu, og flestir viður-
kenna einnig að þörfin sé brýnust á
höfuðborgarsvæðinu, vegna þess að
þar eru andstæðurnar meiri og fjöl-
þættari en í smærri samfélagseining-
um.
I Reykjavík er fjöldi aldraðra ein-
angraður í stórum og litlum íbúðum,
og þar á ég við, að afskiptaleysi
fólks er meira í þéttbýli en þar sem
fólk fylgist með daglegu lífi ná-
grannans. í smærri byggðarlögum
landsins og jafnvel í dreifbýli er
fremur fylgst með störfum og lífs-
hreyfingum nágrannans en á höfuð-
borgarsvæðinu.
Fólk er hvergi eins einangrað og í
þéttbýli, þó að þetta hljómi undar-
lega, en margt aldrað fólk í Reykja-
vík lifir í sinni íbúð án þess að nokk-
ur grennslist fyrir um hagi þess
dögum saman. Það getur verið veikt
án þess að nokkur fylgist með því,
nema þá að það hafi áræði sjálft eða
kunni við það að ónáða venslafólk
úti í bæ til að biðja það að annast
sig. Margir eiga enga að, sem þeir
gætu leitað til.
I starfi mínu í Samtökum aldraðra í
Reykjavík hefi ég mjög orðið var við
þetta, og þetta er það sem flestir
hafa áhyggjur af þegar þeir finna að
ellin er farin að sækja á. Margir vilja
sem minnst leita á náðir barna sinna
hvað þá annarra fjarskyIdra. Þessir
ættingjar eða kunningjar eiga e.t.v. í
fjárhagslegum erfiðleikum eða erfið-
leikum annars eðlis, t.d. allir í skóla
eða útivinnandi, svo að það vill ekki
bæta þarna á nema þá í ýtrustu
neyð.
Eg hefi kynnst þessu í viðtölum við
fólk, að þetta er megin ástæðan fyrir
því að þeir sem eru á ellilifeyrisaldri
þrá að komast í þjónustuíbúðir. Það
vill um fram allt geta verið sem
lengst sjálfstætt og bjargað sér sjálft,
en vera þó í samfélagi með öðrum.
Fyrsti byggingaráfangi Samtaka aldr-
aðra voru tveggja hæða hús með
alls 14 íbúðum, tveggja og þriggja
herbergja, að Akralandi 1 og 3.
í upphafi var rætt um að þjónustu-
miðstöð yrði byggð af Reykjavíkur-
borg þarna rétt við, en úr því varð
ekki. Þetta var kannski hugdetta
þess, sem skipulagði hverfið. Nokk-
ur óvissa var um þetta þegar við
létum teikna húsin, svo að við létum
gera ráð fyrir matar- og samkomuað-
stöðu í kjallara annars hússins, sem
bráðabirgðaþjónustumiðstöð með-
an annað betra fengist ekki.
Þessum byggingaráfanga lauk haust-
ið 1983. Við lentum í mikilli verð-
bólgu og því urðu íbúðirnar dýrari
en áætlun sagði til um í upphafi.
Framkvæmdasjóður aldraðra var
stofnaður, en við fengum ekkert úr
þeim sjóði þá til að leggja í þjón-
ustumiðstöðina, svo að frágangi
hennar varð að fresta.
Framkvæmdasjóðurinn virðist
a.m.k. hingað til hafa verið fyrir
sveitarfélög en ekki fyrir það gamla
fólk í Reykjavík, sem reynir að
bjarga sér sjálft.
Næsti byggingaráfangi Samtakanna
er núna í smíðum við Bólstaðarhlíð
nr. 41 og 45 í Reykjavík. Þetta eru
alls 66 íbúðir, tvær gerðir tveggja
herbergja og svo þriggja herbergja
íbúðir.
Borgarstjórn Reykjavíkur setti árið
1983 á stofn nefnd til að vinna að
húsnæðismálum aldraðra, og með
henni ásamt borgarstjórn, fékkst
samstarf um að Samtökin byggðu
þessar íbúðir í tveimur 7 hæða
blokkum, en borgin kostaði að
mestu þjónustumiðstöð, sem tengi-
byggingu fyrir húsin, Bólstaðarhlíð
43, og tæki svo að sér rekstur henn-
ar fyrir íbúa húsanna og aldraða
íbúa í nærliggjandi hverfi.
Ég tel að starf þessarar nefndar hafi
orðið mikil lyftistöng fyrir bygginga-
mál aldraðra í höfuðborginni, og
það hefur komið í Ijós að mikil eft-
irspurn er eftir þessum íbúðum, þó
að þeir sem kaupa þær fái enga
aðstoð við kaupin nema almennt
húsnæðisstjórnarlán, og þar að auki
skapar það erfiðleika kaupenda, að
verð eldri íbúða hefur staðið í stað í
meira en ár og því stórlækkað miðað