Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Qupperneq 20
20
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986
um að ræða þjónustuíbúðir í eigu
sveitarfélaganna og söluíbúðir.
Fjármögnun íbúða fyrir aldraða er í
megindráttum fjórþætt:
í fyrsta lagi er um að ræða Fram-
kvæmdasjóð aldraðra. Ákvæði um
þennan sjóð er að finna í lögum um
málefni aldraðra, sem fyrst voru sett
1983, en síðan breytt 1984. Sam-
kvæmt þessum lögum ber Fram-
kvæmdasjóð aldraðra að styrkja
byggingu þjónustuíbúða fyrir aldr-
aða, verndaðra þjónustuíbúða fyrir
aldraða, dvalarheimila fyrir aldraða
og byggingu hjúkrunarrýmis fyrir
aldraða á vegum einkaaðila. Tekjur
sjóðsins eru nú nefskattur sem
lagður er á alla skattgreiðendur.
í samstarfsnefnd um málefni aldr-
aðra eiga sæti þrír aðilar tilnefndir
þannig: einn frá Öldrunarráði ís-
lands, einn frá félagsmálaráðu-
neytinu, tilnefndur af Sambandi ísl.
sveitarfélaga, og einn skipaður af
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra án tilnefningar. Samstarfs-
nefndin gerir tillögur til ráðherra um
styrkveitingar úr sjóðnum. Við til-
lögugerð um úthlutanir tekur fullrúi
fjárveitinganefndar Alþingis sæti í
nefndinni. Ráðherra ákvarðar svo
endanlega úthlutun úr sjóðnum.
Þess má og geta að öllum er heimilt
að sækja um styrki úr Framkvæmda-
sjóði. Frá 1981 hafa um og yfir 60%
úthlutunarfjár komið í hlut höfuð-
borgarsvæðisins og hefur B-álma
Borgarspítalans fengið mest af því
fjármagni. Hins vegar hefur lítið sem
ekkert fjármagn farið til bygginga
þjónustuíbúða á svæðinu.
í öðru lagi veitir Byggingasjóður rík-
isins lán til bygginga leiguíbúða eða
heimila fyrir aldraða. Skilyrði þess-
ara lána eru að fyrir liggi niðurstöð-
ur könnunar, sem sýni þörf fram-
kvæmda á þessu sviði í hlutaðeig-
andi sveitarfélagi og heilbrigðisráð-
uneytið mæli með framkvæmdinni.
Er lánað allt að 80% af bygging-
arkostnaði til 21 árs með 3,5% vöxt-
um.
í þriðja lagi veitir Byggingasjóður
verkamanna lán skv. 33. gr. C- lið
laga um Húsnæðisstofnun ríkisins
(nr. 60/1984) til leiguíbúða, sem
byggðar eru eða keyptar af sveitarfé-
lögum, stofnunum á þeirra vegum
og/eða ríkisins eða af félagasam-
tökum og ætlaðar eru til útleigu á
hóflegum kjörum fyrir aldraða, auk
námsfólks ogöryrkja. Lánstími er31
ár og 1 % vextir.
Fjórða leiðin er bygging söluíbúða
fyrir aldraða, en þá fara lánveitingar
fram eftir almennum ákvæðum um
nýbyggingar. Einnig hefur verið al-
gengt að sveitarfélög eða fé-
lagasamtök hafi forgöngu um bygg-
ingu íbúða fyrir aldraða og selji þær
síðan með ákvæðum um forkaups-
rétt.
Loks má geta þess að Byggingasjóð-
ur ríkisins veitir svonefnd sérþarfa-
lán til ellilífeyrisþega og öryrkja til
að mæta kostnaði vegna sérþarfa
umsækjenda.
Framtíðin
K
■ •annanir þær sem gerðar hafa
verið á högum aldraðra á höfuð-
borgarsvæðinu benda eindregið til
að húsnæðismál séu þeim umtals-
vert áhyggjuefni. Yfirgnæfandi
meirihluti telur sérhannaðar íbúðir
besta kostinn, en ekki dvalarheimili,
og þá með þeirri nauðsynlegu þjón-
ustu sem aldraðir þarfnast tíðum. í
þessum könnunum kemur jafnframt
fram að um og yfir 90% aldraðra
þátttakenda býr í eigin húsnæði. 1).
Ef tekið er mið af áætluðum staðli
fyrir hjúkrunarþjónustu 1981, þá
verður þörf aldraðra fyrir hjúkrunar-
vist ekki umtalsverð fyrr en á níræð-
isaldri eins og meðfylgjandi tafla
sýnir:
Tafla 4
Þörf á hjúkrunarvist 1981: (áætlaðir
staðlar. 2).
Aldur
70-74 2.6%
75-79 5.9%
80-84 10.4%
85ogeldri 27.9%
Ef gengið er út frá því að þessir
staðlar séu nærri sanni, þá má fram-
reikna miðað við meðalkost þann
fjölda aldraðra, sem hugsanlega
myndar þann hóp, sem sækist eftir
sérhönnuðum íbúðum fyrir aldraða
á næstu áratugum.
Tafla 5
Aldraðir, sem ekki þurfa hjúkrunar-
vist, ef miðað er við staðalinn í töflu
4
Aldur 1984 2005 2034
65-69 4.316 4.952 10.071
70-74 3.579 4.636 9.546
75-79 2.580 3.962 7.733
80-84 1.667 2.604 5.086
85 + 982 1.687 3.888
13.124 17.841 36.324
Að sjálfsögðu munu alls ekki allir í
þessum aldurshópi, 65 ára og eldri,
leita eftir sérhönnuðu húsnæði, en
engu að síður má gera ráð fyrir um-
talsverðri eftirspurn.
Hins vegar er Ijóst að markvisst þarf
að stefna að því að tryggja framboð
á sérhönnuðu eða a.m.k. hentugu
húsnæði fyrir aldraða á næstu ára-
tugum, bæði sjálfseignaríbúðir og
leiguíbúðir, því að efnahagsleg
staða aldraðra er ekki síður mismun-
andi en heilbrigði þeirra og viðhorf.
TAFLA 4.
Tekjur Framkvæmdasjóðs til ráðstofunar 1981-1986 (í millj. kr.)
1981 1982 1983 1984 1985 1986
7.2 26.6 40.0 61.0 58.0 95.0