Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Qupperneq 24
24 SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986
Siguröur Magnússon
ATHVARF
FYRIR
ALDRAÐA
II
■ lér verður fjallað um stofnanir,
sem reistar eru í þeim tilgangi að
gefa sæmilega heilbrigðu öldruðu
fólki kost á samvistum og margvís-
legri aðstoð, a.m.k. fimm daga vik-
unnar. Hugleiðingar mínar eiga ræt-
ur í heimsókn til einnar stofnunar af
þessari gerð í Noregi. Norðmenn
nefna hana „eldresenter"-miðstöð
fyrir aldraða. Mér þótti strax eðli-
legast að íslenska heiti hennar með
orðinu elliskjól. Síðar hefur mér ver-
ið bent á að „athvarf fyrir aldraða"
myndi fara betur. Vel má vera að
það sé rétt, t.d. vegna þess að mörg-
um stálhraustum ellilífeyrisþegum
þykir óviðkunnanlegt að vera á ein-
hvern hátt tengdir orðinu elli. Sjálf-
um þykir mér það hvorki óeðlilegra
né ógeðfeldara en orðið æska, enda
eru elliglöp mín og annarra minna
jafnaldra ekki ónáttúrulegri en
barnabrek okkar voru. Orðið aldr-
aður er auðvitað einnig ágætt og
athvarf ekki lakara en skjól. En þar
sem mér var í upphafi tiltækast að
nefna þessar stofnanir elliskjól þá
læt ég það orð flakka þó að ég geti
líka prýðilega sætt mig við athvarf
fyrir aldraða og viðurkenni raunar
ágæti þeirrar nafngiftar með því að
velja hana að heiti þessara hugleið-
inga minna.
Bæjarfélagið Bærum er svo samvax-
ið Osló að það er í rauinni útborg
hennar þó að það sé sérstakt sveitar-
félag. íbúatalan er svipuð og í
Reykjavík, um 83 þúsundir, en hér í
Reykjavík búa nú tæplega 89 þús-
und manns. Ég er ekki nógu kunug-
ur í Bærum til þess að geta að öðru
leyti gert samanburð á þessum
tveim bæjarfélögum. Mér var sagt
að hagur bæjarins í Bærum væri
fremur góður enda þótt hlutfalIstala
elIi Iífeyrisþega væri þar tiltölulega
há. Hvort hún er svipuð og hér í
Reykjavík skiptir ekki öllu í sam-
bandi við það mál sem ég ætla nú
að ræða. Aðalatriðið er að íbúatölur
borganna eru áþekkar. í báðum til-
vikum er hundraðstala aldraðra
fremur há. Af þessum ástæðum er
eðlilegt að menn beri öldrunar-
vandamál þessara borga saman.
Mánudaginn 21. október sl. var ég
staddur í Bærum. Mig langar til að
skýra nú frá því sem er mér eftir-
minnilegast frá þeim degi:
Ég fór í heimsókn í stofnun sem
heitir Österaas Eldresenter. Elliskjól-
ið að Austurási er eitt þeirra 12 elli-
skjóla sem bæjarfélagið í Bærum
hefur látið reisa. Hið þrettánda er nú
í smíðum. Mér var sagt að þessi
stofnun væri í öllum meginatriðum
mjög svipuð öðrum elliskjólum í
Bærum. Hún virtist einnig í allri
gerð samstæð því elliskjóli sem ég
skoðaði síðar í Osló. í Osló munu
búa um 450 þúsund manns, og þar
hefur verið komið upp 32 elliskjól-
um.
Um elliskjólið að Austurási er þetta
að segja: Á 400 fermetra gólffleti
hefur bæjarfélagið í Bærum reist ein-
lyft hús í því skyni að koma þar upp
athvarfi fyrir um 1.350 manns, 67
ára og eldri, sem eiga einir borgara
rétt til þeirrar þjónustu sem stofnun-
in veitir. Hún er opin 5 daga vikunn-
ar frá kl. 8-16. Að sögn forstöðukon-
unnar leggja þá að jafnaði 40-50
manns leið sína í stofnunina. Þó ber
við að fleiri eru þar saman komnir
enda nægilegt rými fyrir um 80
manns samtímis í matsal.
Aðgangur að elliskjólinu er ókeypis
en fólk greiðir lágt gjald fyrir þær
veitingar, sem það vill þiggja, og þá
þjónustu, sem það kýs að kaupa.
Og hvað er í boði? í fyrsta lagi tæki-
færi til samveru með jafnöldrum og í
öðru lagi margvísleg dægrastytting.
Ég nefni líkamsrækt, leikfimi, hár-
og fótsnyrtingu, aðstöðu til spila-
mennsku, margvíslegrar föndurstarf-
semi, þátttöku í tungumálanámi,
skipulagningu fjölbreytilegrar
klúbbastarfsemi. Veitingabúð er
opin. Þar er unnt að kaupa hádegis-
verð eða síðdegiskaffi, fá keyptan
djúpfrystan mat til að taka með sér
heim, skipulagningu þeirrar
heimsóknarþjónustu sem sumir
hinna öldruðu vilja fá. Ef fólk veikist