Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Qupperneq 37
SKiPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986
:í7
heimila, sem gott húsrými og áhuga
hafa til að veita öldruðum dagskjól.
Þetta kynni að kalla á námskeið fyrir
aðstoðarfólk, sem slík heimili þyrftu
að einhverju leyti á að halda, og
skipulagningu á flutningi þá daga
sem þessi þjónusta væri nýtt. Ég geri
mér Ijóst að hér er um sveitarstjórn-
arverkefni að ræða, en jafnljóst er
að málefni aldraðra verður að leysa í
samvinnu ríkis, og sveitarfélaga og
ekki síst einkaaðila.
Ráðuneytið mun leggja aukna
áherslu á verkefni í þágu aldraðra.
Sérstök deild er í ráðuneytinu um
þennan málaflokk undir stjórn
Hrafns Pálssonar. Samstarfsnefnd
starfar á grundvelli laganna um mál-
efni aldraðra en núverandi formaður
hennar er Inga Jóna Þórðardóttir.
Vænti ég mikilvægra tillagna frá
þeirri nefnd.
í framhaldsnámi sínu í Bandaríkjun-
um vinnur Dögg Pálsdóttir að grein-
argerð um öldrunarmál á grundvelli
mik.ilvægra gagna, er hún hafði
skráð í starfi sínu í ráðuneytinu.
' Væntir ráðuneytið þess að slík vinna
hafi mikla þýðingu í áætlanagerð
um þessi mál.
Eitt er það, sem margir aldraðir ótt-
ast öðru fremur. Það er svokölluð
kölkun eða elliglöp, sem gert geta
menn mjög hjálparþurfi, þótt lík-
amsheilsan sé að öðru leyti í lagi.
Ég hef rætt við Hallgrím Magnússon
geðlækni, sérfræðing í geðheilsu
aldraðra, og beðið hann tillagna um
hvernig unnt væri að liðsinna betur í
þessu sambandi.
Líklegt er að þetta leiði hugann enn
að hjúkrun og aðhlynningu. Þeir
þættir eru óaðskiIjanlegir frá málefn-
um aldraðra. Um þessar mundir
vinnur ráðuneytið sérstaklega að úr-
ræðum til að draga úr hinum tilfinn-
anlega skorti á hjúkrunarfræðingum
og sjúkraliðum. M.a. hefi ég skrifað
hjúkrunarfræðingum erlendis bréf
vegna þessa fyrir nokkrum vikum og
þegar fengið á annan tug jákvæðra
svara.
Nú liggja fyrir hugmyndir, sem bæði
varða nám, skipulag og aðstöðu
þessara stétta, er ég sannfærð um að
framkvæmd þeirra leysir að ein-
hverju marki þann vanda, sem við
blasir. Þá vinnur nefnd að úrbótum í
málefnum sjúkraliða. Er raunhæfra
tillagna að vænta fljótlega.
Út í þetta verður ekki nánar farið
hér, en þessa getið nú sem hluta af
vanda aldraðra. Við bindum því
miklar vonir við námskeiðin í um-
önnun aldraðra, sjúkraliðanám-
skeiðin og sérnámið í öldrunarhjúkr-
un.
Hér að framan hafa verið reifaðar
hugmyndir og getið um aðgerðir,
sem miða að því að létta nokkuð líf
aldraðra landsmanna. í þessum mál-
um eru flestir þættir eðli sínu sam-
kvæmt á verkefnalista sveitarfélag-
anna og annarra samtaka borg-
aranna sjálfra. Ríkið þarf að veita
stuðning og tryggja sem best bæði í
löggjöf og með fjárveitingum öryggi
hinna öldruðu. Vaxandi verkefni
eru framundan. Til að leysa þau þarf
traust samstarf ríkis og sveitarfélaga.
Húsfélög, leikskólar, garð-
og sumarbústaðaeigendur!
Framleiðum
i öllum stærðum:
Hús undir garðáhöld,
leikhús fyrir börnin,
garðbekki og borð,
barnastóla og borð.
Sýnishorn á staðnum
Verktakafyrirtækið STOÐ, Skemmuvegi 34 N.
Sími 41070 - heimasími 21608.