Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Page 17

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Page 17
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUDBORGARSVÆDISINS 1 1986 17 við verð nýbygginga, sem stöðugt hækkar eftir byggingarvísitölu og hlaupandi vaxtakerfi. Allar íbúðirnar eru seldar og biðlist- ar hafa myndast. Fólk selur fjögurra herbergja íbúð til að komast í tveggja herbergja þjónustuíbúð, og stundum þarf húsnæðisstjórnarián til að jafna hér muninn. Þarna bjarga sér aðeins þeir sem betur mega, því að a.m.k. helming- ur félagsmanna okkar hefur ekki getu til að kaupa sér svona íbúð, þó að flestir þeirra eigi litlar íbúðir fyrir. Þetta er fólk sem alla sína ævi hefur reynt að vera sjálfstæðir þegnar og borgað sína skatta, - sparað lítil laun til sjálfstæðis. - Svona er nú búið að gamla fólkinu. Hvað er til útbóta fyrir þann hluta gamla fólksins, sem minni hafa efn- in, en engu minni þörf eða áhuga á því að komast í þjónustuíbúð í ell- inni en þeir efnameiri? Þjóðfélagið þarf að koma til móts við þetta fólk og það er hægt með því að veita meiri og hagkvæmari lán í þessar byggingar en gert er, og gamla fólk- ið hefur til þess unnið að það fengi að njóta einhverrar aðstoðar um- fram aðra. Núna eru frumvörp til laga á Al- þingi, sem miða að því að leysa þetta að einhverju leyti. Áætlað er með þeim lögum að veita í svona íbúðir fyrir aldraða allt að 70-80% af áætluðum byggingarkostnaði þeirra. Og ef gert er ráð fyrir verð- bólguhækkun á byggingartímanum, þá ætti lánið að duga fyrir a.m.k. 60% af byggingarkostnaðinum og þá ættu flestir að geta lagt í þessi íbúðarkaup. Þá kemur upp það vandamál að gamalt fólk er hrætt við skuldir, og sérstaklega vísitölutryggð lán, sem hækka samtímis og borgað er af þeim. En þetta er hægt að leysa með því að lánið, sem t.d. veitist fé- lagsfólki okkar, verði veitt félaginu, þannig að félagið sjái um greiðslur af því og innheimti það með leigu- gjaldi af íbúunum. Kaupendur ættu þann hluta íbúð- anna, sem þeir greiddu, en félagið þann hluta, sem lánið næði til, og við endursölu seldist sá hluti íbúðar- innar, sem kaupandi greiðir. Þar með fá nýir kaupendur sömu kjör og hinir. En til þess að þetta geti blessast þarf lánið að vera með þeim kjörum að verðbólga og snöggar vaxtabreyting- ar hafi ekki snögg áhrif á leiguna. Ég hef verið spurður að því, hvað við gerum ef fólk getur ekki staðið í skilum með mánaðargreiðslurnar, þar sem þær yrðu tiltölulega háar ef húsaleiga, að hluta, væri þar inn í, t.d. hjá fólki sem aðeins hefði í tekj- ur ellilaun og tekjutryggingu, og hefði eytt öllu sínu sparifé í að kom- ast í þessar íbúðir. Ég tel að tvær leiðir séu mjög til athugunar í þessum efnum: 1. Að félagið reikni íbúðareiganda það ógreidda til skuldar, sem gæti svo jafnast til félagsins við endur- sölu íbúðarinnar, hvort sem um stuttan eða langan tíma væri að ræða. Nýr kaupandi keypti eignar- hlutann, en seljendur fengju þeim mun minna út sem skuldin væri hærri. 2. Að sami háttur verði hafður á og ríkjandi er viðvíkjandi vistmönnum á elliheimilum: Þar sem tekjur vist- manna greiða ekki tilskilinn kostnað við dvölina, þá greiða ríkistrygg- ingar það sem á vantar. Við sem myndum félagsskapinn Samtök aldraðra óskum eftir sam- hjálp Reykjavíkurborgar og alþingis- manna til að leysa sem fyrst íbúða- vanda aldraðra í höfuðborginni og einnig við að leysa önnur félagsmál og fá þjónustuaðstöðu fyrir aldraða. Þarna er mikið verk óunnið.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.