Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Síða 30
30
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986
stofnun fólk með tiltölulega litla
hjúkrunarþörf. Heimilishjálp er hins
vegar hægt að veita í öllum sveita-
hreppum og hefur hún víða verið
skipulögð og er þá tiltæk ef þörf
krefur.
Ekki verður skilist við málefni aldr-
aðra í dreifbýli án þess að nefna
þýðingu ættingja og granna fyrir
aldrað fólk. Það er einkenni minni
byggðarlaga að allir þekkja alla og
það gerir að verkum að umhverfið
veitir öldruðum oft þann stuðning,
sem nauðsynlegur er til þess að þeir
geti búið einir lengur en ella. Ein-
semd og einangrun verður ekki eins
mikil.
Að lokum vil ég gera að umtalsefni
byggingu íbúða fyrir aldraða. Bygg-
ing sjúkrahúsa og hjúkrunardeilda
er víða vel á veg komin í dreifbýli
með fáum undantekningum. Við
tekur í vaxandi mæli bygging íbúða.
Eru það einkum þjónustuíbúðir fyrir
þá sem síst geta búið í núverandi
húsnæði sínu. Þegar þessar bygging-
ar eru hannaðar er þýðingarmikið
að taka mið af því hvers konar
byggðarlag er um að ræða. Því ef
engin önnur viststofnun er á svæð-
inu má gera ráð fyrir því að í þessari
byggingu þurfi að veita íbúunum
meiri aðstoð en ef t.d. sjúkrahús er í
byggðarlaginu. Það getur nefnilega
verið langur vegur milli þess að vera
sjálfbjarga eldri borgari og þess að
þurfa langtímavistun í sjúkrahúsi,
einkum ef það er langt í burt.
Menn verða með öðrum orðum að
vera við því búnir að veita verulega
aðstoð í slíkum húsum. íbúar þeirra
eldast, heisan þverr og margs konar
vandamál líta dagsins Ijós. Með
heimilishjálp og heimahjúkrun á
líka að vera hægt að hjálpa mikið ef
aðstaðan er góð.
Það verður aldrei nægilega brýnt
fyrir forráðamönnum og hönnuðum
slíkra bygginga að hafa það í huga
að heilsa þeirra, sem í þessum hús-
um búa, á eftir að versna með hækk-
andi aldri og húsnæðið verður að
vera hannað með tilliti til þess, eink-
um í einangruðum smáum byggðar-
lögum.
T ÚNÞÖKUSALA
HÖFUM ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI
TÚNÞÖKUR AF ÚRVALSGÓÐUM
TÚNUM.
EIGUM OFTAST TÚNÞÖKUR Á
LAGER í REYKJAVÍK OG AFGREIÐ-
UM MEÐ LÁGMARKSFYRIRVARA.
ÁRATUGAREYNSLA TRYGG-
IR GÆÐIN.
LANDVINNSLAN SF.
SMIÐJUVEGI 12 B SÍMI 78155
HEIMASÍMAR: GYLFI JÓNSSON s. 45868
GUÐMUNDUR JONSSON s. 17216